1Drottinn talaði til mín svolátandi orðum:2hvað á sá málsháttur að þýða, sem þér hafið um Ísraelsland, ef þér segið: feðurnir eta súru vínberin, en börnin fá tannverkinn? (Jer. 31,29–30).3Svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn alvaldur, þá skuluð þér ekki framar hafa slíkt orðtak í Ísrael.4Sjáið! allir menn eru mínir, sonurinn allteins og faðirinn. Hvör sá maður, sem syndgar, hann skal deyja.5Hvör sá maður, sem er ráðvandur, og breytir rétt og ráðvandlega:6Hvör sem ekki etur af skurðgoðafórnum á fjöllum uppi, upphefur ekki sín augu til skurðgoða Ísraelsmanna, flekkar ekki eiginkonu náunga síns, og nálægir sig ekki konu, sem er óhrein;7hvör sem öngvan undirokar, skilar aftur skuldaveði, tekur ekki neitt frá öðrum, býtir brauði þeim hungraða, og skýlir klæðum hinn nakta,8tekur ekki leigu af lánsfé, gjörir ekki ofkröfu (3 Mós. 25,36), heldur sér frá því sem rangt er, dæmir rétt á milli manna;9hvör sem gegnir mínum skipunum og heldur mín boð alvarlega, hann er ráðvandur maður, hann skal lifa, segir Drottinn alvaldur.10En eigi hann ofbeldismann fyrir son, sem úteys blóði, eða gjörir eitthvað af því, sem hér er bannað,11eða gætir ekki alls þess, sem hér er boðið, heldur etur á fjöllum uppi, flekkar kvinnu náunga síns,12kúgar hinn fátæka og þurftuga, tekur frá öðrum, skilar ekki aftur veði, upphefur augu sín til afguða, fremur svívirðingar,13tekur leigu af lánsfé, gjörir ofkröfu: skyldi hann lifa? nei, sá skal ekki lifa, sem fremur slíkar svívirðingar, deyja skal hann, hans blóðsekt skal hvíla yfir honum.14Sá sonur þar á móti, sem sér allar þær syndir, sem faðir hans drýgði, en breytir þó ekki eins og hann sér fyrir sér haft:15etur ekki á fjöllum uppi, upphefur ekki sín augu til skurðgoða Ísraels manna, flekkar ekki eiginkonu náunga síns,16kúgar öngvan, heldur ekki inni veði, tekur ekkert frá öðrum, býtir brauði þeim hungraða, skýlir klæðum þann nakta,17leggst ekki á aumingjann, tekur ekki leigu, né gjörir ofkröfu, heldur mín boðorð og lifir eftir mínum skipunum—sá skal ekki deyja sakir misgjörða föður síns; nei, hann skal lifa.18En faðir hans, sem framdi ofríki og rán gegn bróður sínum, og gjörði hvað ei var gott meðal síns fólks, hann dó fyrir sinna misgjörða sakir.19Hví skal sonurinn ekki gjalda misgjörða föðursins? spyrjið þér. Sonurinn skal lifa, af því hann breytti rétt og ráðvandlega, gætti allra minna boðorða og hélt þau.20Hvör sá maður, sem syndgar, hann skal deyja. Sonurinn skal ekki gjalda föðursins, og faðirinn ekki sonarins; ráðvendnin skal öngvum tilreiknast, nema þeim ráðvanda, og óguðleikinn öngvum nema þeim óguðlega.21En hverfi hinn óguðlegi frá öllum sínum syndum, sem hann hefir gjört, og haldi öll mín boðorð, og breyti rétt og ráðvandlega, þá skal hann lifa og ekki deyja.22Öll hans afbrot, sem hann hefir drýgt, skulu honum þá ei tilreiknuð verða; fyrir sakir þeirrar ráðvendni, sem hann framdi, skal hann lifa.23Hugsar þú, að eg hafi þóknun á dauða hins óguðlega, segir Drottinn alvaldur; nei, heldur þar á, að hann bæti ráð sitt, og lifi.24En víki sá ráðvandi frá sinni ráðvendni og gjöri órétt, og breyti eftir öllum þeim svívirðingum, sem hinn óguðlegi drýgir, skyldi hann þá lifa? Nei, öll sú ráðvendni, sem hann hefir framið, skal ei til álits koma; fyrir þá óhollustu, sem hann hefir sýnt, og þá synd, sem hann hefir drýgt, skal hann deyja.25Og þó segið þér: vegur hins alvalda er ekki réttur? Heyrið þá, Ísraels menn! Skyldi minn vegur ekki vera réttur? munu yðar vegir ekki vera rangir?26Þegar sá ráðvandi víkur frá sinni ráðvendni og gjörir rangt og deyr fyrir þá skuld, þá deyr hann fyrir sakir þeirra ranginda, sem hann gjörði;27og þegar sá óguðlegi hverfur frá sínu ranglæti, sem hann gjörði, og drýgir dyggð og dáð, þá frelsar hann líf sitt;28af því hann sér að sér, og lætur af öllum þeim illgjörðum, sem hann hefir framið, fyrir þá skuld skal hann lifa og ekki deyja.29Og þó segja Ísraelsmenn: vegur hins alvalda er ekki réttur! Mínir vegir, skyldu þeir ekki réttir vera? Munu ekki yðar vegir, Ísraelsmanna, vera rangir?30Eg vil þá dæma sérhvörn yðar Ísraelsmanna eftir sinni hegðun, segir Drottinn alvaldur. Snúið yður því einlæglega frá öllu yðar syndsamlega athæfi, svo yðar misgjörðir verði yður eigi til tjóns;31varpið frá yður öllum yðar syndum, sem þér drýgt hafið, og efnið yður upp á nýtt hjartalag og nýtt hugarfar! því hvar fyrir viljið þér deyja, Ísraelsmenn? eg hefi öngva vild á því, að nokkur maður deyi; bætið því ráð yðvart, og lifið!
Esekíel 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:15+00:00
Esekíel 18. kafli
Esekíel rekur þá meiningu Gyðinga, að þeir yrðu saklausir að gjalda synda forfeðra sinna: því Guð hegnir ei nema þeim seka, og er miskunnsamur við þann óguðlega, ef hann lætur af illu. Sbr. 33,10–20.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.