1Að vísu hafði sá fyrri sáttmáli reglugjörðir fyrir guðsþjónustunni og jarðneskan helgidóm.2Því í fremra hluta tjaldbúðarinnar, er kallaðist það heilaga, var kertahjálmurinn og borðið og skoðunarbrauðin3og bak við það innra fortjald, var hinn annar hluti, er kallaðist það allra helgasta,4í hvörjum var það gulllega reykelsisker og sáttmálsörkin, er alla vega var gulli búin, í henni var gullfatan með manna í og sá blómgaði Arons vöndur og lögmálsspjöldin.5Uppyfir sáttmáls örkinni voru þeir dýrðlegu kerúbim, sem yfirskyggðu lokið á sáttmálsörkinni, frá hvörju hér ekki gjörist þörf að skíra sér í lagi.6Sem nú þetta var þannig tilreitt, gengu prestarnir, er framkvæmdu guðsþjónustuna daglega inn í frammusterið.7En í innra hluta musterisins, gekk einungis sá ypparsti prestur eitt sinn á ári hvörju, ekki án blóðs, er hann offra skyldi fyrir sínar og fólksins syndir,8með hvörju hinn helgi Andi vildi sýna, að vegurinn til þess allra helgasta stæði enn þá ekki opinn, svo lengi sú fyrri tjaldbúð enn þá stóð við lýði,9hvör einungis vera skyldi sem fyrirmynd allt til vorra tíma, þá gáfur og fórnir framberast, sem þó ekki megna, hvað samviskuna snertir, að gjöra þann fullkominn, sem að guðsþjónustunni vinnur,10hvörs guðsdýrkan einungis er í því fólgin að halda sér frá vissri fæðu og drykk,og í ýmislegum þvottum, hvörjar tilskipanir líkamann áhrærandi einungis voru lögboðnar, þangað til ný endurbót yrði þar á gjörð.11En þá Kristur kom, sem ypparsti prestur, er oss skyldi afreka þau tilkomandi gæði, gekk hann í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð, sem ekki er með höndum gjörð, það er: ekki byggð upp á jarðneska vísu,12hafandi hvörki hafra- né uxablóð, heldur gekk hann eitt sinn með sitt eigið blóð inn í það allra helgasta og afrekaði oss eilífa endurlausn.13Hafi uxa- og hafrablóð og aska brenndrar kvígu, sem stökkt var á þá, er óhreinir höfðu gjörst, hreinsað þá, er útvortis voru óhreinir,14hvörsu miklu framar mun þá blóðið Krists, er í krafti þess eilífa Anda fórnfærði sjálfan sig Guði óflekkaðan, hreinsa vora samvisku af saurugum verkum, svo að vér þjónum þeim lifanda Guði.15Og þess vegna er hann meðalgangari nýs testamentis, að þá hann væri dáinn til forlíkunar fyrir þau afbrot, sem skeðu undir þeim fyrra sáttmála, allir þeir, sem kallaðir voru, fá kynnu þá eilífu arfleifð, sem þeim var heitin.16Því hvar eitt testament á að geta fengið sinn fulla kraft, þar hlýtur þess dauði að vera hljóðbær, er það gjörði.17Því eitt testament fær fyrst kraft við eins dauða, en gildir enganveginn meðan sá lifir, er það gjörði.18Þess vegna var ekki heldur hinn fyrri sáttmáli saminn án blóðs.19Því þá Móses hafði lesið upp öll boðorð lögmálsins fyrir fólkinu, tók hann uxa- og hafrablóð ásamt vatni og skarlatsrauðri ullu og ísópi og stökkti á sjálfa lögbókina og allt fólkið, svo mælandi:20Þetta er blóð þess sáttmála, sem Guð hefir samið við yður.21Sömuleiðis stökkti hann blóði á samkundutjaldbúðina og öll áhöld guðsþjónustugjörðarinnar.22Og eftir Mósislögum, hlýtur nærfellt allt að hreinsast með blóði og án blóðsúthellingar skeður enginn fyrirgefning.23Hér af flýtur það, að fyrst fyrirmynd þess himneska verður að hreinsast með slíkum hlutum, þá hlýtur það himneska sjálft að hreinsast með þeirri fórn, er langt yfirgangi þær jarðnesku.24Því Kristur er ekki inngenginn í þann helgidóm, er með höndum sé gjörður og sem einungis sé eftirmynd þess sannkallaða helgidóms, heldur er hann inngenginn í sjálfan himininn, til þess nú að birtast fyrir Guðs augliti vor vegna.25Ekki gekk hann heldur þar inn til þess að fórnfæra sér oftar en einu sinni, eins og sá ypparsti prestur gengur einu sinni á hvörju ári inn í það allra helgasta með annarlegu blóði.26(Því annars hefði hann oftlega mátt pínslir líða frá því heimurinn var skapaður) heldur birtist hann þar nú í eitt einasta skipti undir endalok veraldar, þá hann fórnfærði sjálfum sér til syndaafplánunar.27Og eins og mönnum er fyrirsett eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn,28þannig er og Kristur eitt sinn fórnfærður, til þess að burttaka margra syndir, en í annað sinn mun hann birtast, án þess að vera syndafórn öllum, sem hans vænta til frelsunar.
Hebreabréfið 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:07+00:00
Hebreabréfið 9. kafli
Fórnfæringar Gamla Testamentisins voru ónógar. En sú fórn, sem Kristur frambar, fullnóg.
V. 2. 2 Mós. b. 26,1. fl. Kap. 25,31. V. 3. 2 Mós. b. 26,33. V. 4. 2 Mós. b. 25,10. 16,33. 4 Mós. b. 17,8. 2 Mós. b. 25,21. 34,29. 1 Kóng. b. 8,9. V. 5. 2 Mós. 25,18. V. 6. 4 Mós. b. 18,3. fl. V. 7. 3 Mós. b. 16,2. fl. Hebr. 5,3. V. 8. Esa. 35,8. Jóh. 14,6. Hebr. 10,19.20. V. 10. 1 Mós. b. 11,2. fl. 4 Mós. b. 19,7. fl. V. 11. Kap. 3,1. 4,14. V. 12. 3 Mós. b. 16,3. Post. g. b. 20. 20,28. Kap. 10,12. V. 13. 3 Mós. b. 16,14. 4 Mós. b. 19,9. fl. V. 14. 1 Pét. 1,10. Opinb. b. 1,5. Gal. 1,4. 2,20. Tít. 2,14. 1 Tess. 1,9. Hebr. 6,1. Lúk. 1,74. Róm. 6,13. V. 15. Kap. 12,24. 1 Tím.2,5. Róm. 5,6. Kap. 6,23. V. 17. Gal. 3,15. V. 19. 2 Mós. b. 24,5.6. V. 20. 2 Mós. b. 24,8. Matt. 26,28. V. 21. 2 Mós. b. 29,21. 3 Mós.b. 8,15.19. V. 22. 3 Mós. b. 17,11. Efes. 7,7. V. 24. Róm. 8,34. 1 Jóh. 2,1. V. 25. 2 Mós. b. 30,10. 3 Mós. b. 16,2. fl. V. 26. v. 12,28. Gal. 4,4. V. 28. Róm. 5,6.8.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.