Áminnir hjónin til kristilegrar breytni hvört við annað, og alla til dyggðugs lífernis yfirhöfuð.

1Þér konur, verið sömuleiðis yðrum ektamönnum undirgefnar, svo, þó að nokkrir séu þeir, sem ekki vilja lærdóminum hlýðnast, að þeir, án orðsins (kenningar) a), af kvennanna dagfari kunni að vinnast,2þegar þeir sjá yðar skírlífu hegðan í ótta (Drottins).3Hvörra skart ekki sé (fólgið) í því útvortis: í hárfléttum, gullskarti og dýrmætum búnaði,4heldur í hjartans innvortis ásigkomulagi, í óforgengilegu (skarti) hógværs og kyrrláts hugarfars sem dýrmætt er fyrir Guðs augliti.5Þannig prýddu sig forðum hinar heilögu konur, er settu sína von til Guðs, og voru sínum eiginmönnum undirgefnar.6Þannig hlýddi Sara Abraham og kallaði hann herra, hvörrar (sönnu) dætur þér verðið, þegar þér hegðið yður vel og enga skelfingu hræðist.7Sömuleiðis þér ektamenn, búið með skynsemi saman við konurnar, svo sem veikari skepnur, auðsýnið þeim virðingu, sem þeim, sem eru yðar samarfar í lífsins náðargjöf, svo yðar bænagjörðir ekki hindrist.8Í einu orði, verið samhuga, meðaumkunarsamir, bróðurlega sinnaðir, miskunnsamir, ljúflyndir,9gjaldið ekki illt með illu, smánaryrði með smánarorðum, heldur þvert á mót blessið, svo sem þeir er vitið, að þér eruð til þess kallaðir, að þér skulið blessunina öðlast.10Sá sem sína farsæld hefur kæra og sjá vill góða daga, hann haldi tungu sinni frá vondu og sínum vörum frá prettvísi,11sneyði sig hjá illu og gjöri gott, stundi friðsemi og leggi kapp þar á;12því augu Drottins líta til hinna réttlátu og hans eyru hneigjast til þeirra bæna, en auglit Drottins er gegn þeim sem vont aðhafast.13Og hvör mun yður geta grandað, ef þér leitið þess sem gott er?14En þó þér illt líðið fyrir réttlætisins sakir, eruð þér samt sælir. Hræðist ekki þeirra ógnanir og skelfist eigi fyrir þeim,15heldur dýrkið Drottin Guð í yðar hjörtum, en verið (samt) ætíð reiðubúnir með hógværð og virðingu til forsvars fyrir hvörjum (manni), er krefur af yður reikningsskapar fyrir þá von a), sem í yður er,16eins og þeir, sem hafa góða samvisku, svo að þeir sem rógbera yður sem illgjörðamenn verði til smánar fyrir það, að þeir hallmæla yðar góðu kristilegu breytni;17því það er betra, ef Guð vill svo vera láta, að þér líðið illt fyrir góðverk, heldur en fyrir vond verk.18Kristur leið og svo einu sinni fyrir syndirnar, sá réttláti fyrir hina ranglátu, til þess hann leiddi oss til Guðs; að líkamanum til var hann deyddur, en lifandi gjörður eftir andanum,19í hvörjum hann einnig er burt genginn og hefur kennt þeim í varðhaldi (verandi) öndum,20sem þverskölluðust þegar Guðs langlundargeð á dögum Nóa beið eftir þeirra betrun, meðan örkin var í smíðum, í hvörju fáar, það er: átta sálir frelsuðust í vatninu,21og nú gjörir skírnin—hvör ekki er burttekt líkamans saurugleika, heldur sáttmáli góðrar samvisku við Guð—svo sem eftirmynd (ennar fyrri frelsunar) oss hólpna vegna upprisu Jesú Krists,22hvör eð situr við Guðs hægri hönd uppfarinn til himins, hvar englar, maktarvöld og höfðingjar eru honum undirgefnir.

V. 1. Efes. 5,22. Kól. 3,18. a. 1 Kor. 7,16. V. 3. 1 Tím. 2,9. V. 6. 1 Mós. 18,12. V. 7. Efes. 5,25. 1 Kor. 7,3. Kól. 3,19. V. 8. Róm. 12,16. 15,5. 1 Kor. 1,10. V. 9. 3 Mós. 19,18. Orðskv. 20,22. Matt. 5,39. V. 10. Sálm. 34,14. Jak. 1,26. 4,6. V. 11. Esaías. 1,16.17. V. 12. Sálm. 33,18. 34,17. V. 13. Sír. 7,1. V. 14. Matt. 5,10. 10,28. Es. 8,12.13. V. 15. Sálm. 119,46. a. nl. von eilífrar farsældar. V. 16 og 17. 2,12.15.19.20. V. 18. 2,21. Hebr. 9,28. Róm. 5,6. V. 20. 1 Mós. b. 6,3.13. 2 Pét. 3,5. V. 21. Mark. 16,16. Efes. 5,24.25. Tít. 3,5. sbr. 1 Pét. 1,22.23. V. 22. Róm. 8,34. Efes. 1,20. ff.