1Samaría er sakfallin, af því hún gjörði uppreisn gegn Guði sínum; þeir skulu því falla fyrir sverði, ungbörnum þeirra skal verða slegið niður við, og þungaðar kvinnur hjá þeim skulu verða sundurhöggnar.
2Snú þér, Ísraels lýður, til Drottins, Guðs þíns, því þú ert á fallanda fæti sökum misgjörða þinna.3Látið yður eigi orð skorta, snúið yður til Drottins, og segið til hans: „Fyrirgef allar vorar syndir! vert oss líknsamur! vér viljum gjalda þér fórnir vara vorra.4Assýríukonungur skal ekki hjálpa oss, vér viljum ekki treysta á riddaraliðið, og ekki framar segja við verkin vorra handa: þér eruð vorir guðir; því hjá þér finnur hinn föðurlausi miskunn“.5Eg vil fyrirgefa þeim þeirra drottinssvik (mun Drottinn segja), eg elska þá gjarna, því mín reiði er vikin frá þeim.6Eg skal vera Ísraelsmönnum sem dögg, þeir skulu blómgast sem lilja, og skjóta rótum sem Líbanonsfjall.7Limar þeirra skulu dreifast víðs vegar, toppskrúð þeirra skal verða sem á viðsmjörstré, og ilmur þeirra sem Líbanonsfjalls;8þeir skulu aftur hverfa til að búa í forsælu þess, þeir skulu spretta upp sem korn, blómgast sem víntré, og verða eins og nafntogaðir og vínið frá Líbanonsfjalli.9Hvað þarf Efraims kynkvísl framar að skipta sér af goðalíkneskjum?—eg hefi bænheyrt hana og litið miskunnaraugum til hennar. Eg er sem laufgrænt furutré: frá mér skulu þínir ávextir koma.
10Hvör sem er vís, hann mun hyggja að þessu; hvör sem vitur er, mun skilja það; Því vegir Drottins eru réttir: hinir réttlátu ganga á hans vegum, en hinir ranglátu hrasa á þeim.
Hósea 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:38+00:00
Hósea 14. kafli
Hóseas brýnir enn fyrir Ísraelsmönnum, hvör hegning fyrir þeim liggi fyrir óhollustu þeirra við Guð. Spámaðurinn leggur þeim orð í munn, hvörsu þeir skuli leita líknar hjá Guði, og segir að Guð muni miskunna sig yfir þá, ef þeir leiti hans og betri sig.
V. 4. Riddaraliðið, nefnil., frá Egyptalandi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.