1Þetta er það orð, sem Drottinn talaði til Jóels Petúelssonar.2Heyrið þetta, þér höfðingjar! takið eftir, allir landsins innbyggjendur! Hefir slíkt nokkurn tíma til borið á yðar dögum, eða á dögum feðra yðvarra?3Segið börnum yðar frá því, segi þau aftur sínum börnum, og þeirra börn sínum niðjum fram í ættir.4Það sem ein engisprettutegundin eftir skilur, það uppetur önnur; það sem hún leyfir, uppetur hin þriðja; það sem sú leyfir, uppetur hin fjórða.5Vaknið þér upp, þér ofdrykkjumenn, og grátið; veinið, allir þér sem vín drekkið, vegna vínberjalagarins, því hann er í burtu tekinn frá yðar munni.6Því voldug og ótöluleg þjóð gengur yfir land mitt; tennur hennar eru sem ljónstennur, og vígtennur hennar, sem dýrsins óarga;7hún leggur mín víntré í eyði, brýtur mín fíkjutré, flær allan börk af þeim, og kastar þeim burt, og greinar þeirra eru hvítar eftir.
8Kveina þú (Jerúsalem!), eins og sú mey, sem íklædd sorgarbúningi grætur unnusta sinn!9matarfórn og dreypifórn er burt tekin frá Drottins húsi; kennimennirnir, þjónar Drottins, eru hryggvir;10akrarnir eru í eyði: landið harmar, því kornið er eytt, vínberjalögurinn þornaður, viðsmjörið horfið.11Akurmennirnir eru sneyptir, vínyrkjumennirnir kveinandi, vegna hveitisins og byggsins: því útséð er um nokkura uppskeru af akrinum;12víntréð, pálmatréð, eplatréð og öll skógartrén eru uppþornuð; þess vegna er öll gleði horfin frá mannanna börnum.13Takið sorgarbúning og harmið, þér kennimenn; kveinið, þér þjónar altarisins; gangið, þjónar míns Guðs, inn (í forgarð musterisins), og verið þar náttlangt, íklæddir sorgarbúningi: því matarfórn og dreypifórn er burt tekin frá húsi yðvars Guðs.
14Haldið föstu, stefnið hátíðisfund, kallið saman höfðingjana og alla landsins innbyggjendur í hús Drottins, yðvars Guðs, og ákallið Drottin:15ó, hvílíkur dagur! dagur Drottins er nálægur! hann mun koma sem eyðilegging frá hinum Almáttuga.16Er ekki fæðan á burtu svipt fyrir augum vorum, og horfin gleði og fögnuður úr húsi vors Guðs?17Frækornin hjaðna undir moldarkekkjunum, forðabúrin eru eydd, kornhlöðurnar niðurrifnar, því kornið er uppskrælnað.18O, hvörsu skepnurnar stynja! nautahjarðirnar þola einnig nauð.19Eg kalla til þín, Drottinn, því eldur hefir eytt haglendi eyðimerkurinnar, og logi hefir sviðið öll tré skógarins;20einnig skógardýrin mæna til þín, því vatnslindirnar eru uppþornaðar, og eldur hefir eytt grashögum eyðimerkurinnar.
Jóel 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:38+00:00
Jóel 1. kafli
Jóel boðar mikla landplágu af engisprettum (sem líklega á að merkja hernað utanríkis óvina), lýsir almennri hörmung landsins, og ræður fólkinu til að ákalla Guð um hjálp.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.