1Ekki vil eg dylja fyrir yður, hvílíka baráttu eg hefi haft yðar vegna og þeirra, sem búa í Laódíkeu, og svo margra, sem ekki hafa séð mig sjálfan nærveranda,2til þess að hjörtu þeirra mættu styrkjast, og þeir sjálfir í elsku sameinast, og öðlast gjörvallan ríkdóm fullkomins skilnings, þekkinguna á Guðs leyndardómi,3í hvörjum fólgnir eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar.4Þetta segi eg, svo enginn tæli yður með mælskulegum orðum.5Því þó að eg, að líkamanum til, sé fjærverandi, þá er eg samt yður nálægur í anda, og gleðst, þá eg sé yðar reglusemi og fastheldni við trúna á Krist.6Breytið þar fyrir samkvæmt lærdómi Drottins vors Jesú Krists, eins og þér hafið hann numið.7Rótfestir og a) byggðir á Kristó (sem grundvelli), stöðugir í trúnni, eins og hún hefir yður verið kennd, og vaxandi í henni með þakkargjörð.8Varist, að nokkur (blindi) hertaki yður með heimspeki og hégómlegri villu, eftir b) mannasetningum, eftir c) stafrófi heimsins, en ekki eftir Kristó;9því í honum býr öll fylling (auðlegð) Guðdómsins líkamlega,10og í honum eruð þér sannauðugir vorðnir, honum sem er höfuð alls d) höfðingjadóms og yfirvalds;11fyrir hann eruð þér og umskornir, þeirri e) umskurn, sem ekki er með höndum gjörð, heldur innifalin í afleggingu syndum spilltrar náttúru, það er, þér eruð umskornir með Krists umskurn,12með því að þér eruð með honum greftraðir í skírninni, í hvörri þér og eruð með honum upprisnir, fyrir trúna á mátt Guðs, er uppvakti hann frá dauðum.13Einnig yður, sem dauðir voruð í yfirtroðslunum og f) yfirhúð yðvars holds, lífgaði Guð, eins og hann, með því að hann fyrirgaf oss öll vor afbrot,14afmáði það skuldabréf, sem stílað var í gegn oss og innifalið var í lagaboðum, og burttók það, þá hann negldi það á krossinn.15Hann fletti vopnum hinna voldugu og mektugu, leiddi þá opinberlega fram til sýnis, og lét Krist hrósa sigri yfir þeim.
16Látið þess vegna engan fordæma yður fyrir mat eður drykk, eður nokkuð það, sem snertir hátíðir, tunglkomur eður hvíldardaga,17hvað allt er ekki nema skuggi hins eftirkomanda, en Kristur er líkaminn sjálfur.18Látið engan taka hnossið frá yður, er þykist af sinni auðmýkt og engladýrkun, lætur drjúgt yfir því, sem hann aldrei hefir séð, og upphrokast hégómlega af sínu holdlega hugarfari,19en heldur sér ekki til höfuðsins, af hvörju allur líkaminn, styrktur og samtengdur með liðum og taugum, tekur guðlegan þroska.20Ef þér eruð dánir með Kristi frá stafrófi heimsins, því bindið þér yður þá við þvílíka setninga, eins og þér lifðuð í heiminum:21„þú skalt g) ekki snerta, ekki smakka, ekki taka á“?22Allt þetta verður til fordjörfunar, ef það er brúkað eftir mannaboðorðum og -lærdómum,23sem hafa að sönnu á sér visku yfirbragð, en eru innifalin í sjálfgjörðri dýrkun, mjúklæti og meingjörðum við sjálfan sig, án þess að rækja líkamann til góðrar hlítar.
Kólossubréfið 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:57+00:00
Kólossubréfið 2. kafli
Páll er áhyggjufullur, að Kólossuborgarmenn leiðast kunni afvega af villumönnum, biður því að þeir haldi fast við þá sönnu Krists trú; sannar, að Jesús hafi gefið þeim betri sáluhjálpar meðöl, en útvortis helgisiðir Gyðinga og heiðingja gátu veitt.
V. 1. áhyggju. Páll hafði ekki sjálfur komið til Kólossuborgar. V. 7. a. Efes. 2,20–22. V. 8. b. Matt. 15,5.6.9. c. sú ófullkomnari þekking öll, er menn höfðu áður en kristni kom, um það, hvörnig Guð réttilega dýrkaðist, Gal. 4,3.9. V. 10. d. Efes. 1,20.21. V. 11. e. 5 Mós. b. 10,16. Ef. 2,11. V. 12. Róm. 6,4. V. 13. f. Ófarsælir bæði hér og síðar, af heiðinglegri siðaspillingu og trúarvillu. V. 14. lét Mósis seremoníulaga gildi deyja með Jesú á krossinum, það er: afmást með hans dauða. V. 15. Jóh. 12,31. 1 Kor. 15,25.55. Hebr. 2,14. V. 16. Róm. 14,2.3.5. V. 18. Jer. 24,8. Mark. 13,5. Ef. 5,6. 2 Tess. 2,3. V. 19. Krists, Ef. 4,15.16. V. 20. Róm. 6,3.5. 7,4. Gal. 2,19. 4,3.9. væruð enn ekki upplýstir af Kristi. V. 21. g. 1 Tím. 4,1.4. V. 22. Tít. 1,14. V. 23. 1 Tím. 5,23.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.