Postulinn segir fyrirhættulegar tíðir. Hrósar Tímóteusi. Áminnir um að taka sér vara fyrir svikurum en halda sér stöðuglega við Guðs orð.

1Því það skaltú vita að á síðustu dögum munu verða hættulegar tíðir.2Því þá munu menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, þóttafullir, lastmálir, foreldrum óhlýðugir, óþakklátir, vanhelgir,3kærleikslausir, óhaldinorðir, bakmálugir, bindindislausir, grimmir, hatandi dyggðir,4svikarar, framhleypnir, hrokafullir, elskandi meira munaðarlífið en Guð,5hafandi á sér yfirbragð guðhræðslunnar en afneita hennar krafti. Forðastú þvílíka.6Á meðal þessara eru þeir sem smeygja sér inn í hús og véla kvensniftir sem er syndum hlaðnar og leiðast af margháttuðum girndum,7eru alltaf að læra en komast aldrei til þekkingar á sannleikanum.8Eins og þeir Jannes og Jambres stóðu á móti Mósi þannig standa þessir á móti sannleikanum, eru menn hugspilltir og rækir hvað trúna snertir.9En þeim mun ekki mikið verða ágengt, því fíflska þeirra mun verða hverjum manni augljós, eins og hinna varð.
10En þú hefir breytt eftir mér í lærdómi, hegðun, ásetningi, trú, langlundargeði kærleika, þolgæði,11í ofsóknum og þjáningum, slíkum sem eg varð að sæta í Antíokíu, Íkóníu, Lýstra, hvörjar ofsóknir eg stóðst og Drottinn frelsaði mig úr þeim öllum.12Enda munu allir verða ofsóttir, þeir er lifa vilja guðrækilega eftir Jesú Krists reglu.13En vondir menn og svikarar munu vaxa í vonskunni, villa aðra og villast sjálfir.14En þú, halt stöðuglega við það sem þú hefir numið og ert sannfærður um, þar eð þú veist af hvörjum þú hefir numið það15og þar eð þér er frá barnæsku kunnug Heilög Ritning, sem getur uppfrætt þig til sáluhjálpar (sem fæst) með trúnni á Jesú Kristi.16Öll Ritning er af Guði innblásin og nytsöm til lærdóms, til sannfæringar gegn mótmælum, til leiðréttingar, til menntunar í ráðvendni,17svo Guðs maður sé algjör og til alls góðs verks hæfilegur.

V. 1. sbr. 2 Tess. 2,3–12. V. 4. af þeirra speki. V. 5. Matt. 7,5. fl. 15,7.8. Tít. 1,16. V. 6. Tít. 1,11. V. 8. 2 Mós.b. 7,11. 1 Tím. 6,5. Tít. 1,16. V. 11. Post.g.b. 13,50. 14,1.5.6.19. V. 12. Matt. 16,24. Jóh. 17,14. Post.g.b. 14,22. 1 Tess. 3,3.