1Því vér vitum að jafnvel þó þessi vor jarðneska tjaldbúð verði niðurbrotin, höfum vér samt hús af Guði, ekki með höndum gjört, eilíft á himnum.2Samt andvörpum vér þess vegna, að oss langar til að fá yfir oss hið himneska húsið,3(því klæddir, en ekki naktir, munum vér þá fundnir verð)4a.)En á meðan vér erum í þessari tjaldbúð, stynjum vér undir byrði vorri, þar eð vér viljum ekki afklæðast, heldur yfirklæðast, svo hið dauðlega uppsvelgist af því ódauðlega.5En sá Guð, sem þetta hefir oss fyrirbúið, hefir og gefið oss sinn anda til pants hér upp á.6Vér erum því jafnan öruggir og vitum að á meðan vér búum í líkamanum erum vér fjarlægir Drottni.7Vér lifum í von en ekki skoðun,8en erum samt öruggir, jafnvel þó vér heldur viljum fríast við líkamann og vera hjá Drottni;9þess vegna kappkostum vér líka að þóknast Drottni, hvört heldur vér erum íklæddir líkamanum, eða utan hans;10því allir hljótum vér að birtast fyrir Krists dómstóli, svo hvör einn fái laun eftir sinni breytni í líkamanum, hvört sem hún hefir verið góð eður vond.
11Með því vér nú þekkjum ótta Drottins, leitumst vér við að ávinna menn; Guði erum vér augljósir,12en eg vona að eg og sé þekktur orðinn af yðar samviskum; því ekki erum vér aftur farnir að mæla fram með oss við yður, heldur gefum vér yður tilefni til að stæra yður af oss a), svo að þér hafið það þér getið svarað þeim, sem stæra sig af því útvortis, en ekki hjartalaginu.13Því hvört sem vér stærum oss, gjörum vér það Guðs vegna b), eður vér erum hóglátir, er það yðar vegna.14Kærleiki Krists þvingar oss,15með því vér ályktum svo, að fyrst hann einn er dáinn fyrir alla, svo séu þeir allir dánir; og hann dó fyrir alla til þess, að þeir, á meðan þeir lifa, ekki framar lifi sér, heldur þeim, sem fyrir þá er dáinn og upprisinn.16Þar fyrir metum vér nú héðan í frá engan eftir holdinu, því þótt vér jafnvel mettum Krist eftir holdinu áður, þá gjörum vér það ekki framar.17Því hvör, sem er í Kristó, hann er orðinn ný skepna, það gamla er afmáð, sjá! allt er orðið nýtt,18og það er allt af Guði, er forlíkaði oss fyrir Jesúm Krist við sjálfan sig og gefið hefir oss það embætti, að kunngjöra þessa forlíkun;19nefnilega það: að Guð hafi forlíkað heiminn við sjálfan sig og tilreikni ekki mönnum þeirra afbrot og hafi sett oss til að kunngjöra þessa forlíkun.20Vér erum því Krists erindrekar; Guð líka, sem áminnir fyrir vorn munn. Vér biðjum því vegna Krists; látið yður forlíka við Guð;21því hann, sem aldrei þekkti synd, gjörði Guð að syndafórn vor vegna, svo að vér fyrir hann réttlættir yrðum.
Síðara Korintubréf 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Síðara Korintubréf 5. kafli
Sama efni. Talar um sinn verðugleika, sem náðarlærdómsins kennara.
V. 1. 2 Pét. 1,13.14. V. 4. 1 Tess. 4,15–17. 1 Kor. 15,51–54. V. 5. Róm. 8,14–17. 2 Kor. 1,22. V. 7. Róm. 8,24. 1 Kor. 13,12. Hebr. 11,1. V. 9. 1 Jóh. 3,3. V. 11. þ. e. hvar í sannur Guðs ótti er innifalinn. Gal. 1,10. 2 Kor. 4,2. V. 12. a. 1,14. 10,8. V. 13. b. þ. e. svo Guðs sé dýrðin. V. 14. Róm. 6,11. V. 16. Matt. 12,47–50. Gal. 6,15. Fil. 3,4–9. V. 17. sbr. Róm. 8,1. V. 18. Róm. 5,10. Kól. 1,20. 1 Jóh. 2,2. 4,10. V. 19. Róm. 3,24.25. Sálm. 32,1. V. 21. Esa. 53,6–12. Róm. 8,3.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.