1Fyrst þér eruð ásamt með Kristi upprisnir, þá keppist eftir því, sem þar efra er, hvar Kristur situr til hægri handar Guði.2Hafið hugann á því himneska, en ekki á því jarðneska.3Því þér eruð dánir, og líf yðvart er falið með Kristi hjá Guði.4En þegar Kristur, vort líf, opinberast, þá munuð þér og ásamt honum í dýrð opinberast.5Deyðið því yðar jarðnesku limu, frillulífi, saurlifnað, losta, vonda tilteygingu og ágirnd, hvað ekki er betra en skurðgoðadýrkan.6Fyrir slíkt (athæfi) kemur hegning Guðs yfir þá vantrúuðu,7í hvörra tölu þér forðum voruð, meðan þér lifðuð þessum löstum.8En afleggið nú allt þetta: reiði, stórlyndi, vonsku, lastmæli, svívirðilegt tal, framkomi ekki af yðrum munni.9Ljúgið ekki hvör upp á annan, þar þér hafið afklæðst hinum gamla manni og hans háttalagi,10en íklæðist nýjum, sem endurnýjaður er til þekkingar, samkvæmt þess mynd, sem hann hefir skapað.11Hér a) er enginn munur á grískum manni og Gyðingi, á umskornum og óumskornum, útlending og Skyta, þræli eður frjálsum, heldur er Kristur allt og í öllum.12Íklæðist þar fyrir, eins og Guðs útvaldir heilagir og elskanlegir, hjartgróinni meðaumkun, góðvild, lítillæti, hógværð, langlundargeði;13umberið hvör annan og fyrirgefið hvör öðrum, ef einhvör yðar hefir kærumál öðrum á móti; eins og Kristur hefir fyrirgefið yður, svo skuluð þér og einninn gjöra.14En umfram allt íklæðist elskunni, því hún er band algjörleikans;15þá mun friður Krists ríkja í yðrum hjörtum; til þessa friðar eruð þér einnig kallaðir í einum líkama (sameiginlega); og verið (fyrir það) þakklátir.16Látið Krists lærdóm ríkuglega búa hjá yður, svo að þér með allri speki kennið hvör öðrum og áminnið hvör annan með sálmum, söngum og andlegum lofkvæðum, sætlega syngjandi Drottni lof í yðrum hjörtum.17Hvað helst þér aðhafist í orði eður verki, það gjörið í nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði og Föður fyrir hann.
18Þér konur! verið yðar bændum undirgefnar eins og þeim hæfir, sem Drottins eru.19Þér menn! elskið yðar eiginkonur og verið ekki beisklundaðir við þær.20Þér börn! verið hlýðug foreldrunum í öllu, því það er Drottni þóknanlegt.21Þér feður! uppertið ekki yðar börn, svo að þau verði ekki huglaus.22Þér þrælar! verið hlýðugir í öllu yðar jarðnesku drottnum, ekki með augnaþjónustu, svo sem þeir, er vilja mönnum þóknast, heldur með hjartans einlægni, svo sem þeir, er Drottin óttast;23og gjörið allt, hvað helst sem þér vinnið, með einlægu geði, eins og það sé fyrir Drottin, en ekki menn,24vel vitandi að þér munuð taka sælu í arf til endurgjalds, því þér þjónið Drottni Kristi.
25En sá svikuli mun bera úr býtum svikalaun, því hér gildir ekkert manngreinarálit.
Kólossubréfið 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:57+00:00
Kólossubréfið 3. kafli
Sannir kristnir eiga að meta meira hið himneska enn það jarðneska, afleggja hið forna háttalag, en fylgja nýu; einkum stunda bróðurlega elsku og hafa í öllu Krists vilja og boð fyrir augnamið; skyldur hjóna, barna, foreldra og þjóna.
V. 1. Róm. 6,5. Efes. 2,6. 1,20. V. 4. Fil. 1,21. 3,21. 1 Kor. 15,43. V. 5. girndir. Matt. 18,8. Róm. 6,13. Efes. 5,3. 1 Tess. 4,5. Efes. 5,5. V. 6. 1 Kor. 6,10. Gal. 5,19. Efes. 5,6. V. 7. Róm. 6,19.20. 7,5. 1 Kor. 6,11. Tít. 3,3. V. 8. 2 Kor. 7,1. Efes. 4,22. 1 Pét. 2,1. Jak. 1,21. V. 9. Sak. 8,16. aflagt hinn fyrri þenkingar- og lífernishátt, er þér höfðuð áður en kristni tókuð. Efes. 2,11. V. 10. Efes. 4,23.24. V. 11. í kristindóminum. Róm. 10,12. Gal. 3,28. Kap. 5,6. 1 Kor. 14,11. Efes. 1,10. V. 12. 1 Tess. 1,4. 1 Pét. 2,9. Gal. 5,22. Matt. 11,29. V. 13. Efes. 4,2. v. 32. Matth. 6,14. V. 14. Jóh. 13,34. 15,12. Efes. 4,3. Kól. 2,2. V. 15. Fil. 4,7. Kap. 2,7. V. 16. 1 Kor. 14,26. Efes. 5,19. V. 17. 1 Kor. 10,31. Efes. 5,20. 1 Tess. 5,18. V. 18. 1 Mós. b. 3,16. 1 Kor. 14,34. Efes. 5,22. V. 19. Efes. 5,25. V. 20. Efes. 6,1. Sír. 3,1–15. V. 21. Efes. 6,4. V. 22. Efes. 6,5. 1 Tím. 6,1. Tít. 2,9. V. 23. Efes. 6,7. V. 25. 2 Kor. 5,20. Post. gb. 10,34. Róm. 2,11.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.