1Á þeim tíma mun Mikael höfuðengill fram ganga, hann sem er verjandi landsmanna þinna—því þá mun sú hörmungartíð koma, að slík mun aldrei verið hafa, frá því að menn urðu fyrst til og allt til þessara tíma—og á þeim tíma munu landsmenn þínir frelsaðir verða, allir þeir sem skráðir finnast á bókinni.2Og margir af þeim sem sofa í dufti jarðarinnar, munu uppvakna, sumir til ævarandi lífs, sumir til ævarandi skammar og smánar.3Þeir trúföstu munu ljóma sem himingeislar, og þeir, sem mörgum hafa vísað á réttan veg, munu skína sem stjörnur um aldur og ævi.4Og þú, Daníel, geym spádóminn og innsigla bókina, allt þar til endirinn kemur. Þá munu margir rannsaka hann, og verða vísari hins sanna.5Ennfremur sá eg, Daníel, að tveir aðrir menn stóðu sínumegin fljótsins hvör,6og sagði annar þeirra til línklædda mannsins, sem stóð fyrir ofan fljótsvötnin: hvönær mun endir verða á þessum stórmerkjum?7Þá heyrði eg til hins línklædda manns, sem stóð fyrir ofan fljótsvötnin, að hann hóf upp sína hægri og vinstri hönd til himins, og sór við þann sem lifir eilíflega: eftir eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð a), og þegar sundurdreifing hins heilaga fólksins er á enda, mun allt þetta fram koma.8Eg heyrði þetta, en skildi það ekki, og spurði því: hvör mun endir á þessu verða?9En hann sagði: gakk, Daníel! því orðin eru afturlukt og innsigluð, þar til endirinn kemur;10margir munu verða hreinir, klárir og skírir, en þeir óguðlegu munu tjá sig óguðlega; enginn af þeim óguðlegu mun skilja þetta, en þeir trúræknu munu skilja það.11Frá þeim tíma, að hin daglega fórn verður aftekin, og til þess að svívirðing eyðileggjandans verður upp reist, munu vera 1290 dagar b).12Sæll er sá, sem þolugur þreyr, og náð getur 1335 dögum.13En þú gakk þitt skeið! og þú munt hvíld öðlast, og upp standa til að meðtaka þitt hlutskipti við endir daganna.
Daníel 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:38+00:00
Daníel 12. kafli
Ályktunarorð spádómsins.
V. 7. a. Þ. e. 31/3 ár. V. 11. b. Sami tími í dagatali, sem í 7. v.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.