1Þar fyrir, þegar vér máttum ekki lengur við þreyja, réðum vér það af, að verða einir eftir í Aþenuborg,2og sendum Tímóteum, bróður vorn og Guðs verkamann meður oss í Kristi náðarboðskapi, til þess hann efldi og örvaði yðar trú,3að enginn skuli láta sig trufla af þessum þrengingum; því þér vitið, að þær eru oss ætlaðar.4Eg sagða yður það og fyrir, þá eg var hjá yður, að vér mundum þrengingar líða, hvað líka hefir ræst, eins og yður er kunnugt.5Þar fyrir, þegar eg mátti ekki lengur við þreyja, þá senda eg til að frétta um trú yðar, hvört freistarinn hefði ekki freistað yðar, og vinna vor orðið til einkis.6En nú er Tímóteus aftur kominn frá yður til vor, og ber oss gleðifregn um trú yðar og kærleika, og að þér ávallt minnist vors til góðs, og girnist að sjá oss, eins og vér yður.7Þannig hafið þér, bræður! huggað oss í allri vorri þrengingu og neyð með yðar trúfesti;8því nú lifum vér a), fyrst þér haldið stöðuglega við Drottin.9Hvört þakklæti megnum vér að gjalda Guði fyrir yður, fyrir alla þá gleði, er vér höfum af yður fyrir Guðs augliti?
10Nótt og dag biðjum vér innilega, að oss mætti hlotnast að sjá yður og bæta úr brestum trúar yðar;11en sjálfur Guð og Faðir vor og Drottinn vor Jesús Kristur greiði veg vorn til yðar.12En Drottinn fylli yður og auðgi elsku bæði innbyrðis yðar á milli og til allra, eins og vor elska er til yðar;13upp á það að yðar hjörtu megi staðfestast í heilagleika og þér birtast fyrir Guði vorum Föður óstraffanlegir, þá Drottinn vor Jesús Kristur kemur ásamt öllum hans heilögu.
Fyrra Þessaloníkubréf 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:57+00:00
Fyrra Þessaloníkubréf 3. kafli
Til þess að frétta af Tessaloníkumönnum segist Páll hafa sent Tímóteus, og þakkar Guði fyrir þá gleðifregn, er hann hafi fengið með honum um þeirra stöðuglyndi. Girnist að koma til þeirra.
V. 1. að frétta ekkert af yður. V. 2. Post. g. b. 17,14.15. Fil. 2,19. Róm. 16,21. Kól. 4,8. V. 3. Efes. 3,13. Filipp. 1,14. Post. g. b. 14,22. 2 Tím. 3,12. V. 4. Jóh. 14,25.29. Post. gb. 17,1. 1 Pét. 4,13. V. 5. Kól. 4,8. leitt til að falla frá kristni, eða til ókristilegrar breytni. Matt. 4,3. 1 Kor. 7,5. V. 6. það er: til annarra. Kap. 2,17. V. 8. a. (glöðu lífi). V. 10. Róm. 1,10. 1 Tess. 2,17. V. 12. Kap. 4,9. 1 Pét. 1,22. 4,8. V. 13. 2 Tess. 2,17. Ef. 1,4. Kól. 1,22. Opinb. b. 14,5. 1 Kor. 1,8. Fil. 1,10.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.