1Síðan fór hann borg úr borg og þorp úr þorpi og kenndi þeim og flutti lærdóminn um Guðs ríki;2vóru þá með honum þeir tólf og konur nokkrar, er hann hafði læknað af illum öndum og öðrum sjúkleikum; meðal þeirra var María frá Magdölum, frá hvörri sjö illir andar höfðu út farið,3og Jóhanna kona Kúsa, ármanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar, sem veittu honum framfæri af eigum sínum.
4Nú er margt fólk var samankomið, og fjöldi úr stöðunum var farinn út til hans, sagði hann þeim þessa dæmisögu:5Sáðmaður nokkur fór að sá akur sinn, en er hann var að sá, féll sumt sæðið við veginn og varð fóttroðið, og átu fuglar það.6Sumt féll í grýtta jörð, og er það óx, skrælnaði það, því það vantaði vökva;7sumt féll meðal þyrna, uxu þeir upp með og kæfðu það;8en sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt. Þegar hann hafði þetta sagt, kallaði hann hátt og sagði: hvör hann hefir eyru að heyra með, hann heyri.9Síðan spurðu lærisveinar hans, hvað þessi dæmi-saga ætti að þýða.10Hann mælti: yður er unnt að skilja leynda lærdóma Guðs ríkis; hinum öðrum kenni eg í dæmisögum. Því þó þeir sjái, er það, sem sæju þeir ekki; og þó þeir heyri, sem heyrðu þeir ekki.11En þessi er útskýring dæmisögunnar: Sæðið merkir Guðs orð;12það, sem féll við veginn, þýðir þá, sem nema það; síðan kemur djöfullinn og tekur það burt úr hugskotum þeirra, að þeir ekki skuli trúa og verða hólpnir.13En það, sem féll í grýtta jörð, merkir þá, sem heyra mína kenningu og taka við henni með fögnuði, en vegna þess þeir hafa ekki rætur, trúa þeir aðeins um stundarsakir, en falla frá á tímum freistinganna.14En það sæðið, er meðal þyrna féll, merkir þá, sem heyra mína kenningu, en sökum búksorgar og þessa lífs vellystinga kefjast þeir jafnótt og ná ekki þroska.15En það, er féll í góða jörð, merkir þá, er heyra mína kenningu, geyma hennar í góðu og siðsömu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi.
16Enginn kveikir ljós og skýlir því með keri, eður setur það undir bekk, heldur plaga menn að setja það í ljósahald, svo þeir sjái til, er inn koma.17Varla er nokkur hlutur svo hulinn, að ekki muni augljós verða, eður svo heimuglegur, að ekki verði hann kunnur og komi í ljós;18gefið því gaum að, hvörsu þér hlýðið minni kenningu, því sá, sem hefir, honum mun gefið verða a); en sá, sem ekki hefir, frá honum mun tekið verða, einnig það sem hann ætlar sig hafa.
19Þá var þar komin móðir hans og bræður, en gátu ekki náð fundi hans vegna fólksfjöldans;20þá var honum sagt, að móðir hans og bræður stæðu fyrir dyrum úti og vildu finna hann.21Hann mælti: móðir mín og bræður mínir eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því.
22Svo bar við einhvörn dag, að hann steig á skip, og lærisveinar hans; segir hann þá við þá: látum oss fara yfir um vatnið.23Létu þeir þá frá landi; en á leiðinni sofnaði hann. Þá kom hvirfilvindur á vatnið, svo skipið fyllti undir þeim, og voru þeir þá nauðuglega staddir;24fóru þeir þá og vöktu hann, og sögðu: Meistari! vér förumst. En hann reis upp, hastaði á storminn og sjávarólguna, svo hún sefaðist, og gjörði logn.25Síðan sagði hann við þá: hvar er nú trú yðar? en þeir urðu hræddir, og undruðust þetta, og sögðu sín á milli: hvör er þessi, er hann býður bæði vindi og sjó, og þeir hlýða honum?
26Síðan lentu þeir við hérað Gadaramanna, sem liggur hinumegin gagnvart Galíleu.27En er hann steig á land, kom á móti honum maður nokkur úr borginni, sem langan tíma hafði verið djöfulóður. Hann klæddist ekki fötum, og var ekki í húsum, heldur í gröfum dauðra manna.28Þegar hann sá Jesúm, hrein hann, laut honum og sagði með hárri raustu: hvað höfum við saman að sælda, Jesú, Sonur hins æðsta Guðs! eg bið þig: kvel þú mig ekki!29því Jesús hafði boðið þeim óhreina anda að fara út af honum. Í langa tíma hafði þessi andi kvalið hann; hann hafði verið bundinn viðjum og fjötrum og hafður í gæslu, en hann hafði slitið af sér fjötrin og hlaupið í djöfulæði í óbyggðir.30Þá frétti Jesús hann að heiti, hann kvaðst heita Legíó, því margir djöflar vóru í hann farnir.31Síðan bað hann Jesúm að skipa þeim ekki í undirdjúpið;32en af því þar var stór svínahjörð á beit í fjallinu, þá beiddu þeir Jesúm leyfis að fara í þau, og lét hann það eftir þeim.33Síðan fóru djöflarnir út af manninum, og í svínin, ærðist þá hjörðin, og steypti sér ofan fyrir þverhnípi í sjóinn, og drukknaði.34Þegar hjarðsveinarnir sáu þetta, flýðu þeir, og sögðu frá því bæði í borginni og þar í byggðarlaginu;35fóru þá borgarmenn út að sjá þennan atburð, og komu til Jesúm. Sat þá maðurinn, af hvörjum djöflarnir höfðu útfarið, klæddur og heilvita við fætur hans, urðu þeir þá felmtursfullir.36En þeir, sem við höfðu verið, sögðu þeim frá, hvörninn hann hefði orðið heill heilsu sinnar.37Bað þá mannfjöldinn úr héröðunum hjá Gadara, að hann færi burt frá þeim, því þeir voru orðnir næsta hræddir. Steig hann nú á skip og fór aftur yfir um.38Beiddist þá maðurinn, frá hvörjum hann hafði útrekið djöflana, að hann mætti vera með honum; en Jesús lét hann frá sér, og mælti:39far þú til heimilis þíns, og seg þú frá, hvað Guð hafi gjört við þig. Hann fór, og kunngjörði í allri borginni, hvað Jesús hafði honum gjört.
40Þegar Jesús kom aftur, tók fólksfjöldinn vel við honum, því allir höfðu vænt hans.41Þá kom maður nokkur, Jaírus að nafni, hann var forstöðumaður samkunduhússins; hann féll til fóta Jesú og bað hann koma heim til sín;42því dóttir hans, einbirni, hér um bil 12 vetra, var aðkomin að dauða. Á veginum þrengdist fólkið að honum,43og var þar kona sú, er haft hafði blóðfall í tólf ár, og varið allri eigu sinni til læknara, og gat þó enginn læknað hana.44Hún kom að baki honum og hrærði við faldi klæða hans; stilltist þá strax blóðfall hennar.45Þá spurði Jesús, hvör hrært hefði við sér. Þegar allir synjuðu þess, sagði Pétur og þeir, sem með honum voru: Meistari! fólkið þrengist og treðst að þér, og þú spyr, hvör hafi hrært við þér.46Jesús mælti: einhvör hrærði við mér, því eg fann kraft út af mér ganga.47Nú er konan sá, að hún fékk ekki dulist, kom hún skjálfandi, féll til fóta honum og sagði frá, svo allur lýðurinn heyrði, hvörs vegna hún hefði hrært við honum, samt að hún hefði strax heilbrigð orðið.48Þá sagði hann við hana: vertú hughraust, dóttir! trú þín hefir frelsað þig, far þú í friði!49Nú er hann var enn þetta að mæla, kom maður frá heimili samkunduhöfðingjans, er sagði honum: dóttir þín er látin, ómaka ekki Meistarann.50Þegar Jesús heyrði þetta, sagði hann: óttast þú ekki! trú þú, og mun hún heil verða.51Þegar hann kom í húsið, lét hann engan fara inn nema Pétur, Jakob og Jóhannes og foreldra barnsins;52en allir grétu og syrgðu hana. Hann mælti: grátið ekki! ekki er hún dauð, heldur sefur hún;53gjörðu þeir þá gys að honum, því þeir vissu að hún var dauð.54Síðan rýmdi hann öllum út, tók í hönd hennar og sagði: stúlka! stattú upp!55lifnaði hún þá við aftur, og reis strax upp; bauð hann þá að gefa henni mat.56Þetta undruðust foreldrar hennar, en hann bannaði þeim að segja nokkrum frá þessum atburði.
Lúkasarguðspjall 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:22+00:00
Lúkasarguðspjall 8. kafli
Jesús ferðast um kring og prédikar; framsetur dæmisöguna um Sáðmanninn; um ljósið á ljósahaldinu; segist meta sína tilheyrendur sem náskylda ættingja; kyrrir vind og sjó; útrekur djöfla; læknar blóðfallssjúka kvinnu og uppvekur dóttur Jaírusar.
V. 1–15. Matt. 13,3–22. Mark. 4,1–20. V. 16. Matt. 5,14.15. Mark. 4,21–25. Lúk. 11,33.36. V. 17. Matt. 10,26. V. 18. Matt. 25,29. 13,12. Lúk. 19,26. V. 18. a. Þ. e. hann mun upplýsast meir og meir. V. 19–21. Matt. 12,46–50. Mark. 3,31–35. V. 22–25. Matt. 8,23–27. Mark. 4,35–41. V. 26–39. Mark. 5,1–20. Matt. 8,28–34. V. 40–56. Matt. 9,18–26. Mark. 5,21–43. V. 46. Lúk. 6,19. V. 52. Jóh. 11,11.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.