1Þá úrskurðað var, að vér skyldum sigla til Ítalíu, og búið var að afhenda Pál og nokkra aðra bandingja hundraðshöfðingja nokkrum úr keisara herflokknum, er Júlíus hét;2stígum vér á eitt aðramytiskt a) skip, er koma átti við í nokkrum sjóstöðum í Asíu, og létum í haf. Sá masedoniski Aristarkus frá Tessaloníku, var oss samferða.3Næsta dag náðum vér Sídon. Júlíus var mannúðlegur við Pál og lofaði honum að fara á fund vina sinna og þiggja þeirra greiðvikni.4Þaðan fórum vér og sigldum undir Kýpur, því mótvindur var;5komumst svo yfir hafið fyrir framan Silisiu og Pamfilíu og náðum Mýru í Lysíu.6Þar fann hundraðshöfðinginn skip frá Alexandríu, er sigla átti til Ítalíu og kom oss á það.
7Nú gekk marga daga siglingin tregt, svo vér náðum með þraut Knídus, sökum andviðris, sigldum því undir Krít, við Salmóne.8Eftir þrábeiting fram með eyjunni, komumst vér á einn stað, sem kallast Góðhafnir, í grennd við borgina Laseu.9Enn leið drjúgur tími og sjóferðir tóku þegar að verða hættulegar, því þá var og fastan þegar liðin. Þess vegna gaf Páll þeim svolátandi viðvörun:10Góðir menn! eg sé að siglingu vorri muni verða samfara bæði óveður og tjón, ekki einungis fyrir farminn og skipið heldur og fyrir líf vort.11En hundraðshöfðinginn trúði betur stýrimanninum og skipeigandanum, en Páls tillögum.12Og þar höfnin var óhentug til vetrarlegu, svo varð flestra ráðið að halda þaðan, í von um að sér tækist að ná til vetrarlegu, í þeirri höfn í Krít, er kallast Feníka, og snýr til suðvesturs og norðvesturs.13En þar eð vindurinn blés hægt á sunnan, svo héldu þeir að ætlan sín væri svo að segja sér í hendi; drógu því upp atker og sigldu fram með Krít nálægt landi.14Skömmu síðar datt á það ofviðri, sem kallað er ölduæsir,15og hreif skipið með sér, svo ekki varð beitt í vindinn; urðum vér því að gefa upp stjórn og láta reka, sem vildi.16Þá bar oss að lítilli eyju, sem hét Kláde, og gátum vér naumast haldið bátnum.17Þegar vér höfðum tekið bátinn upp í skipið, gripum vér til alls þess, sem til bjargar gat orðið, og vöfðum skipið; og þar eð þeir óttuðust að skipið mundi berast á grynningar, felldu þeir seglið og létu svo reka.18Þegar vér þannig hröktumst af ofsaveðri, var skipið rutt daginn eftir,19og á þriðja degi fleygðum vér með eigin höndum út áhöldum skipsins.20Með því að í marga daga sást ekki sól né stjörnur, og illviðrið, sem á lá, var ekki lítið, misstum vér loksins alla von um að komast lífs af.21En þá menn höfðu lengi einkis matar neytt, gekk Páll fram millum þeirra, og sagði: góðir menn! þér hefðuð átt að gegna mér og leggja ekki út frá Krít, og firrast svo þessa armæðu og fjártjón;22en nú áfýsi eg yður að hressa upp geðið, þar einkis okkar líf mun týnast, heldur einungis skipið.23Því í nótt stóð hjá mér engill Guðs, þess eg dýrka og hvörs eg er, segjandi:24óttastú ekki, Páll! fyrir keisarann áttú að koma, og vit, að Guð hefir gefið þér alla, sem eru á skipinu með þér.25Verið þess vegna, góðir menn! með glöðu geði; því eg treysti Guði, að það muni efnast, sem mér var sagt.26En að einhvörri eyju hljótum við að hrekjast.
27En þá sú fjórtánda nótt var yfir komin, og oss var að hrekja í Adríuhafi, grunaði skipverjana, um miðnættisleiti, að land mundi vera í nánd.28Þeir könnuðu þá djúpið, og fundu tuttugu faðma djúp. Og eftir að litlu hafði þokað áfram, könnuðu þeir það aftur, og fundu að það var fimmtán faðma.29Nú óttuðust þeir, að oss mundi bera upp á sker, köstuðu því fjórum akkerum úr skutnum, og óskuðu dags.30En sem hásetarnir leituðust við að flýja úr skipinu og létu bátinn niður stíga undir því yfirvarpi, að þeir vildu fá atkerum út komið úr framstafninum,31sagði Páll við hundraðshöfðingjann og stríðsmennina: séu þessir ekki kyrrir í skipinu, þá getið þér ekki lífs af komist.32Stríðsfólkið hjá þá á festar bátsins og slepptu honum.33En þangað til birta færir, hvatti Páll alla að matast, segjandi: þér hafið nú þegar beðið fastandi fjórtán daga, án þess að taka yður fæðu.34Nú ræð eg yður að taka fæðslu, því það þénar yður til bjargar; en ekki eitt hár mun falla af yðar höfðum.35Að svo mæltu tók hann brauð, gjörði Guði þakkir í allra augsýn, braut það og fór að eta.36Þá hresstust allir og fóru að matast líka;37en á skipinu voru alls tvö hundruð sjötíu og sex manns.38Þegar menn voru mettir, var létt á skipinu og matvælunum kastað í sjóinn.39Eftir dögunina sáu menn land, en þekktu ekki. Þeir urðu varir við vík eina, með sléttri fjöru og vildu halda þangað skipinu, ef kostur væri.40Þeir losuðu þá akkerin og hleyptu þeim í sjóinn, leystu um leið stýristaumana, drógu upp seglið (og sneru því) eftir vindinum, héldu svo til lands.41En þar eð fyrir þeim varð rif, steytti skipið, svo framstafninn festist og varð óhræranlegur, en skutinn leysti í sundur, af ofurefli bylgnanna.42Stríðsmennirnir réðu þá til, að fangarnir væru drepnir, svo enginn synti í land og kæmist undan.43En hundraðshöfðinginn, sem vildi forða Páli, aftraði því fyrirtæki og skipaði, að þeir, sem syndir væru, skyldu fyrst kasta sér útbyrðis og leita lands;44en hinir, sumpart á fjölum, sumpart á einhvörjum flekum skipsins. Og þannig tókst það að allir komust heilir til lands.
Postulasagan 27. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:40+00:00
Postulasagan 27. kafli
Páll er sendur til Róm; siglingin verður hættuleg, svo Páll ræður til að fara ekki frá Krít, en forgefins; skipverjarnir komast í mesta lífsháska, en Páll hughreystir þá; þeir líða skipbrot við eyjuna Melíte, en komast þó heilir í land.
V. 2. a. Frá Adramytíum, einni borg í Mysíu í Litlu-Asíu. V. 6. 3 Mós. 23,27–30. V. 7. Knídus, annes í Litlu-Asíu. Salmone, höfði á Krít. V. 9. Fastan, hin stóra forlíkunarhátíð, 3 Mós. 16,29. Skgr. 23,29. V. 16. Kláde, lítil ey í suðvestur frá Krít. V. 17. Grynningar, þær nafnkenndu hættulegu grynningar, Syrtes við suðurálfustrandir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.