1Páll og Tímóteus þjónar Jesú Krists, óska öllum Jesú Krists heilögum, í Filippíborg, forstjórum og tilsjónarmönnum,2náðar og friðar frá Guði vorum Föður og Herranum Jesú Kristi.
3Eg þakka Guði mínum, í hvört sinn sem eg til yðar hugsa;4og ávallt, í öllum mínum bænum, bið eg með gleði fyrir öllum,5sökum fastheldni yðar við náðarboðskapinn, frá því fyrsta allt til þessa tíma;6þar eð eg fulltreysti því, að sá, sem hefir byrjað hið góða verkið með yður, muni það fullkomna, allt þar til Kristur kemur.7Það er og viðurkvæmilegt fyrir mig, að hafa þvílíka þanka um yður alla, sem ásamt mér eruð orðnir hluttakandi í náðinni, þar eð eg hefi yður sífellt í huganum, hvört sem eg er í fangelsi, ellegar eg er að forsvara náðarlærdóminn og staðfesta hann.8Því Guð veit, að eg elska yður alla með viðkvæmri ást, líkri Jesú Krists;9og bið eg að elska yðar eflist æ meir og meir, ásamt þekkingu og góðum skilningi,10svo að þér skilið getið hvað rétt er, og séuð ráðvandir og ámælislausir allt til Krists aðkomudags,11og séuð ríkir af ávöxtum kristilegrar dyggðar, Guði til lofs og dýrðar.
12Vitið, bræður! að það, sem fram við mig hefir komið, hefir mikið eflt framgang náðarlærdómsins,13því að það er kunnugt orðið gjörvallri keisarans hirð og öllum öðrum út í frá, að eg er fjötraður vegna Krists.14Margir bræður hafa og fengið dug af fjötrum mínum, og enn meiri djörfung, til að kenna lærdóminn óskelfdir.15Sumir gjöra það að sönnu af metingi, öfund og þrætugirni, en aftur aðrir boða Krist af velvilja (til mín).16Þeir, sem kærleiki dregur til þess, gjöra það vegna þess þeir vita, að eg er settur náðarlærdóminum til forsvars;17en hinir, sem gjöra það af þrætugirni, boða ekki Krist af hreinu geði, heldur meina, að þeir þar með bæti nýrri þrengingu ofan á fjötur mín.18En hvað um það? Kristur boðast samt, með hvörjum helst hætti, sem það sker, hvört það sker af yfirdrepskap, eður með hreinskilni, og af því gleðst eg, og mun framvegis gleðjast;19því eg veit, að þetta verður mér til heilla, sakir yðar bæna og með tilstyrk Jesú Krists anda.20Því það er mín fastnæm löngun og von, að eg í engu muni til skammar verða, heldur að Kristur muni, fyrir mína djarflegu kenningu nú, eins og ávallt, vegsamast af mínum líkama, hvört heldur það verður með mínu lífi, eður dauða.21Að eg lifi, er vegna Krists, en að deyja, er ávinningur fyrir mig.22En ef líf líkamans er ábati fyrir verk mitt, þá veit eg ekki hvört eg á heldur að kjósa.23Eg á úr tvennu vöndu að ráða: mig langar til að losast héðan og vera með Kristi, því það væri miklu betra;24en það er nauðsynlegra yðar vegna, að eg dvelji í líkamanum,25og það vona eg fyrir víst, að eg muni lifa og lifa ásamt yður öllum, yður til framfara í trúnni og gleði af henni;26svo að yðar fögnuður í Jesú Kristi vaxi fyrir mína skuld, þá eg kem aftur til yðar.
27Einungis að þér vilduð hegða yður verðuglega, Krists náðarlærdómi samkvæmt, svo að hvört heldur eg kem og finn yður, ellegar verð fjarlægur, þá megi eg fá þá fregn um yður, að þér standið stöðugir í einum anda, og verjið samhuga trú náðarlærdómsins,28og látið í engu hugfallast fyrir mótstöðumönnunum, hvað þeim er glötunarfyrirboði, en yður heillamerki, og það hvört um sig frá Guði.29Því yður er sú náð veitt, fyrir Krists sakir, ekki einungis að trúa á hann, heldur og líða illt hans vegna,30yður, sem eigið í sömu baráttu, sem eg, til hvörrar þér áður voruð vitni og nú fáið fregn um.
Filippíbréfið 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:57+00:00
Filippíbréfið 1. kafli
Páll óskar Filippíborgarmönnum góðs; þakkar Guði fyri þá og biður fyrir þeim; lætur þá vita, að fjötur hans þéni til eflingar kristninni, og segist vilja lifa og líða, ef það þénað geti þeim til framfara; áminnir þá til stöðuglyndis við kristilega trú.
V. 3. 2 Tess. 1,1. Róm. 1,8. Efes. 1,15.16. 2 Tess. 1,3. V. 6. Hebr. 12,2. Hebr. 13,21. 1 Pét. 5,10. Fil. 2,13. 1 Tess. 5,23. V. 7. Efes. 3,1. Kól. 4,3. 2 Tím. 1,8. V. 10. 1 Kor. 1,8. V. 11. Ef. 5,9. Kól. 1,10.11. 15,8. V. 12. Kól. 4,7. V. 14. Efes. 3,13. 1 Tess. 3,3. V. 16. v. 7. V. 19. 2 Kor. 1,11. V. 20. 1 Kor. 6,20. þeim þjáningum eg líð á líkamanum. V. 21. Gal. 2,20. V. 23. 2 Kor. 5,8. V. 25. Kap. 2,24. V. 27. Efes. 4,4. Kól. 1,10. 1 Tess. 2,12. 4,1. V. 28. Kap. 3,14. 2 Tess. 1,5. 2 Tím. 2,11. V. 29. Post. g. b. 5,41. Róm. 5,3. V. 30. Post. g. b. 16,22, fl. Kól. 2,1.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.