1Páll postuli Jesú Krists, settur að Guðs vilja til að boða lífið fyrir Jesúm Krist,2óskar sínum elskulega syni Tímóteusi náðar, miskunnar og friðar af Guði Föður og Drottni vorum Jesú Kristi.
3Eg þakka Guði mínum, hvörjum eg þjóna með hreinni samvisku, að sið forfeðra minna, í því eg án afláts minnist þín í mínum bænum nótt og dag.4Þegar mér renna í hug tár þín langar mig til að sjá þig svo að mín gleði verði fullkomin.5Eg man til þinnar falslausu trúar er fyrst bjó í ömmu þinni Lóis og móður þinni Evníku, en eg er fullviss um að hún líka býr í þér.6Þess vegna minni eg þig á að glæða hjá þér gáfu Guðs sem þér er veitt með minni handauppáleggingu.7Því ekki hefir Guð gefið oss hugleysisanda heldur máttar, kærleiks og hygginda.8Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburð Drottins vors né fyrir mig, hans bandingja, heldur vert samþolugur náðarlærdóminum, styrktur krafti Guðs9sem oss hefir frelsað og kallað með heilagri köllun, ekki fyrir vorra verka sakir heldur eftir sinni ráðstöfun og náð sem hann hafði frá eilífð fyrirhugað oss fyrir Jesúm Krist10en sem nú er augljós orðin við komu vors frelsara Jesú Krists sem hefir afmáð dauðann en leitt í ljós lífið og ódauðleikann með sínum náðarlærdómi,11hvörs prédikari, postuli og kennari eg er meðal heiðinna þjóða.12Fyrir þá skuld líð eg þetta. En mér þykir það eigi vanvirða, því eg veit á hvörn eg treysti og er þess fullviss að hann er megnugur að varðveita það sem mér er á hendur falið til ins ákveðna dags.
13Hafðú stöðuglega þér fyrir augum fyrirmynd þeirra heilsusömu lærdóma sem þú af mér hefir numið með trú og elsku sem er í Jesú Kristi.14Varðveittu það hið góða sem þér er á hendur falið með aðstoð Heilags Anda sem í oss býr.
15Þú veist að allir úr Asíu hafa yfirgefið mig og þar á meðal þeir Fygelus og Hermogenes.16Drottinn veiti miskunn Ónesífórí húsi, því oft hefir hann endurnært mig og ekki skammast sín fyrir fjötur mína,17þvert á móti leitaði hann kostgæfilega að mér þá hann kom til Róms þar til hann fann mig.18Drottinn láti hann á efsta degi finna miskunn hjá Drottni. Þér er alkunnugt hvörsu hann stundaði mig í Efesus.
Síðara Tímóteusarbréf 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:02+00:00
Síðara Tímóteusarbréf 1. kafli
Góðar óskir. Postulinn hrósar trú Tímóteusar, hvetur til atorku, þolinmæði í þjáningum og fastheldni við hreinan lærdóm. Kvartar yfir nokkrum, hrósar öðrum.
V. 3. Post.g.b. 23,1. Róm. 1,9. Ef. 1,16. V. 5. Post.gb. 16,1. V. 6. sbr. sítatíur við 1 Tím. 4,14. V. 7. Róm. 8,15.16. V. 8. Róm. 1,16. V. 9. 1 Tess. 4,7. Efes. 1,4. 2,8. Róm. 6,23. Tít. 3,5. Róm. 16,25. V. 10. Kól. 1,26. Hebr. 2,14.15. 1 Kor. 15,26. V. 11. Gal. 1,15.16. 2,7.8. Post.gb. 9,15. V. 12. þ. e. það lærdóms- og prédikaraembættið. Kap. 2,9. V. 23. 1 Tím. 1,14. V. 14. sbr. v. 12 og 1 Tím. 6,20. þ. e. þá upplýsingu og það heilaga hugarfar sem Guðs Andi innrætir. 1 Kor. 3,16. V. 18. Matt. 5,7.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.