1Á áttunda mánuði annars árs Daríí, talaði Drottinn þessum orðum til spámannsins Sakaríass Barakíasonar, Iddósonar:2Drottinn var stórlega reiður forfeðrum yðar.3Seg þess vegna til (niðja) þeirra: Svo segir Drottinn allsherjar: snúið yður til mín, segir Drottinn allsherjar, þá vil eg snúa mér til yðar, segir Drottinn allsherjar.4Verið ekki sem forfeður yðar, sem hinir fyrri spámenn áminntu með svofelldum orðum, „svo segir Drottinn alvaldur, snúið yður frá yðar vondum vegum og frá yðar illum athöfnum“, en hlýddu þó ekki, og gáfu öngvan gaum að mér, segir Drottinn.5Yðar feður, hvar eru þeir?6En mín orð og atkvæði, þau er eg lét mína þjóna, spámennina kunngjöra, hafa þau ekki komið fram á forfeðrum yðrum? svo þeir hefðu mátt snúa sér og segja: „eins og Drottinn allsherjar hafði ásett sér að gjöra við oss eftir vorri breytni og athöfnum vorum, eins hefir hann og við oss gjört.“
7Á hinum tuttugasta og fjórða degi hins ellefta mánaðar, það er mánuðurinn sebat, á öðru ári Daríí, útgekk orð Drottins til Sakaríass spámanns Barakíasonar, Iddósonar, á þenna hátt:8Eg sá sýn á náttarþeli, og sá hvar maður nokkur sat á rauðum hesti, hann hélt kyrru fyrir á meðal myrtustrjánna í dalverpi nokkuru; að baki honum voru rauðir, jarpir og hvítir hestar.9Þá spurði eg: hvörjir eru þessir, herra? engill sá, er við mig talaði, sagði til mín: eg skal sýna þér, hvörjir þessir eru.10Þá svaraði maðurinn, sem hélt kyrru fyrir meðal myrtustrjánna, og sagði: þessir eru þeir, er Drottinn hefir sent til að fara út um veröldina.11(Þessir menn) svöruðu þá engli Drottins, þeim er hélt kyrru fyrir meðal myrtustrjánna, og sögðu: vér höfum farið um alla veröldina, og sjá, öll jörðin er í ró og kyrrð.12Þá svaraði engill Drottins og sagði: hve lengi skal það vara, að þú ekki miskunnir þig yfir Jerúsalemsborg og yfir borgir Júdaríkis, hvörjum þú hefir reiður verið þessi sjötíu ár?13Drottinn svaraði þeim engli, er við mig talaði, með blíðum orðum og huggunarríkum.14Engillinn, sem við mig talaði, sagði þá til mín: kunngjör og seg: Svo segir Drottinn allsherjar: eg vil rétta hlut Jerúsalemsborgar og Síonsfjalls með stórri vandlætingu;15en eg er stórum reiður hinum andvaralausu heiðingjum: því þegar eg lét (Gyðinga) kenna lítið eitt á reiði minni, þá juku þeir á böl þeirra.16Þess vegna segir Drottinn svo: eg hefi snúið mér miskunnsamlega til Jerúsalemsborgar; þar skal hús mitt verða upp byggt, segir Drottinn allsherjar, og mæliþráður lagður verða yfir Jerúsalemsborg.17Kunngjör enn fremur, og seg: Svo segir Drottinn allsherjar: mínar borgir skulu að nýju fljóta í gæðum; Drottinn mun aftur miskunna sig yfir Síonsfjall, og vill enn hafa velþóknun á Jerúsalemsborg.
Sakaría 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:52+00:00
Sakaría 1. kafli
Sakarías (Esd. 5,1. 6,14) varar Gyðinga við vondum dæmum forfeðra þeirra; fær í einni sýn vitrun um uppbyggingu musterisins.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.