1Þar fyrir höfum vér, réttlættir vegna trúarinnar, frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist,2fyrir hvörn vér einnin höfum aðgang með trúnni til þeirrar náðar, í hvörri vér stöndum, og vér hrósum oss af von dýrðar hjá Guði;3en ekki einasta það, heldur hrósum vér oss einnig af hörmungunum, vitandi, að hörmungin verkar þolinmæði,4en þolinmæðin reynslu, en reynslan von,5en vonin bregst ekki; því að elska Guðs er úthellt í hjörtu vor fyrir heilagan Anda, sem oss er gefinn;6því þegar vér enn þá vorum breysklegir, hefir Kristur á tilteknum tíma dáið fyrir rangláta;7því að fyrir réttlátan c) mun varla nokkur deyja, en fyrir góðan d) vogaði kannske einhvör að deyja.8En Guð prísar sína elsku til vor í því, að þegar vér enn þá vorum syndarar, er Kristur fyrir oss dáinn,9svo miklu heldur munum vér þar fyrir nú réttlættir í hans blóði, frelsast fyrir hann frá reiðinni;10því að ef vér, þá vér vorum óvinir, urðum forlíktir við Guð fyrir dauða hans Sonar, miklu meir munum vér, þá vér erum í sátt teknir, fyrir líf hans frelsaðir verða;11og ekki það einasta, heldur og einnig hrósum vér oss af Guði fyrir Drottin vorn Jesúm Krist, fyrir hvörn vér höfum forlíkunina fengið.12Þess vegna, að líka svo sem syndin er fyrir eins mann sakir innkomin í heiminn, og dauðinn vegna syndarinnar, svo hefir og dauðinn runnið inn til allra manna, af því að allir hafa syndgað;13því að á undan lögmáli var synd í heimi, en synd tilreiknast ekki meðan ei er lögmál.14Samt ríkti dauðinn frá Adam til Móses, einnig yfir þeim, er ekki syndguðu með líkri yfirtroðslu og Adam, hvör eð er fyrirmynd þess eftirkomanda.15En ekki er eins og fallinu náðargjöfinni háttað; því að ef margir dóu við þess eina fall, þá hefir miklu meir náðin Guðs og gáfan af náðinni þess eina manns Jesú Krists verið yfirgnæfanleg handa þeim mörgu;16og ekki er gjöfin svo sem (það er kom) vegna þess eina, er syndgaði; því að dómurinn varð eftir eitt (fall) til fordæmingar, en náðargjöfin eftir mörg föll, til réttlætingar a);17því að ef dauðinn ríkti yfir ens eina falli, vegna þess eina, miklu meir munu þeir, er meðtekið hafa gnægðina náðarinnar og gjöfina réttlætisins, ríkja í lífi fyrir þann eina Jesúm Krist.18Sannarlega þar fyrir, svo sem vegna eins falls, (dómur er fallin) á alla menn til fordæmingar, svo er og vegna eins réttlætingar náðargjöfin veitt öllum mönnum til lífs réttlætis;19því að eins og af óhlýðninni þess eina manns eru þeir mörgu syndugir orðnir, eins munu líka þeir mörgu, af hlýðni þess eina, réttlættir verða.20En lögmálið innkom þar að auki, svo fallið yfirgnæfði, en hvar syndin yfirgnæfði, yfirgnæfði náðin miklu framar,21til þess, aðeins og syndin ríkti í dauðann, svo skyldi og náðin ríkja fyrir réttlætinguna til eilífs lífs, vegna Jesú Krists vors Drottins.
Rómverjabréfið 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:40+00:00
Rómverjabréfið 5. kafli
Um ávexti réttlætisins. Adam og Jesús, dauðinn og lífið, lögmálið og náðarboðskapurinn, sett hvað á móti öðru.
V. 1. Post. g. b. 10,30. Ef. 2,14. V. 2. Jóh. 10,9. 14,6. Ef. 2,18. 3,12. Hebr. 10,19. 1 Kor. 15,1. Hebr. 3,6. V. 3. 2 Kor. 11,23–32. Fil. 1,29. Jak. 1,2. V. 5. Hebr. 6,18.19. 1 Jóh. 4,16. V. 6. Ef. 2,1. Kol. 2,13. Hebr. 9,15. 1 Pét. 3,18. V. 7. c. saklausan, d. velgjörarann. V. 8. Jóh. 15,13. f. 1 Jóh. 3,16. V. 10. 2 Kor. 5,48. Kol. 1,20.21. V. 11. Jer. 9,24. 1 Kor. 1,31. V. 12. 1 Mós. b. 3,6. 1 Kor. 15,21. 1 Mós. b. 2,17. Róm. 6,23. V. 13. Kap. 4,15. V. 14. 1 Kor. 15,21.22. V. 15. synd, syndafall. 1 Kor. 15,22. Jóh. 1,16.17. V. 16. a. Eða: dómurinn, sem einn gaf tilefni til, varð til fordæmingar, en náðargjöfin, sem mörg föll gáfu tilefni til (varð) til réttlætingar. V. 18. 2 Cor. 5,15. 1 Jóh. 2,2. V. 19. Esa. 53,11. V. 20. Kap. 4,15. 7,8. Gal. 3,19. Lúk. 7,47. V. 24. Kap. 6,23.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.