1Síðan g) sá eg annað mikið og dásamlegt teikn á himni, h) sjö engla, sem höfðu þær sjö seinustu plágur, með hvörjum Guðs reiði átti að enda.2Eg sá eins og i) glersjó eldi blandinn, og þá k), sem sigrað höfðu dýrið og þess líkneskju og tölu nafns þess, standa við glersjóinn l), með hörpur Guðs í höndum sér.3Þeir syngja söng m) Mósis þjónustumanns, og söng lambsins, segjandi: n) mikil og dásamleg eru þín verk, Drottinn Guð alvaldi o), réttvísir og sannir eru þínir vegir, þjóðanna konungur!4Hvör skyldi p) ekki óttast þig, Drottinn, og vegsama þitt nafn? því þú einn ert heilagur; q) allar þjóðir munu koma og falla fram fyrir þér; þínar réttvísu ráðstafanir eru opinberar orðnar.5Eftir þetta sá eg að opnaðist musteri vitnisburðartjaldbúðarinnar á himni.6Þá gengu út úr musterinu, þeir sjö englar, sem höfðu þær sjö plágur, þeir voru skrýddir hreinu skínanda líni og girtir um brjóstin með gulllegum beltum.7Eitt af þeim fjórum dýrum fékk þeim sjö englum sjö gulllegar skálar, fullar af reiði Guðs, þess er lifir um aldir alda.8Þá fylltist musterið reykjar af dýrð og almætti Guðs, og enginn mátti innganga í musterið, þar til afliðnar voru þær sjö plágur þeirra sjö engla.
Opinberunarbók Jóhannesar 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 15. kafli
Þær sjö seinustu plágur; söngur sigurvegaranna. Þær sjö reiðiskálir.
V. 1. g. Kap. 12,13. h. Kap. 21,9. V. 2. i. Kap. 4,6. k. Kap. 12,11. l. Kap. 5,8. 14,2. V. 3. m. 2 Mós. b. 15,1. 5 Mós. b. 32,1.44. n. Sálm. 111,2. 139,14. o. Sálm. 145,17. Opinb. b. 16,7. V. 4. p. Jer. 10,6.7. q. Sálm. 86,9. Esa. 66,23. V. 5. 4 Mós. b. 1,50. Opinb. b. 11,19. V. 6. Kap. 1,13. V. 7. Kap. 4,6.9. V. 8. 2 Mós. b. 40,34. 1 Kóng. b. 8,10. Esa. 6,4.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.