1Þeytið lúðurinn á Síonsfjalli! æpið heróp á mínu heilaga fjalli! skelfist, allir innbúar landsins! því dagur Drottins kemur, hann er í nánd,2hinn myrki og dimmi dagur, hinn skýjaði og skuggalegi dagur. Eins og morgunroði, breiðir sig yfir fjöllin stór og voldug þjóð, hvörrar líki ekki hefir verið frá upphafi veraldar, og mun ekki hér eftir verða um alla ókomna mannsaldra;3fyrir henni fer eyðandi eldur, eftir henni logi brennandi: landið fram undan henni er sem Edensgarður, en á bak henni sem eyðiöræfi; engi hlutur kemst undan henni.4Ásýndum eru þeir sem hestar að sjá, og fráir sem riddarar.5Þegar þeir stökkva á fjallatindunum, verður gnýr, sem af vögnum, eða af eldsloga, sem snarkar í hálmi þeim, er hann brennir; þeir eru eins og voldug þjóð, búin til bardaga.6Fyrir þessum múga skjálfa þjóðirnar, og öll andlit blikna.7Þeir hlaupa sem hetjur, stíga upp á borgarvegginn, sem hermenn; sérhvör þeirra gengur beint fram, og víkur ekki af stefnu sinni;8engi þeirra þrengir öðrum, heldur gengur hvör sína braut: þeir falla fyrir sverðum, en aftra ekki göngu sinni.9Þeir ólmast um borgina, hlaupa á borgarveggnum, stíga upp í húsin, og fara inn um gluggana, sem þjófar.10Jörðin titrar fyrir þeirra ásjónu, himinninn skelfur, sól og tungl verða myrk, og stjörnurnar afturhalda ljósi sínu.11Drottinn upphefur sína (þrumu)raust fyrir öndverðu liði sínu, því herlið hans er ákaflega mikið, og voldugur er sá, sem framkvæmir hans boð; því stór og ógurlegur er dagur Drottins: hvör getur afborið hann?
12Þar fyrir, svo segir Drottinn, snúið yður nú til mín af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini.13Sundurrífið yðar hjörtu, en ekki yðar klæði; snúið yður til Drottins, yðvars Guðs, því hann er líknsamur, miskunnsamur, þolinmóður, gæskuríkur og vorkunnsamur í mótlætinu.14Hvör veit, nema hann miskunni sig aftur yfir yður, og láti blessun eftir sig, matfórn og dreypifórn handa Drottni, Guði yðrum?15Þeytið lúðurinn á Síonsfjalli, haldið föstu, stefnið hátíðisfund,16kallið saman lýðinn, kveðjið þjóðfundar, stefnið saman höfðingjum lýðsins, og ungum börnum, og jafnvel brjóstmylkingum, brúðguminn gangi út af herbergi sínu, og brúðurin út af brúðarsalnum.17Kennimennirnir, þjónar Drottins, standi milli svölugangsins og altarisins, og segi grátandi: þyrm þínu fólki, Drottinn! lát eigi þinn eiginlegan lýð verða að spotti, svo heiðingjarnir kveði um hann háðvísur; hví skal sagt verða meðal heiðingjanna: hvar er nú Guð þeirra?
18Þá mun Drottinn rétta hlut síns lands, og vægja sínu fólki.19Drottinn mun svara og segja við sinn lýð: sjáið, eg sendi yður korn, vínberjalög og viðsmjör, svo yður skal nægja til saðnings; og eg vil eigi láta yður hér eftir verða að spotti meðal heiðingjanna.20Þeim sæg, sem frá norðri kom, skal eg stökkva langt í burt frá yður, og keyra hann út á auðnir og öræfi, skal fararbroddur hans lenda í austurhafinu, en halaflokkurinn í vesturhafinu; þar skal fýla og illur daun upp af honum stíga, sökum þess stórræðis, sem hann hefir í frammi haft.21Óttast eigi, (Ísraels)land, ver glaðvært og fagna, því Drottinn hefir framkvæmt mikla hluti.22Óttist eigi, þér dýr sem lifið á víðavangi, því grashagar eyðimerkurinnar grænka; trén bera ávöxt, fíkjutrén og víntrén gefa sinn gróða.23Og þér Síonsbörn, fagnið og verið glöð í Drottni, Guði yðrum, því hann gefur yður regn í hæfilegan tíma, og lætur vordögg og haustregn ofan til yðar koma, sem fyrrum.24Láfarnir skulu verða fullir af korni, og lagarkerin fljóta af þrúgnalegi og viðsmjöri.25Þá vil eg bæta yður upp þau hallærisárin, sem urðu, þegar eg sendi móti yður þann hinn mikla herskara minn, fernar tegundir engispretta.26Þér skuluð eta og mettir verða, og lofa nafn Drottins, yðvars Guðs, sem hefir gjört dásamlega hluti yðar á meðal; og mitt fólk skal aldrei að eilífu til smánar verða.27Og þér skuluð viðurkenna, að eg er mitt á meðal Ísraelsmanna, og að eg Drottinn er yðar Guð, en enginn annar, og mitt fólk skal aldrei að eilífu til smánar verða.
Jóel 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:38+00:00
Jóel 2. kafli
Jóel afmálar yfirgang og eyðileggingu engisprettanna; ræður fólkinu af nýju að leita trausts hjá Guði, og fullvissar það um hans bænheyrslu.
V. 23. Síonsbörn, innbyggjendur Jerúsalemsborgar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.