1Heyrið þetta orð, sem Drottinn talar gegn yður, Ísraelsmenn, gegn öllum þeim kynkvíslum, er eg útleiddi af Egyptalandi, segjandi:2Sannarlega hefi eg látið mér annt um yður fremur öllum kynkvíslum jarðarinnar; þess vegna vil eg hegna yður fyrir allar yðar misgjörðir.3Megu tveir menn verða samferða, nema þeir mæli sér mót?4Mun ljónið öskra í skóginum, ef það sér öngva bráð? Mun ljónskálfurinn láta til sín heyra í bæli sínu, ef hann hefir engu náð?5Getur fuglinn komið í snöruna á jörðinni, ef engi snara er fyrir hann lögð? Mun snaran verða upp tekin af jörðunni, ef ekkert hefir í hana fengist?6Verður nokkur lúður svo þeyttur innan borgar, að fólkinu skjóti eigi skelk í bringu? Vill nokkurt andstreymi til í borginni, að Drottinn ekki láti það að hendi bera?
7En Drottinn alvaldur gjörir ekkert, nema hann kunngjöri sinn leyndardóm fyrir sínum þjónum, spámönnunum.8Ljónið öskrar; hvör skyldi ekki óttast? Drottinn hinn alvaldi talar; hvör skyldi ekki spá?
9Birtið þann boðskap í höllunum í Asdodsborg og í höllum Egyptalands og segið: „safnist saman upp á Samaríufjöll, og lítið á hina miklu styrjöld mitt í staðnum, og á hina undirkúguðu innan borgar“.10Þeir hirða ekki um að gjöra hvað rétt er, segir Drottinn, heldur hlaða saman ofríki og kúgunum í höllum sínum.11Þar fyrir segir Drottinn alvaldur: fjandmenn skulu umkringja landið á alla vegu, taka frá þér styrk þinn, og þínar hallir skulu rændar verða.12Svo segir Drottinn: eins og hirðirinn þrífur tvö læri eða snepil af eyra úr munni ljónsins, eins skulu þeir Ísraelsmenn, er í Samaríu búa, forða sér í bekkjarhorni og í silkirúmblæjum.13Heyrið og verið vottar til þessa, þér Jakobsniðjar, segir Drottinn alvaldur, Guð allsherjar:14þann dag er eg hegni Ísraelsmönnum fyrir misgjörðir þeirra, vil eg láta hegninguna koma niður á goðastöllunum í Betel (Hós. 4,15); hornin upp af goðastallanum skulu verða af brotin, og falla til jarðar.15Eg skal niðurbrjóta vetrarhallirnar ásamt með sumarhöllunum, fílabeinshallirnar skulu hverfa, og mörg hús til grunna ganga, segir Drottinn.
Amos 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:45+00:00
Amos 3. kafli
Amos sýnir, að hegning var nauðsýnleg og óumflýjanleg.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.