1Eftir þetta sá eg annan engil stíga ofan af himni, hann hafði mikið vald; jörðin ljómaði af hans dýrð.2Hann f) kallaði hárri röddu, segjandi: g) hún er fallin, hún er fallin, sú mikla Babýlon, og orðin að h) djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla,3af því hún hefir byrlað öllum þjóðum sitt áfenga hórunarvín, og konungar jarðarinnar hafa drýgt saurlifnað með henni, og kaupmenn jarðarinnar eru ríkir orðnir af hennar megna óhófi.4Þá heyrða eg aðra rödd af himni, sem sagði: farið út af borginni, mitt fólk, svo þér takið enga hlutdeild í hennar syndum, og hreppið ekki hennar plágur;5því hennar a) syndir ná allt upp til himins, og Guð hefir b) minnst hennar ranglætis.6Gjaldið henni eins og hún hefir goldið yður, og gjaldið henni tvöfalt í þeim bikar, sem hún hefir blandað yður í.7Veitið henni eins mikla kvöl og hörmungu, eins og hennar stærilæti og óhóf hefir verið; því hún segir í sínu hjarta: eg sit sem Drottning, og verð aldrei ekkja, eg fæ aldrei sorg að sjá.8Fyrir þetta munu hennar plágur c) koma á einum degi, dauði og sorg og hungur; hún mun d) brennd verða í eldi, því sá Guð, sem hefir dæmt hana, er e) máttugur Drottinn.9Konungar jarðarinnar, sem hafa drýgt saurlifnað og munaðarlífi með henni, munu barma sér og gráta yfir henni, þegar þeir sjá reykinn af hennar brennu.10Af ótta fyrir hennar kvöl munu þeir standa langt frá og segja: f) vei, vei! þú hin mikla borgin, Babýlon, þú volduga borg! því hefndin hefir komið yfir þig g) á einni stundu.11Eins munu kaupmenn jarðarinnar gráta og harma yfir henni, því enginn kaupir nú fremur þeirra farma,12farma gulls og silfurs, gimsteina og perlna, líns og purpura, silkis og skarlats; alls konar ilmvið, alls konar ker af fílabeini og hinum dýrasta viði, af eiri, járni og marmara;13kanelbörk, balsam, ilmjurtir, smyrsl, reykelsi, vín, viðsmjör, hveiti, korn, eyki, sauðfé, hesta, kerrur, þræla og mansmenn.14Sá gróði, sem þín sála girntist, hefir brugðist þér; öll sæld og glys er þér tapað, svo að þú finnur það ekki framar.15Sölumenn þessara hluta, sem hafa ábatast á borginni, munu standa álengdar, grátandi og harmandi af ótta fyrir hennar kvöl,16og segja: vei, vei! þú hin mikla borg, sem íklæddist líni og purpura og skarlati og varst prýdd gulli og gimsteinum og perlum; því í einu vetfangi eyddist allur þessi auður.17Allir stýrimenn, siglingamenn og hásetar, og þeir, sem í förum eru, stóðu álengdar,18og kölluðu, þá þeir sáu reykinn af hennar brennu og sögðu: hvar sást maki til þessarar miklu borgar?19Þeir jusu mold yfir höfuð sér, kölluðu upp grátandi og harmandi, og sögðu: vei, vei! þú hin mikla borg, á hvörrar yfirlæti allir þeir græddu, sem skip höfðu á sjónum; hún er á einni stundu eyðilögð.20Fagna yfir henni, þú himin og þér heilögu, postular og spámenn! því Guð hefir hefnt yðar á henni.21Einn sterkur engill tók þá upp stein, eins og mikinn kvarnarstein, og kastaði í sjóinn, segjandi: svo voveiflega skal hin mikla borg kollvarpast, svo að engar menjar skulu eftir verða.22Hörpusláttur, sönglist, pípu hljómur og lúðra gangur skal ekki framar heyrast í þér; engir íþróttamenn skulu framar finnast í þér, enginn kvarnaþytur skal framar heyrast í þér.23h) Ljósabirta skal ekki framar sjást í þér, engin i) raust brúðguma og brúður skal framar heyrast í þér; því þínir k) kaupmenn voru höfðingjar jarðarinnar, og allar þjóðir leiddust afvega af þínum töfradrykk.24Í henni fannst blóð spámanna og heilagra, og allra þeirra, sem á jörðu hafa drepnir verið.
Opinberunarbók Jóhannesar 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 18. kafli
Fall borgarinnar Babýlonar.
V. 2. f. Kap. 10,3. g. Esa. 21,9. Jer. 51,8.37. Opinb. b. 14,8. h. Esa. 13,21. V. 3. Jer. 5,7. Opinb. b. 14,8. 17,2. V. 4. 2 Kor. 6,17. V. 5. a. 1 Mós. b. 8,20. Jer. 51,9. b. Kap. 16,19. V. 6. Sálm. 137,8. Esa. 33,1. Jer. 50,15.29. Opinb. b. 14,10. V. 8. c. Esa. 47,9. Jer. 50,31. d. Kap. 17,16. e. Jer. 50,34. 2 Tess. 2,8. V. 9. Esek. 26,16.17. 27,30. Opinb. b. 17,2. V. 10. f. Kap. 14,8. g. Esa. 21,9. Jer. 51,8. V. 11. v. 15. Esek. 27,36. V. 12. Esek. 27,12.13.22. V. 16. Kap. 17,4. Jer. 50,23. V. 20. Esa. 44,23. 49,13. Jer. 51,48. Opb. b. 19,2. V. 21. Kap. 5,2. V. 22. Jer. 7,34. 16,9. 25,10. Esa. 26,13. V. 23. h. Jer. 25,10. i. Jer. 7,34. 16,9. k. Esek. 25,8. V. 24. Kap. 17,6. Matt. 23,37.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.