1Hann leiddi mig nú út til hins ytra forgarðs, þann veg sem liggur mót norðri, og fór með mig að þeim herbergjum, sem lágu gegnt húsaþorpinu, og beint norður frá frambyggingunni.2Herbergjastæðið var 100 álna langt, frá norðurportinu að telja, og 50 álna breitt;3þar af lágu 20 álnir gegnt innra forgarðinum, og eins margar gegnt steingólfinu í ytra forgarðinum, hitt voru þrísettar stólparaðir, hvör andspænis móti annarri.4Fyrir framan herbergin var gangrúm, 10 álna breitt, og álnarbreiður stígur inn í húsin; herbergja dyrnar sneru til norðurs.5Efstu herbergin voru lægri en miðherbergin og neðstu herbergin, því stólparnir náðu ekki til þeirra;6því þau voru þríloftuð, en höfðu öngvar slíkar stoðir, sem voru í forgörðunum, voru þess vegna þröngbyggðari en neðstu herbergin og miðherbergin, sem risu frá grundvelli.7Utanvert með endilöngum herbergjunum gekk múrveggur móts við ytra forgarðinn, upp að honum lágu herbergin; hann var 50 álna langur;8því lengd herbergjanna móts við ytra forgarðinn var 50 álna, þar sem framhliðin á helgidóminum var 100 álna.9Frá austri var inngangur neðan að þessum herbergjum, þegar menn vildu ganga inn í þau frá ytra forgarðinum.10Sömuleiðis voru herbergi með endilöngum forgarðsmúrnum að austanverðu, fyrir framan húsaþorpið og frambygginguna;11fyrir framan þau var gangrúm, öllu deili eins og við herbergin á norðurhliðinni; þau voru jafnlöng og jafnbreið; allir útgangar þeirra, allt skipulag og dyrumbúningur var eins og á hinum.12Eins voru dyrnar að þeim herbergjum, sem vissu til suðurs; þar voru dyr á, þar sem gangrúmið byrjaði, það gangrúm, sem lá fram með þeim beina múr, er sneri mót austri, hvar inn var gengið.13Hann sagði til mín: norðurherbergin og suðurherbergin, sem liggja fyrir framan húsaþorpið, þau eru heilög herbergi, í hvörjum þeir kennimenn, sem nálægja sig Drottni, skulu neyta hinna helgustu fórna; þar skulu þeir láta þær helgustu fórnir, matarfórnina, syndafórnina og sektafórnina, því þetta er heilagur staður.14Þegar kennimennirnir eru gengnir þangað inn, þá skulu þeir ekki útfara af helgidóminum í hinn ytra forgarð, fyrr en þeir hafa þar lagt klæði sín af sér, í hvörjum þeir embætta, því þau eru heilög, og fært sig aftur í önnur klæði, og gangi svo þangað sem fólkið er.
15Þá hann hafði mælt allt musterið að innanverðu, leiddi hann mig út að austurportinu, og mældi musterið allt í kring.16Hann mældi austurhliðina með mælikvarðanum, 500 mælistengur, eftir mælikvarðanum;17hann mældi norðurhliðina á kvarðann, 500 mælistengur;18hann mældi suðurhliðina á kvarðann, 500 mælistengur;19síðan sneri hann sér að vesturhliðinni, og mældi með kvarðanum 500 mælistengur.20Þannig mældi hann múrvegg musterisins allt um kring á fjórum hliðum, 500 mælistengur á lengdina og 500 á breiddina, til að skilja það heilaga frá því óheilaga.
Esekíel 42. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:30+00:00
Esekíel 42. kafli
Um hliðarbygginguna hjá forgörðunum, 1–14; um mæling þess ysta múrveggjar, 15–20.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.