1En trúin er örugg eftirvænting þeirra hluta, sem maður vonar og sannfæring um það, sem hann ekki sér.2Hennar vegna verður þeim fyrri mönnum hrósað.3Fyrir trúna fullvissumst vér um að heimurinn sé skapaður fyrir Guðs orð, á þann hátt, að það sýnilega sé til orðið af því ósýnilega.4Vegna Abels trúar, mat Guð fórn þá, er hann færði honum fram yfir Kains, hennar vegna fékk hann vitnisburð að hann væri réttlátur, því Guð lýsti velþóknun sinni yfir offri hans; hún gjörir það, og að hann enn nú talar af a) gröf sinni.5Vegna trúar sinnar var Enok burtnuminn, að hann ekki skyldi dauðann sjá og hann fannst ekki framar, því áður en hans burtnumning skeði, fékk hann þann vitnisburð, að hann væri Guði þóknanlegur.6Án trúar er ómögulegt Guði að þóknast, því sá, sem vill koma til Guðs, verður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.7Trúin gjörði það að verkum, að þá Nói var af Guði aðvaraður um það, sem enn þá ekki sást, óttaðist hann Guð og smíðaði örkina til frelsis sínu húsi; með trúnni b) fordæmdi hann heiminn og varð hluttakandi þeirrar réttlætingar, sem fæst fyrir trúna.8Fyrir trú sína hlýðnaðist Abraham, þá honum var boðið að fara til þess staðar, er verða átti hans óðal og hann fór, þó hann vissi ekki hvört hann fara skyldi.9Fyrir trúna bjó hann í því fyrirheitna landi, eins og á annarlegri lóð og hélt til í tjaldbúðum, ásamt þeim Ísak og Jakob, sem hluttakarar voru hins sama fyrirheitis.10Því hann vænti þeirrar borgar, er fastan grundvöll hefði, hvörrar smiður og byggingarmeistari sjálfur Guð er.11Fyrir trúna öðlaðist sjálf Sara kraft til barnsgetnaðar þótt hún væri úr barneign, því hún hélt þann trúfastan, sem fyrirheitið hafði gefið.12Þess vegna kviknaði og af einum manni og það ellihrumum slík niðjamergð, sem stjörnur eru á himni eða sandkorn við sjávarströnd, sem ekki verður tölu á komið.13Í trúnni dóu allir þessir, hafandi ekki fengið uppfyllingu fyrirheitanna, heldur séð þau álengdar og breitt mót þeim faðminn, játandi að þeir væru útlendingar og gestkomandi á jörðu þessari.14En þeir, sem slíkt mæla, sýna þar með, að þeir séu að leita síns rétta föðurlands.15Því hefðu þeir meint til þess föðurlands, hvaðan þeir komu, þá hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur.16En nú þráðu þeir annað betra, það er þess himneska föðurlands, fyrir því blygðast Guð ekki þeirra vegna að kallast þeirra Guð, því hann hafði tilreitt þeim borg.17Vegna trúar fórnfærði Abraham syni sínum Ísak, þá Guð freistaði hans og sá fórnfærði sínum einkasyni,18er fengið hafði fyrirheitin og til hvörs það hafði sagt verið: af Ísak skal kynþáttur þinn æxlast,19því hann skynjaði það með sér, að Guð megnaði að reisa upp frá dauðum og þess vegna heimti hann hann aftur mitt úr dauðans hættu.20Vegna trúar um það ókomna lagði Ísak blessun sína yfir Jakob og Esaú.21Vegna trúar blessaði Jakob á deyjanda degi yfir báða syni Jóseps, hallandi sér fram á húninn á stafi sínum.22Vegna trúar talaði Jósep á sinni dauðastundu um útgöngu Ísraels barna af Egyptalandi og gjörði ráðstöfun fyrir beinum sínum.23Vegna trúar földu foreldrar Mósis hann í þrjá mánuði eftir hans fæðingu, af því þau sáu að sveinninn var fagur og létu ekki skelfast af skipun konungsins.24Vegna trúar hafnaði Móses, þá hann var orðinn fulltíða maður, sæmd þeirri að kallast faraós dótturson,25svo hann kaus heldur að líða illt með Guðs fólki, enn að njóta skammvinnrar ánægju syndsamlegs munaðar.26Og áleit það meiri ávinning að líða vanvirðu Krists, enn alla Egyptalands fjársjóðu.27Vegna trúar yfirgaf hann Egyptaland og óttaðist ekki konungsins reiði og tjáði sig stöðugan, eins og hann sæi þann ósýnilega.28Vegna trúar hélt hann páska og rjóðraði blóði páskalambsins á sín dyragætti, að sá, sem frumburðina deyddi, ekki skyldi snerta Gyðinga.29Vegna trúar gengu Ísraelítarnir yfir hið rauða haf, sem annað þurrlendi, en þá Egypskir freistuðu hins sama, drukknuðu þeir.30Vegna trúar hrundu Hjeríkós múrar, þá búið var að ganga í kringum þá í 7 daga.31Vegna trúar fyrirfórst ekki skækjan Rahab ásamt þeim vantrúuðu, af því hún tók friðsamlega móti njósnarmönnunum.32Hvað skal eg framar hér um ræða? mig mundi skorta tíma ef eg færi að segja frá Gedeon, Baruk og Samsyni og Jefat, Davíð, og Samúeli og spámönnunum,33(er vegna trúar sinnar yfirunnu konungaríkin, frömdu réttvísina, öðluðust fyrirheitin, byrgðu kjaft ljónanna),34slökktu eldsins afl, umflúðu sverðseggjar, urðu styrkvir eftir veikindi, öflugir í stríði, komu her óvinanna á flótta,35kvinnurnar fengu aftur sína framliðnu. Aðrir voru útþandir til pyntinga og þáðu þó ekki lausn, að þeir öðluðust aðra betri upprisu.36Aðrir máttu sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi;37(voru grýttir, sagaðir, freistaðir, líflátnir með sverði og þeir, hvörra heimurinn var ekki verður, fóru um kring í sauða- og geitaskinnum við skort, þrengingar og misþyrmingar)38ráfuðu um fjöll og óbyggðir í hellirum og gjótum.39En þótt allir þessir hefðu fengið vitnisburð um trú sína, öðluðust þeir þó ekki fyrirheitin;40því Guð hafði séð betur fyrir vorum hlut, að þeir ekki án vor algjörðir yrðu.
Hebreabréfið 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:07+00:00
Hebreabréfið 11. kafli
Trúarinnar ágæti.
V. 1. Róm. 8,38. 1 Kor. 2,9. V. 3. 1 Mós. b. 1,1–3. 2 Pét. 3,5. Róm. 4,17. 2 Kor. 4,6. V. 4. a. 1 Mós. b. 4,5. Þ. e. til vor. Matt. 23,35. V. 5. 1 Mós. b. 5,24. Sír. 44,18. V. 7. 1 Mós. b. 6,8.14. Róm. 3,24. b. Þ. e. gjörði sínum óráðvöndu samtíðamönnum kinnroða og sannaði þá seka að vera. V. 8. 1 Mós. b. 12,14. V. 9. 1 Mós. b. 14,13. 17,8. V. 10. Kap. 12,22. 13,14. 2 Kor. 5,1. Hebr. 3,4. V. 11. 1 Mós. b. 17,19. 21,2. Róm. 4,19. Hebr. 10,23. V. 12. Róm. 4,19. 1 Mós. b. 15,5. 22,17. V. 13. 1 Mós. 23,4. 1 Kron. 29,15. Sálm. 39,13. V. 16. Kap. 2,11. 2 Mós. b. 3,6. V. 17. 1 Mós. b. 22,1. fl. V. 18. 1 Mós. b. 21,12. Róm. 9,7. V. 19. 1 Mós. b. 22,12. V. 20. 1 Mós. b. 27,28.29. V. 21. 1 Mós. b. 48,15. Kap. 47,31. V. 22. 1 Mós. b. 50,24. V. 23. 2 Mós. 2,2. Post. g. b. 7,20.21. Kap. 5,29. V. 24. 2 Mós. b. 2,11.12. V. 25. Sálm. 84,11. V. 26. Þ. e. líka vanvirðu og Kristur leið. V. 27. 2 Mós. b. 2,15. 12,41. Jóh. 20,29. V. 28. 2 Mós. b. 12,18. V. 29. 2 Mós. b. 14,22. V. 30. Þ. e. Jósúa. Jós. 6,20. V. 31. Jós. 2,19. 6,20. V. 32. Dóm. b. 6,11. 4,6. 13,24. 11,6.9. 1 Sam. b. 13,14. 17,45. Kap. 1,20. V. 33. 2 Sam. b. 8,1. 10,19. 7,12. Hebr. 10,36. Dan. 6,23. V. 34. Dan. 3,25. 1 Sam. b. 19,12. 20,1. 2 Kóng. b. 20,7. Job. 42,10. Sálm. 6,9. Dóm. b. 7,11.20. 1 Sam. 14,6.16. Dóm. b. 15,15. V. 35. 1 Kóng. b. 17,23. 2 Kóng. b. 4,36. 2 Makkab. b. 6,19.28. 7,1. fl. V. 36. Jer. 20,2. V. 37. 1 Kóng. b. 21,13. 2 Kóng. b. 1,8. 1 Kor. 4,11. V. 39. v. 2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.