1Einhvörju sinni bar svo við, er fólkið þrengdist að honum til að heyra Guðs orð, en hann stóð við vatnið Genesaret,2að hann leit tvö skip við vatnið, en fiskimennirnir voru farnir í land og voru að þvo net sín,3fór hann þá í annað skipið, sem Símon átti, og bað hann leggja lítið frá landi; settist hann þá niður og kenndi fólkinu af skipinu;4en er hann hætti að kenna, sagði hann við Símon: legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiski.5Símon mælti: Meistari! vér höfum setið í alla nótt og ekkert fiskað; en að þínu boði vil eg leggja netið.6Þeir gjörðu svo; kom þá svo mikill fiskur í netið, að það tók að rifna;7þá bentu þeir félögum sínum á hinu skipinu, að þeir kæmu þeim til liðs; þeir komu og sökkhlóðu bæði skipin.8Þegar nú Símon Pétur sá þetta, féll hann til fóta Jesú og sagði: far þú frá mér, Herra! því eg er maður syndugur;9því felmtur var kominn yfir hann og alla þá, sem með honum voru af þeim mikla afla, sem þeir höfðu fengið;10eins yfir Jakob og Jóhannes, sonu Sebedeusar, sem voru félagar hans. Þá sagði Jesús við Símon: óttast þú ekki! héðan í frá skaltú menn veiða.11Drógu þeir síðan skip sín á land, yfirgáfu allt og fylgdu honum.
12Einhvörju sinni bar svo við, þá hann var í borg nokkurri, að líkþrár maður var þar; en sem hann sá hann, féll hann fram á ásjónu sína og bað hann svofelldum orðum: ef þú vilt, Herra! getur þú læknað mig.13Jesús rétti út höndina, hrærði við honum og mælti: eg vil, vertú heilbrigður; og strax hvarf líkþráin frá honum.14Frá þessu bannaði Jesús honum að segja nokkrum manni, heldur far og sýn þig prestinum og fær fórn fyrir fengna heilbrigði, eins og Móses hefir boðið, öðrum til sannindamerkis.15En orðstír hans útbreiddist meir og meir, og fjöldi fólks kom að heyra kenningu hans, og til að læknast af honum af sjúkleika sínum;16en sjálfur veik hann til eyðistaða og var þar á bæn.
17Svo bar við á einum degi, er hann kenndi, og þar sátu farísæar og löglærðir, er komnir voru úr öllum þorpum í Galíleu, Júdeu og frá Jerúsalem, og kraftur Guðs auðsýndi sig í að lækna marga;18að þar komu nokkrir menn, er báru visinn mann á sæng. Þeir leituðust við að bera hann inn, og leggja hann fram fyrir Jesúm;19en áttu ekki kost á því fyrir mannþrönginni. Fóru þeir þá upp á þakið, og létu hann síga niður gegnum það í sænginni frammi fyrir Jesú;20og er hann sá trú þeirra, sagði hann: þú, maður! syndir þínar eru þér fyrirgefnar.21Þá tóku farísæar og þeir löglærðir að hugsa með sér, hvör sá væri, er færi með slíka guðlöstun, þar enginn kynni að fyrirgefa syndirnar, nema Guð einn.22Þá sagði Jesús, sem vissi hvað þeir hugsuðu, við þá: hvað er það, sem þér hug um leiðið?23hvört er auðveldara að segja: þér eru þínar syndir fyrirgefnar, eða: statt upp og gakk?24En til þess að þér vitið að Mannsins Sonur hefir vald á jörðu að fyrirgefa syndirnar, þáð statt þú upp, segir hann til þess visna, tak þú sæng þína, og far þú heim til þín.25Fór hann þá strax á fætur, svo allir sáu, tók það, sem hann hafði legið á, og fór til húss síns, lofandi Guð.26Þetta þótti öllum en mestu undur, og vegsömuðu Guð óttafullir, og sögðu: furðulegir hlutir eru það, sem vér höfum séð í dag.
27Síðan fór hann burt; þá sá hann tollheimtumann, er sat hjá búð sinni, Leví að nafni;28þenna kvaddi hann til fylgdar við sig; hann yfirgaf allt og fylgdi honum.29Nokkru síðar bjó Leví honum veislu mikla í húsi sínu, var þar að boðum margt tollheimtumanna og annarra.30Af þessu kurruðu farísear og þeir löglærðu við lærisveina hans og spurðu: hví þeir hefðu samneyti við tollheimtara og bersynduga.31Jesús svaraði: ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem vanheilir eru;32ekki er eg kominn að kalla réttláta, heldur synduga til lifnaðarbóta.
33Þá sögðu þeir til hans: því fasta lærisveinar Jóhannesar oftlega og eru á bænum, eins lærisveinar faríseanna, en þínir neyta matar og drykkjar?34Jesús mælti: trautt munu brúðmennirnir fasta, meðan brúðguminn er með þeim;35en sá tími mun koma, að brúðguminn verður tekinn frá þeim, og þá munu þeir fasta;36síðan sagði hann þeim þetta til dæmis: enginn leggur nýja bót á gamalt fat, því annars rífur bæði nýja bótin gamla fatið, og sambýður því ekki heldur, af því hún er tekin af nýju.37Ekki heldur plaga menn að láta nýtt vín í gamla belgi, annars sprengir hið nýja vínið gömlu belgina;38heldur ber að láta nýtt vín á nýja belgi og varðveitist þá hvörttveggja.39Ekki heldur plagar sá, sem drekkur gamalt vín, að girnast strax nýtt vín, því honum þykir það gamla betra.
Lúkasarguðspjall 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:15+00:00
Lúkasarguðspjall 5. kafli
Jesús kennir af skipinu; læknar einn líkþráan og fleiri; læknar visinn mann, og sannar þar með að hann hafi vald til að fyrirgefa syndir; kveður Leví til að fylgja sér, og forsvarar, að hann eti með tollheimtumönnum, talar um föstu.
V. 1–11. sbr. Matt. 4,18–22. Mark. 1,16–20. V. 12–16. Matt. 8,2–5. Mark. 1,40–45. V. 14. 3 Mós. 14,10. ff. V. 17–26. sbr. Matt. 9,2–8. Mark. 2,1–12. V. 27–30. sbr. Matt. 9,9–17. Mark. 2,13–22.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.