1Tveimur dögum hér eftir var páskahátíð, hátíð hinna ósýrðu brauða a); þá leituðust þeir æðstu prestar og skriftlærðir við, hvörninn þeir gætu fangað hann með svikum, og ráðið hann af dögum;2sögðu samt: ekki á hátíðinni, svo ekki rísi órói milli alþýðunnar.
3Nú er hann var undir borðum í Betanía í húsi Símonar líkþráa, kom þar kona nokkur, sem hafði smyrslaflösku úr alabastri, fulla með dýrmæta, ómengaða nardusolíu; hún braut flöskuna og hellti olíunni yfir höfuð honum.4Þetta féll sumum illa í skap, og sögðu: því er þessum smyrslum spillt?5Þau hefði mátt selja fyrir meir en 300 peninga og gefa fátækum; og tóku þeir að ásaka hana hér fyrir.6Jesús mælti: látið hana í friði! því amist þér við henni? vel gjörði hún til mín.7Fátæka hafið þér ætíð hjá yður, og kunnið að gjöra þeim gott, nær þér viljið, en mig hafið þér ekki ætíð hjá yður.8Hún gjörði hvað í hennar valdi stóð; hún hefir fyrifram smurt líkama minn til greftrunar;9trúið mér! hvar helst í öllum heimi, sem gleðiboðskapurinn verður boðaður, mun þess og getið, sem hún gjörði, henni til hróss.
10Síðan fór Júdas frá Karíot, einn af þeim tólf, til enna æðstu presta, til þess hann kæmi honum með svikum á þeirra vald;11við þetta urðu þeir glaðir, og hétu honum fé, en hann leitaði, hvörninn hann á hentugastan hátt gæti svikið Jesúm.
12Á fyrsta hátíðar degi hinna ósýrðu brauða, á hvörjum páskalambinu átti að slátra, spurðu lærisveinar Jesú hann um: hvar hann vildi þeir matreiddu honum páskalambið?13Þá sendi hann tvo af þeim og sagði: farið þér í borgina, þar munuð þér mæta mani, sem ber vatnskrús, fylgið honum,14og segið ráðanda þess hús, sem hann gengur inn í, að Lærimeistarinn spyrji: hvar að sé það herbergi, hvar hann geti neytt páskalambsins með lærisveinum sínum?15og mun hann þar sýna yður stóran loftsal með uppbúnum bekkjum; búið þér þar oss til matar.16Þeir fóru, sem þeim var boðið, komu í borgina, fundu allt eins og hann hafði sagt þeim, og matbjuggu þar páskalambið.17Um kvöldið kom hann sjálfur með þeim tólf.18Þegar þeir voru komnir undir borð, og teknir til matar, mælti Jesús: sannlega segi eg yður: einn af yður, sem nú er að mat með mér, mun svíkja mig.19Við þetta urðu þeir hryggvir, og spurðu hann einn eftir annan,20hvört hann meinti þetta til sín? hann svaraði: það er einn af þeim tólf, sem dýfir með mér í sama fat;21Mannsins Sonur mun að vísu láta líf sitt, eins og spáð er um hann, en vei þeim, sem svíkur hann; betra væri honum að hann aldrei væri fæddur.22Meðan þeir enn þá voru undir borðum, tók Jesús brauðið, gjörði Guði þakkir, braut það, rétti að þeim, og mælti: takið þér við, þetta er minn líkami.23Síðan tók hann bikarinn, gjörði Guði þakkir, og fékk þeim hann, og þeir drukku allir af honum;24þá sagði hann við þá: þetta er mitt blóð, blóð hins nýja sáttmála, sem fyrir marga verður úthellt;25eg segi yður það satt, að héðan í frá mun eg ekki af vínviðarávexti drekka, til þess dags, er eg drekk af annarskonar ávexti í Guðs ríki.
26Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir til Viðsmjörsfjallsins;27á veginum mælti Jesús: í nótt munuð þér allir yfirgefa mig, eins og sagt er í Ritningunum: „nær eg deyði hirðirinn, þá munu sauðirnir tvístrast“;28en eftir mína upprisu mun eg verða kominn á undan yður til Galíleu.29Þá sagði Pétur: þótt allir yfirgefi þig, þá skal eg samt aldrei yfirgefa þig!30Jesús mælti: trú þú mér! nú í nótt, áður en haninn hefir galað tvisvar, muntú þrisvar hafa afneitað mér.31En hann kvað enn frekar að, og mælti: þótt eg ætti að láta líf mitt með þér, skyldi eg þó aldrei afneita þér; eins sögðu allir lærisveinarnir.
32En er þeir komu í þann stað, er heitir Getsemane, bað hann lærisveina sína bíða þar, á meðan hann væri á bæn.33Hann tók þá með sér Pétur, Jakob og Jóhannes, og tók ákaflega að hryggjast og harmþrunginn að verða.34Þá sagði hann til þeirra: eg em í dauðans angist; bíðið hér og vakið.35Þá gekk hann lítið lengra áfram, féll til jarðar og bað, að þessi harmastund mætti hjá sér líða, ef þess væri kostur.36Faðir minn! sagði hann, alls ertú máttugur, lát þenna bikar víkja frá mér; þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.37Þá kom hann aftur til þeirra, fann hann þá sofandi; þá sagði hann til Péturs: Símon! sefur þú? gastú ekki vakað um eina stund?38Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni; andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er veikt.39Í öðru sinni fór hann burtu, og gjörði bæn sína og talaði enum sömu orðum.40Og þá er hann kom aftur, fann hann þá aftur sofandi, og voru þeir svo yfirkomnir af svefnþunga, að þeir ekki vissu, hvörju þeir svöruðu honum.41Þriðja sinn kom hann til þeirra, og sagði: sofið nú það eftir er, og hvílist! það er nóg—nú er tíminn kominn; sjá! Mannsins Sonur mun framseldur verða á vald vondum mönnum.42Standið upp, förum héðan; sá er í nánd, er mig svíkur.43Jafnskjótt, er hann var þetta að tala, kom Júdas, er var einn af þeim tólf lærisveinum, og með honum fjöldi mann, búnir sverðum og bareflum, sendir frá höfuðprestunum og þeim skriftlærðu og öldungunum.44Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: sá, sem eg kyssi, hann er Jesús; handtakið hann og leiðið á burt vareygðarlega.45Og er hann kom, gekk hann þegar að Jesú, og segir: Meistari, Meistari; og minntist við hann.46En hinir lögðu hendur á hann og tóku hann.47En einn af þeim sem hjá stóðu, brá sverði og hjó á eyra þjónustumanni hins æðsta prests, svo aftók.48Þá tók Jesús til orða og mælti til þeirra: þér eruð útfarnir með sverðum og bareflum til að handtaka mig, sem væri eg ránsmaður.49Dagsdaglega kenndi eg í musterinu hjá yður, og handtókuð þér mig samt ekki; en þetta er skeð svo spádómarnir rættust.50Þá yfirgáfu hann allir lærisveinarnir, og flýðu.51Maður nokkur ungur fylgdist með honum, hann hafði lín eitt klæða á berum sér;52og er flokks mennirnir vildu handtaka hann, kastaði hann línklæðinu, og flýði nakinn í burtu frá þeim.
53Síðan leiddu þeir Jesúm til höfuðprestsins, og þangað söfnuðust allir hinir æðstu prestar og öldungar og hinir skriftlærðu.54Pétur fylgdi honum álengdar, allt inn í garð höfuðprestsins, settist þar hjá þjónustumönnunum, og ornaði sér við eldinn.55En höfuðprestarnir og allt það mikla ráð leitaði vitna gegn Jesú, að þeir kynnu að dæma hann til dauða, en fundu ekkert saknæmt um hann;56því þó margir bæru ljúgvitni gegn honum, urðu þó vitnisburðir þeirra ekki samhljóða.57Nokkrir stóðu upp og báru það ljúgvitni:58vér heyrðum hann segja: eg skal brjóta niður þetta musteri, er með höndum er gjört, og innan þriggja daga byggja upp annað musteri, það ekki er með höndum gjört.59En ekki heldur varð vitnisburður þeirra samhljóða í þessu.60Þá gekk höfuðpresturinn fram og spurði Jesúm: svarar þú engu? hvílík stórmæli bera þessir á hendur þér?61en hann þagði og svaraði engu orði. Höfuðpresturinn spurði hann þá enn aftur: ertú Kristur Sonur hins blessaða.62Jesús svaraði: eg em hann; og þér munuð sjá Mannsins Son sitjanda til hægri handar þeim Alvalda og komanda í skýjum himins.63Þá reif höfuðpresturinn klæði sín og mælti: hvað þurfum vér nú framar vitna við?64Þér heyrðuð hans guðlöstun, hvað líst yður? en þeir kváðu hann allir dauðasekan.65Þá hræktu sumir á hann, huldu hans ásjónu, slógu hann með hnefum og sögðu: spáðu nú! líka slógu þjónarnir hann hnefahöggum.
66Meðan Pétur var niðri í forgarðinum, kom ein af þernum höfuðprestsins,67og þá hún sá, hvar Pétur var að orna sér, leit hún við honum, og mælti: þú munt vera einn af lærisveinum Jesú naðverska?68En hann bar á móti því, og sagði: eg veit ekki og skil ekki, hvað þú segir. Gekk hann þá út í forgarðinn, og þá gól haninn.69Þernan sá hann þá aftur, og sagði við þá, sem hjá stóðu: þessi er einn af þeim; en hann neitaði aftur.70Skömmu síðar sögðu þeir, er þar vóru, við Pétur: víst ertú einn af þeim; því málfæri þitt er því líkast, sem þú værir Galíleari.71Þá tók hann að sverja og sárt við leggja, að ekki bæri hann kennsl á þenna mann, er þeir töluðu um.72Þá gól haninn annað sinn. Þá minntist Pétur þess, er Jesús hafði sagt við hann, að áður en haninn galaði tvisvar, mundi hann afneita sér þrisvar; flýtti hann sér þá út, og grét.
Markúsarguðspjall 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:15+00:00
Markúsarguðspjall 14. kafli
Höfuðprestarnir leitast við að fyrirkoma Jesú; kona nokkur smyr hann, Jesús innsetur kvöldmáltíðina, fyrirsegir Péturs hrösun, Jesú þjáning í grasgarðinum; svik Júdasar; Jesús handtekinn; lærisveinarnir flýja, Jesús er leiddur til höfuðprestsins; hans meðkenning fyrir honum; hann fordæmist, meðhöndlast illa, Péturs hrösun.
V. 1–11. sbr. Matt. 26,1–16. Lúk. 22,1–6. Jóh. 12,1–8. V. 1. a. 2 Mós. 12,15. V. 13–25. sbr. Matt. 26,16–29. Lúk. 22,7–18. V. 18–21. sbr. Jóh. 13,21–27. 1 Kor. 11,23–25. V. 18. sbr. Sálm. 41,10. V. 25. sbr. Lúk. 22,29.30. V. 26–42. sbr. Matt. 26,30–46. Lúk. 22,39–46. Jóh. 18,1. V. 27. Sakk. 13,7. V. 43–52. sbr. Matt. 26,47. Lúk. 22,47–53. Jóh. 18,3–11. V. 53–65. sbr. Matt. 26,47–58. Lúk. 22,54.63–71. Jóh. 18,12–16.19–23. V. 58. sbr. Jóh. 2,19–21. V. 62. Dan. 7,13. V. 63. 3 Mós. 10,6. V. 66–72. sbr. Matt. 26,69–72. Lúk. 22,55–62. Jóh. 18,15–18.24–27.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.