1Jónasi mislíkaði þetta næsta mjög, og hann varð reiður.2Hann bað til Drottins, og sagði: heyr mig, Drottinn! kemur nú ekki að því, sem eg hugsaði, meðan eg enn var í mínu landi? Þess vegna vildi eg í fyrra sinni flýja til Tarsisborgar; því eg vissi, að þú ert líknsamur og miskunnsamur Guð, þolinmóður og gæskuríkur, og óhótrækinn.3Eg bið þig, Drottinn, tak nú mína önd frá mér! því mér er betra að deyja, en lifa.4Drottinn sagði: er það rétt gjört af þér, að reiðast svo?5Jónas hafði farið út af borginni, og búist um fyrir austan borgina; þar hafði hann gjört sér laufskála, og sat hann undir skálanum í forsælunni, og beið þess að hann sæi, hvörnig Ninive borginni reiddi af.6Þá lét Drottinn Guð undurnjóla uppspretta, og vaxa upp yfir Jónas, til þess að bera skugga á höfuð hans, og frelsa hann frá því, sem honum var að meini, og varð Jónas stórlega feginn undurnjólanum.7En næsta dag, þegar morgunroðinn rann upp, lét Guð orm koma; sá stakk undurnjólann, svo hann visnaði.8Og er sól var á loft komin, lét Guð koma hægan austanblæ, og skein sólin svo heitt á höfuð Jónasi, að hann vanmegnaðist; þá óskaði hann sér dauða, og sagði: mér er betra að deyja, en lifa!9Þá sagði Guð til Jónasar: er það rétt gjört af þér, að reiðast svo vegna undurnjólans? Hann svaraði: það er rétt, að eg reiðist til dauða.10En Drottinn sagði: þig tekur sárt til undurnjólans, sem þú hefir ekkert fyrir haft og ekki uppklakið, sem vóx á nóttu og hvarf á nóttu;11og mig skyldi ekki taka sárt til Ninive, hinnar miklu borgar, í hvörri að eru miklu meir en hundrað og tuttugu þúsundir manna, er ekki þekkja hægri hönd sína frá hinni vinstri, og þar með fjöldi dýra.
Jónas 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:45+00:00
Jónas 4. kafli
Guð átelur Jónas fyrir það að hann var óánægður yfir því, að Guð hafði þyrmt Niníveborgarmönnum.
V. 6. Undurnjóli er viðartegund, sem mikið vex af í Gyðingalandi; hann er graskynjaður, holur innan, vex undrunarlega fljótt svo að hann innan fárra daga verður að litlu tré, blöðin eru breið sem á vínviði, og ber af þeim mikinn skugga; af frækjarnanum fæst olía, sem höfð er til lækninga. Undurnjóli er eigi vanur að standa lengur en tvö ár.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.