1Eg heyrði mikla raust frá musterinu, sem talaði til þeirra sjö engla: farið og hellið úr þeim sjö skálum Guðs reiði yfir jörðina.2Þá fór sá fyrsti og hellti úr sinni skál yfir jörðina. Þá komu ljót og ill sár á þá menn, sem höfðu mark dýrsins og tilbáðu þess líkneskju.3Sá annar engill hellti úr sinni skál í sjóinn, og varð hann að blóði, eins og dauðablóði, svo að hvör lifandi skepna dó í sjónum.4Sá þriðji engill hellti úr sinni skál í fljótin og uppsprettur vatnanna, og urðu þau að blóði.5Eg heyrði engil vatnanna segja: a) réttvís ertú b), sem ert og varst, þú hinn heilagi! að þú hefir dæmt þannig;6af því þeir hafa úthellt blóði heilagra og spámannanna, hefir þú gefið þeim blóð að drekka; þeir eru þess maklegir.7Þá heyrði eg talað frá altarinu: já, Drottinn Guð alvaldi! sannir og réttvísir eru þínir dómar.8Sá fjórði hellti úr sinni skál í sólina, honum var gefið vald til að brenna mennina í eldi.9Mennirnir stiknuðu þá af miklum hita og c) löstuðu Guð, sem hafði vald yfir þessum plágum, og d) ekki betruðu þeir sig, svo þeir gæfi honum dýrðina.10Sá fimmti hellti úr sinni skál á hásæti dýrsins; þá formyrkvaðist þess ríki, og menn bitu í tungur sínar af ofraun,11og hallmæltu himinsins Guði fyrir sín harmkvæli og sár, en létu þó ekki af athæfi sínu.12Sá sjötti hellti úr sinni skál í fljótið mikla Evfrat; vatnið í því þornaði þá upp, svo að vegur greiddist fyrir konungana úr sólaruppkomustað.13Síðan sá eg þrjá óhreina anda, eins og pöddur, fara e) út af munni drekans og af munni f) dýrsins og af munni falsspámannsins.14Þetta eru g) djöfla andar, sem gjöra teikn, hvörjir eð fara til allra konunga í veröldinni, til að safna þeim saman til h) stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda.15Sjá! eg kem eins og þjófur; sæll er sá, sem vakir og geymir sín klæði, svo hann gangi ekki nakinn um kring og aðrir sjái hans blygðun.16Andarnir söfnuðu þeim saman á þeim stað, sem á Hebresku kallast H a r m a g e d ó n.17Sá sjöundi hellti úr sinni skál út í loftið; þá gekk raust mikil út af musteri himinsins frá hásætinu, sem sagði: það er skeð;18þá urðu i) eldingar og brestir og þrumur, og k) hræring svo mikil, að aldrei hefir orðið önnur slík, frá því menn urðu til á jörðunni, eins og sú hræring varð.19Þá skiptist borgin mikla í þrjá hluti, og borgir heiðingjanna hrundu. Þannig minntist Guð þeirrar miklu Babýlonar, að hann lét hana bergja á víni sinnar heiftarreiði.20Allar eyjar hvurfu, og fjöllin urðu að engu;21þá féll vættarþungt hagl af himni yfir mennina; en mennirnir hallmæltu Guði fyrir haglpláguna, því að sú plága var ákaflega mikil.
Opinberunarbók Jóhannesar 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 16. kafli
Þeir sjö englar hella úr þeim sjö skálum.
V. 1. Kap. 15,7. V. 2. Kap. 13,16.17. V. 5. a. 2 Mós. b. 9,27. b. Kap. 1,4.8. V. 6. Matt. 23,34.35. V. 7. Kap. 15,3. V. 9. c. K. 13,6. d. K. 9,20.21. V. 11. Kap. 9,21. V. 13. e. Kap. 12,9.17. f. Kap. 11,7. 13,11. 19,19.20. V. 14. g. Matt. 24,24. Tess. 2,9. Opinb. b. 13,13. h. Kap. 17,14. 20,9. V. 15. Matt. 24,42. fl. Lúk. 12,39. 1 Tess. 5,23. 2 Pét. 3,10. Opinb. b. 3,3. V. 18. i. Kap. 4,5. 8,5. k. Kap. 6,12. 11,13.19. V. 20. Kap. 6,14. V. 21. 2 Mós. b. 9,23. fl. Jós. 10,11. Opinb. b. 11,9.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.