1Þetta er upphaf gleðiboðskaparins Jesú Krists, Guðs Sonar.
2Eins og skrifað er hjá spámanninum Esajas: „sjá! eg sendi minn sendiboða á undan þér, sá er greiða skal veg þinn;3kall er heyrt í óbyggðum: tilbúið veg Drottins, jafnið brautir hans:“4þannig skeði það, að Jóhannes skírði í eyðimörku og kenndi: að þeir, er skírast vildu, skyldu bæta ráð sitt, til að fá fyrirgefningu synda sinna.5Til hans komu allir Júdeu og Jerúsalems innbyggjendur, og voru þeir, sem játuðu sín afbrot, skírðir af honum í ánni Jórdan.6Jóhannes var klæddur úlfaldshárum og girtur leðurbelti um lendar sér; fæða hans voru engisprettur og skógarhunang.7Hann hóf svo kenningu sína: sá, er eftir mig kemur, er mér meiri, og eg er ekki þess verður, að eg beygi mig til að leysa hans skóþvengi.8Eg skíri yður einungis í vatni, en hann mun skíra yður með heilögum Anda.
9Svo bar til um þessar mundir, að Jesús kom frá Nasaret í Galíleulandi og lét skírast af Jóhannesi í Jórdan;10en jafnskjótt er hann steig upp úr vatninu, sá Jóhannes himininn opnast og andann fara niður, eins og dúfu, yfir hann;11þá heyrðist rödd af himni: þú ert Sonur minn elskulegur, á hvörjum eg hefi velþóknun.12Og strax þar eftir knúði andinn hann til að víkja á eyðimörku,13og á þessari eyðimörku var hann í fjörutíu daga freistaður af Satan og meðal villudýra; en englar þjónuðu honum.
14En eftir að Jóhannes var framseldur (til lífláts), veik Jesús í Galíleuland, og flutti þar gleðiboðskapinn um Guðs ríki, og sagði:15tíminn er kominn og Guðs ríki er nálægt; bætið ráð yðar og trúið þessum gleðiboðskap.
16Þegar hann gekk með sjónum í Galíleu, sá hann Símon og Andrés, bróður hans, sem voru að leggja net í sjóinn, því þeir voru fiskimenn.17Jesús sagði til þeirra: fylgið mér eftir, og mun eg gjöra yður að mannaveiðurum.18Þeir yfirgáfu strax netin, og fylgdu honum.19Þegar hann var kominn skammt þaðan, sá hann þá Jakob Sebedeusarson og Jóhannes bróður hans, sem og svo vóru á skipi að bæta net;20þá kvaddi hann einninn strax til fylgdar við sig. Þeir yfirgáfu föður sinn þar á skipinu, samt leiguliðana og fylgdu honum.21Þeir komu til Kapernaum, og strax gekk Jesús í samkunduhús þeirra og kenndi þar á hvíldardögum;22en fólkið undraðist mjög kenningu hans, því hann kenndi þeim eins og sá er hefði vald til þess (af Guði) en ekki eins og hinir skriftlærðu.23Í samkunduhúsi þeirra var maður nokkur, sem hafði óhreinan anda; hann kallaði og sagði24æ, hvað höfum við saman að sælda, Jesú naðverski? ertú kominn til að fyrirfara oss? Eg veit hvör þú ert, hinn heilagi Guðs a).
25Jesús hastaði þá á hann og mælti: þegi þú, og far út af honum!26Þá hreif hinn óhreini andi manninn, og fór út af honum öskrandi.27Þetta undruðust allir, svo þeir spurðu hvör annan og sögðu: hvað er þetta? hvör er þessi hin nýja kenning? því hann skipar jafnvel óhreinum öndum með valdi, og þeir hlýða honum.28En orðrómurinn af honum barst strax út um öll þau lönd, er lágu í grennd við Galileuland.29Strax sem þeir komu úr samkunduhúsinu, fóru þeir til húss Símonar og Andrésar, ásamt með Jakobi og Jóhannesi;30þar lá móðir konu Símonar sóttveik, og strax var honum sagt frá henni;31hann gekk þangað, tók í hönd henni, reisti hana á fætur og þá hvarf strax sóttveikin frá henni, og hún þjónaði þeim.32Nú er kvöld kom og sól var runnin, færðu þeir til hans alla veika og djöfulóða,33og borgarmenn söfnuðust allir saman að dyrum hússins;34en hann læknaði marga þá, er veikir voru af ýmsum sjúkleikum, og rak út marga djöfla, og leyfði þeim ekki að segja, að þeir þekktu hann.
35Að morgni fyrir dögun fór hann á fætur, og gekk út úr borginni í einn eyðistað, og gjörði þar bæn sína;36en Símon og þeir, sem með honum voru, eltu hann,37og er þeir fundu hann, sögðu þeir til hans: allir leita þín.38Þá sagði Jesús við þá: vér skulum fara í nálæg þorp, svo eg fái einninn þar kennt; því til þess er eg út farinn a).39Og hann kenndi í samkunduhúsum þeirra um allt Galíleuland og rak djöfla út.40Og maður nokkur líkþrár kom til hans, féll til fóta hans og bað hann með svofelldum orðum: ef þú vilt, getur þú læknað mig.41Jesús kenndi í brjósti um hann, rétti út höndina, snart hann og sagði: eg vil, vertú heill!42og jafnskjótt, er Jesús mælti þetta, hvarf af honum líkþráin, og hann varð heilbrigður.43Jesús lét hann strax frá sér fara, lagði ríkt á við hann,44og mælti: varastú að segja þetta nokkrum, heldur far og sýn þig prestinum, offra því, sem Móses bauð, til sannindamerkis um, að þú sért heilbrigður orðinn.45En maðurinn fór og talaði margt um þetta og bar það út, svo Jesús mátti ekki framar koma opinberlega í borgina; var hann því utanborgar í eyðistöðum, og kom fólk þangað til hans úr öllum áttum.
Markúsarguðspjall 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:07+00:00
Markúsarguðspjall 1. kafli
Verk Jóhannesar og Jesú.
V. 2. Malak. 3,1. V. 3. Esa. 40,3. V. 2–8. sbr. Matt. 3,1–12. Lúk. 3,2–18. V. 7–8, sbr. Jóh. 1,26.27.33. V. 9–11. sbr. Matt. 3,13–17. Lúk. 3,21.22. (Jóh. 1,29–33). V. 12–13, sbr. Matt. 4,1–11. Lúk. 4,1–13. V. 14–15, sbr. Matt. 4,12–17. V. 16–20, sbr. Matt. 4,18–22. Lúk. 5,1–11. V. 21–39, sbr. Matt. 8,14–17. Lúk. 4,31–44. V. 24. a. Messías. V. 38. a. Þ. e. frá Kapernaum. V. 40–45. sbr. Matt. 8,2–5. Lúk. 5,12–16. V. 44. 3 Mós. 14,3.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.