1Yður ber dálítið að umbera fáfengilegleika minn; sannlega munuð þér og gjöra það.2Því með guðlegri vandlætingu vanda eg um við yður, því eg hefi fastnað yður manni, svo sem óflekkaða mey, er leiðast á til Krists.3En eg óttast, að eins og höggormurinn tældi Evu með sínu fláræði, eins muni yðar hugskot dragast frá einlægni við Krist.4Því þá einhvör kemur, er boðar annan Jesúm en vér höfum boðað, eður þér meðtakið annan anda en þér hafið meðtakið, eður annan náðarlærdóm en yður hefir kenndur verið, umberið þér það vel.5Eg held mig vera engu minni enn þá helstu postula;6þó mig bresti mælsku, brestur mig samt ekki þekkingu, en ávallt og í öllu hefi eg sýnt mig yður, eins og eg er.
7Eður hefi eg kannske syndgað í því, að eg lítillækkaði mig, svo að þér upphefðust? að eg ókeypis kenndi yður Guðs náðarlærdóm?8Aðra söfnuði ruplaði eg og tók af þeim kaup til að þéna yður og þó að mig brysti á meðan eg var hjá yður, þá var eg samt engum til byrði.9Bræður þeir, sem komu frá Makedoníu bættu úr mínum skorti. Í öllu varaðist eg að vera yður til þyngsla og mun varast.10Svo sannarlega, sem Krists sannsögli er í mér, skal þessi mín hrósan ekki niðurþögguð verða í Akkajuhéruðum.11Hvörs vegna? mun þess vegna að eg ekki elska yður? Guð veit það.12En eg gjöri það og mun gjöra, til að svipta þá tækifæri, er tækifæris leita að verða oss líkir í því, sem þeir stæra sig af.13Þessir falspostular eru sviksamlegir verkamenn og taka á sig mynd Krists postula,14og það eru ekki undur, því Satan sjálfur snýr sér í ljóss engil;15það er því ekki kyn, þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisins þjóna. Endalok þeirra verða líka samboðin verkunum.
16Enn aftur bið eg, að enginn álíti mig fyrir dára; en ef þér getið ekki annað, þá meðtakið mig sem dára, svo eg geti líka dálítið hrósað mér.17Það, sem eg nú tala, tala eg ekki eftir Drottins anda, heldur er það talað í heimsku, í trausti sjálfshróssins;18með því margir stæra sig af því, sem holdlegt er, hlýt eg og að stæra mig af því.19Þér umberið gjarnan þá hina fávísu, því þér eruð sjálfir hyggnir;20því þér umberið það, þó einhvör hneppi yður í þrældóm a) þó einhvör uppeti yður, hafi af yður, hefji sig upp yfir yður, slái í yðar ásjónu b).21Eg segi þetta með blygðun, því í þessu höfum vér sýnt oss veika c), en af því, sem aðrir geta hrósað sér, (fávíslega er talað) af því get eg hrósað mér líka.22Séu þeir hebreskir, þá er eg það og: séu þeir Ísraelítar, þá er eg það og;23séu þeir Abrahams niðjar, sjá! er eg það og; séu þeir þjónar Krists, (heimskulega tala eg) þá er eg það enn framar.24Af Júðum hefi eg fimm sinnum verið sleginn 40 höggum, einu fátt í.25Þrisvar sinnum hefi eg húðstrýktur verið, einu sinni verið grýttur, þrisvar sinnum liðið skipbrot, heilt dægur hefi eg hrakist um kring í reginhafi.26Oft hefi eg á ferðum verið, oft komist í hættu í ám, oft í háska af ræningjum, í háska af löndum mínum, í háska af heiðnum mönnum, verið í háska í borgum og í eyðimerkum, í háska á sjó, í háska af fláráðum bræðrum,27oft haft erfiði og sorg, vökur, sult, þorsta og föstur, kulda og klæðleysi,28auk annars daglegt ónæði af yfirhlaupi manna og áhyggju fyrir öllum söfnuðum.29Hvör er svo veikur að eg taki ekki þátt þar í? Hvör hrasar svo eg ekki stikni?30Ef eg mætti hrósa mér vilda eg hrósa mér af bágindum mínum.31Guð og Faðir Drottins vors Jesú Krists, sem að eilífu sé vegsamaður, veit að eg lýg ekki.32Í Damaskus ætlaði landshöfðingi Aretas konungs að grípa mig og hafði sett vörð um borgina33en eg var látinn niðursíga í körfu í gegnum vindauga á borgarveggnum og komst þannig úr þeirra höndum.
Síðara Korintubréf 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Síðara Korintubréf 11. kafli
Páll forsvarar álit sitt og varar Korintumenn við villukennurum. Segist hafa kennt lærdóminn ókeypis, til að gjöra kinnroða falspostulunum, og sýnir að hann hafi meira unnið og þolað fyrir lærdómsins sakir en þeir.
V. 3. 1 Mós. b. 3,14. Jóh. 8,44. V. 4. Gal. 1,8.9. V. 5. Gal. 2,2–14. V. 7. 1 Kor. 4,12. 9,4.6.11.15. V. 9. Fil. 4,15.16. V. 10. Matt. 5,37. V. 12. Páll vildi ekkert þiggja af Korintumönnum til þess að sýna að hann ekki boði kristni sér til uppeldis og að falskennendurnir lýsi sér strax þar í honum ólíka. V. 13. Matt. 7,15.16. Fil. 3,2. V. 20. a. nefnil. undir Mósislaga ok. b. þ. e. opinberlega smáni yður. V. 21. c. nefnil. í því að brúka ekkert stærilæti. V. 25. Post.g.b. 16,22. 14,19. V. 26. Gal. 2,4. Samanb. við Post.g.b. 15,24. V. 29. nl. í þekkingu og hlýðni við Krists lærdóm, samanb. 1 Kor. 8,13. 9,22., þ. e. mér svíði það ekki sárt. V. 30. Kap. 12,5.9. V. 33. Post.g.b. 9,24 og eftirf.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.