1Þegar eg í þriðja sinni kem til yðar skal sérhvört mál staðfestast milli tveggja eður þriggja manna vitnisburði.2Eg hefi sagt það áður og segi það nú í annað sinn sem nærverandi, þó nú fjærverandi þeim sem áður hafa syndgað og öllum öðrum, að eg muni ekki hlífa þeim þegar eg kem aftur.3Með því þér krefjið röksemd fyrir því að Kristur tali í mér—hann hefir þó ekki sýnt sig ómáttugan meðal yðar heldur máttugan,4því jafnvel þó hann væri krossfestur í veikleika lifir hann nú fyrir Guðs kraft, sömuleiðis og þó að vér veikir séum hans vegna munum vér fyrir Guðs kraft ásamt honum lifa hjá yður—:5Reynir yður sjálfa, hvört þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa. Eður þekkið þér yður ekki sjálfa, að Jesús Kristur er í yður, nema þér séuð rækir?6En eg vona að þér munið komast að raun um að vér séum ekki rækir.7Þess bið eg Guð að eg þurfi ekkert illt að gjöra yður. Ekki þess vegna að það skuli sjást að vér erum duglegir heldur til þess að þér gjörið það sem gott er þó vér þar fyrir sýnast kynnum miður áreiðanlegir.8Því ekkert megnum vér gegn sannleikanum heldur einungis með honum.9Vér gleðjumst þó að vér séum veikir, ef þér eruð sterkir. Yðar leiðrétting er það sem vér biðjum Guð um.10Þess vegna skrifa eg þetta fráverandi að eg nærverandi ekki þurfi að brúka hörku eftir þeim myndugleika sem Drottinn hefir gefið mér yður til uppbyggingar en ekki til skaða.
11Að endingu, bræður, verið glaðir, fullkomnir, upphvetjið hvör annan, verið samhuga og friðsamir. Þá mun kærleikans og friðarins Guð vera með yður.12Heilsið hvör öðrum með heilögum kossi. Yður heilsa allir heilagir.13Náð Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og hluttekning Heilags Anda sé með yður öllum.
Síðara Korintubréf 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Síðara Korintubréf 13. kafli
Páll gjörir ráð fyrir að koma enn á ný til Korintu. Áminnir til betrunar svo að hann þá ekki þurfi að sýna hörku. Góðar óskir.
V. 1. 5 Mós. b. 19,15. V. 4. Fil. 2,7.8. Opinb.b. 1,18. V. 15. samanb. Róm. 8,7–9.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.