1Tökum oss því vara fyrir að enginn á meðal vor sýnist að draga sig aftur úr, fyrst það fyrirheit að vér megum innganga til hans hvíldarstaðar,2Því og svo oss, er fyrirheitið gefið eins og þeim, en þetta fyrirheit kom þeim til engra nota, hvörjum það var boðað, vegna þess það fyrirhitti enga trú hjá þess heyrendum, hvörri það gæti samþýðst.3En vér, sem trúum, munum innganga til hans hvíldar eftir hans eigin orðum: Eg sór í reiði minni: þeir skulu ekki innganga í mína hvíld, jafnvel þó verkin væru fullgjörð við grundvöllun heimsins.4Því einhvörs staðar er svo að orði kveðið um hinn 7da dag: og Guð hvíldist á hinum sjöunda degi af öllum sínum verkum.5Og aftur stendur á þessum stað: þeir skulu ekki innganga til minnar hvíldar.6Þar eð nú nokkrir eiga enn þá eftir að innganga til hvíldar þessarar og þeir, sem hún í fyrstu var heitin, náðu ekki inn að ganga fyrir vantrúar sakir,7þá hefir hann að nýju ákveðið vissan dag, þar hann svo löngum tíma seinna segir fyrir Davíðs munn: í dag—því svo er að orði kveðið—í dag ef þér heyrið hans rödd, þá forherðið ekki hjörtu yðar.8Ef Jósúa hefði leitt þá til hvíldar, þá hefði (Davíð) ekki talað um annan dag eftir þann tíma.9Þess vegna hlýtur hvíldin enn þá að vera Guðs fólki eftirskilin.10Og sá, sem inngengur í hans hvíld, mun hvílast af sínum verkum, líka sem það Guð hvíldist af sínum.11Kostum því kapps að ná inngöngu í hvíld þessa, að enginn steypi sjálfum sér, sökum viðlíkrar vantrúar.12Því Guðs orð er lifandi og kröftugt og beittara hvörju tvíeggjuðu sverði og þrengir sér milli sálar og anda, liðamóta og mergjar og dæmir þanka og hjartans hugrenningar.13Og engin skepna getur falist fyrir þeim, um hvörn vér hér tölum, allt er opið og öndvert fyrir hans augum.
14Þar vér höfum þann mikla höfuðprest Jesúm Guðs Son, sem inn er genginn í himininn, þá látum oss halda fast við játningu vora.15Því vér höfum ekki þann ypparsta prest, er ekki kunni að sampínast vorum veikleika, heldur þann, sem freistaður er á allan hátt eins og vér, þó án syndar.16Látum oss því með djörfung nálgast náðarstólinn, að vér öðlumst miskunn og finnum náð til hjálpar oss nær oss áliggur.
Hebreabréfið 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:02+00:00
Hebreabréfið 4. kafli
Framhald. Kristur er vor ypparsti prestur.
V. 3. Sálm. 95,11. það er: hvörjum hvíldin á eftir fylgdi. V. 4. 1 Mós. b. 2,2. V. 5. 4 Mós. b. 14,29. 5 Mós. b. 1,34.35. V. 7. Kap. 3,7. V. 8. 5 Mós. 31,7. V. 10. Opinb. b. 14,13. V. 12. Préd. b. 12,11. Esa. 40,2. Jer. 23,29. 1 Kor. 14,24. Opinb. b. 1,16. V. 13. Sír. 15,19. 23,29. Sálm. 34,16.17. 133,13–15. V. 14. Kap. 3,1. 6,20. 7,26. 8,1. fl. V. 15. Kap. 2,17. Matt. 4,1. Lúk. 22,28. Esa. 53,9. 2 Kor. 5,21. 1 Pét. 2,22. V. 16. Kap. 10,22. 1 Jóh. 3,21. Róm. 3,25.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.