1Hvað skulum vér þá segja? eigum vér að liggja í syndinni, svo að náðin yfirgnæfi?2það sé langt frá! vér sem erum dauðir syndinni, hvörninn skyldum vér enn þá lifa í henni?3Eða vitið þér ekki, að vér, svo margir sem skírðir erum til Jesú Krists, vér erum skírðir til hans dauða;4vér erum þar fyrir með honum greftraðir í skírninni til dauðans, svo að líka sem Kristur er uppvakinn frá dauðum fyrir dýrðina Föðursins, svo eigum vér einnin að ganga í endurnýjungu lífernisins;5því ef vér höfum verið sameinaðir líkingu hans dauða, munum vér einnig upprisunnar;6því að vér vitum þetta, að vor gamli maður er með honum krossfestur, svo að máttlaus verði líkami syndarinnar, að ekki þjónum vér framar syndinni;7því að hvör einn dauður er fríaður frá syndinni,8en ef vér erum dauðir með Kristó, þá trúum vér, að vér munum einnig með honum lifa,9vitandi það, að Kristur, sem er uppvakinn frá dauðum, deyr ekki framar; dauði drottnar ekki framar yfir honum;10því að það hann dó, það dó hann syndinni einu sinni, en það hann lifir, lifir hann Guði.11Svoleiðis álítið einnig, að þér sjálfir séuð dauðir syndinni, en lifið Guði í Kristó Jesú vorum Drottni;12þar fyrir ríki ekki syndin í dauðlegum líkama yðar, til að hlýða henni í hans girndum!13framleggið ekki yðar limi ranglætisverkfæri syndinni, heldur framberið Guði sjálfa yður, svo sem lifandi úr dauðum og limi yðar réttlætisverkfæri Guði;14því að syndin skal ekki drottna yfir yður, þar eð þér eruð ekki undir lögmáli, heldur undir náð.15Hvað þá? skulum vér syndga, fyrst vér erum ekki undir lögmáli, heldur undir náð? fjærri sé því!
16Vitið þér ekki, að hvörjum þér framleggið yður sjálfa þjóna til hlýðni, hans þjónar eruð þér, hvörjum þér hlýðið, hvört heldur syndar til dauða, eða hlýðni a) til réttlætis.17En þökk sé Guði, að þér, sem voruð syndarinnar þjónar, eruð af hjarta hlýðnir orðnir því lærdómsformi, sem yður hefir verið kennt,18og fríir frá syndinni, orðnir þjónar réttlætisins.19Eg tala að manna vísu, sakir veikleika yðar holds; því að svo sem þér hafið framlagt limi yðar þjóna óhreinleikanum og ranglætinu til ranglætis, svo framleggið nú limi yðar réttlætinu þjóna til helgunar;20því þegar þér voruð syndarinnar þjónar, þá voruð þér fríir frá réttlætinu;21hvörn ávöxt höfðuð þér þá? það, sem þér nú skammist yðar fyrir; því að endalyktin þess er dauði.22En nú, þar eð þér eruð a) fríir frá syndinni og þjónustubundnir Guði, svo hafið þér yðar ávöxt til helgunar, en b) endalyktina eilíft líf;23því að c) laun syndarinnar er dauði, en d) náðargáfa Guðs er eilíft líf í Jesú Kristó vorum Drottni.
Rómverjabréfið 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:40+00:00
Rómverjabréfið 6. kafli
Krists náð leyfir oss ekki að syndga. Því að þótt vér séum ekki undir lögmálinu, megum vér samt ekki gefa oss í syndarinnar þjónustu, hvörrar verðlaun eru dauði og fyrirdæming.
V. 1. Gal. 2,17. V. 2. v. 11. Gal. 6,14. 1 Pét. 2,24. V. 3. Gal. 3,27. V. 4. Kap. 8,11. Fil. 3,10.11. Kól. 2,12. Ef. 4,23. Kól. 3,8. f. 1 Pét. 2,1. 4,1.2. V. 5. Líkingu hans dauða munum vér einnig upprisunnar; eða: honum með því að líkjast dauða hans, þá eigum vér og að vera það með því að líkjast upprisu hans. Fil. 3,10.11. V. 6. Gal. 2,20. 5,24. V. 7. 1 Pét. 4,1. V. 8. 2 Tím. 2,11. V. 9. Opinb. b. 1,18. V. 10. Hebr. 7,27. 9,28. V. 11. V. 2. 1 Pét. 2,24. Gal. 2,19. V. 12. 1 Mós. b. 4,7. V. 13. Kap. 12,1. Lúk. 1,74. Gal. 2,20. 1 Pét. 4,2. Hebr. 9,14. V. 14. 1 Mós. b. 4,7. V. 15. V. 1. Gal. 2,17. 1. Kor. 9,21. V. 16. Jóh. 8,34. 2 Pét. 2,19. a) Þ. e. við Guð. V. 17. 2 Kor. 2,9. Fil. 2,12. V. 18. Jóh. 8,32. Gal. 5,1. V. 19. Kap. 3,5. veika skilnings. V. 13. V. 20. Jóh. 8,32. V. 21. Kap. 8,6. V. 22. a) v. 18. b) 1 Pét. 1,9. V. 23. c) Kap. 5,12. Jak. 1,15. d) Kap. 11,6. 5,21. 1 Pét. 1,3.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.