1Ó! hvörsu hefir Drottinn í bræði sinni hulið Síonsdóttur (með vanvirðu)! hann hefir varpað Ísraels dýrð (hrósunarefni) frá himnum til jarðar, og minntist ekki sinnar fótskarar b) á degi bræði sinnar.2Drottinn hefir vægðarlaust afmáð alla Jakobs bústaði, hann reif niður í bræði sinni (öll) vígi Júda dóttur, og jarðvarpaði þeim, vanhelgaði ríki hennar og höfðingja.3Hann braut í sinni brennandi reiði öll Ísraels horn c), hann dró hægri hönd sína að sér frá óvinarins augum d), hann brenndi Jakob, eins og eldslogi eyðir (öllu) umhverfis.4Hann spennti boga sinn, eins og óvinur, beitti sinni hægri hendi eins og mótstöðumaður, og myrti allt sem augað unni, hann útjós bræði sinni, eins og eldi, yfir tjald Síons dóttur e).5Drottinn er orðinn eins og óvinur, hann hefir afmáð Ísrael, afmáð allar hans hallir, eyðilagt vígi hans, og hlaðið eymd á eymd ofan yfir Júdadóttur.6Hann hefir rifið niður girðing sína, eins og (girðing í kringum) aldingarð, afmáð samkundustað sinn (musterið); Drottinn hefir látið hátíðir og helgidaga gleymast í Síon, og smánað bæði kóng og prest í sinni hefndar reiði.7Drottinn hefir hafnað altari sínu, útskúfað helgidómi sínum, ofurselt hennar (Jerúsalemsborgar) slotsmúra í óvina hendur; þeir létu raust sína glymja í húsi Drottins, eins og á hátíðar degi.8Drottinn hafði ásett sér að eyðileggja múr Síonsdóttur, hann útþandi mælivaðinn, tók ekki hönd sína frá eyðileggingunni, heldur útlék sorglega f) varnargröf og múrvegg, þau eru bæði saman aumkunarlega á sig komin.9Hlið hennar (borgarinnar) eru sokkin í jörðu g), hann hefir ónýtt og mölbrotið slagbranda hennar, kóngur hennar og höfðingjar eru meðal heiðingja, lögmálið er horfið (engir kenna), já, spámenn hennar fá engar sjónir frá Guði.10Öldungar Síonsdóttur sitja þegjandi á jörðunni, ausa moldu yfir höfuð sín, og klæða sig sorgar búningi a), Jerúsalems meyjar hengja höfuð sín til jarðar.
11„Augu mín þverra b) af tárum, innyflin iða í mér, lifrin í mér er úthellt á jörðina c), vegna ófara dætra þjóðar minnar; þegar börn og brjóstmylkingar vanmegnast á borgar götunum.12Þau segja við mæður sínar: hvar er brauð og vín? er þau vanmegnast eins og dauðsærðir menn, á borgarstrætunum, og gefa upp öndina í faðmi mæðra sinna.13Hvað á eg að vitna fyrir þér? (hvörnig á eg að ávarpa þig) hvörsu á eg að líkja við þig? Jerúsalemsdóttir! hvörju á eg að jafna við þig, að eg huggi þig, mærin Síonsdóttir? því áverki þinn er stór eins og hafið, hvör getur læknað þig?14(Fals)spámenn þínir opinberuðu þér hégóma og tál, en drógu ekki skýluna af synd þinni, til að koma í veg fyrir ógæfu þína, heldur töldu þeir þér trú um falskar og tælandi vitranir.15Allir sem framhjá fara, klappa lof í lófa yfir Jerúsalemsdóttur (og spyrja): „er þetta borgin, sem þeir kölluðu hina alfögru, unun alls landsins?“16Allir þínir óvinir glenna upp ginið yfir þér (þ. e. hæðast að þér), hvíslast á, gnísta tönnum og segja: „afmáð gátum vér hana; já, tarna er dagurinn sem vér biðum eftir, hann er þá kominn, vér höfum séð (lifað) hann“.17Drottinn hefir framkvæmt það, sem hann hafði ásett sér, hann hefir efnt orð sitt (hótun sína), sem hann forðum daga hafði boðið (að kunngjöra), hann hefir vægðarlaust umturnað, veitt óvinum þínum fögnuð yfir þér, og upphafið horn (aukið veldi) þinna mótstöðumanna.18Hjörtu þeirra (Gyðinganna) ákalla Drottin, ó! þú múrveggur Síonsdóttur! láttu tárin renna, eins og læk, dag og nótt, gefðu þér ekki hvíld (láttu því ekki linna), augasteinn þinn hvíli sig ekki.19Farðu á fætur, æptu á nóttunni, þegar vaktirnar byrja, aus þú hjarta þínu út eins og vatni fyrir Drottni, fórnaðu höndum þínum til hans fyrir lífi ungbarna þinna, sem vanmegnast af hungri á öllum strætamótum.20Sjá, Drottinn, og athuga, með hvörn þú hefir farið svona! eiga konurnar að eta lífs ávexti sína, ungbörnin, sem borin eru á höndum? Eiga prestarnir og spámennirnir að deyja í Drottins helgidómi?21Ungir og gamlir liggja á götunum á jörðunni; meyjar mínar og yngismenn eru fallnir fyrir sverði, þú myrtir á degi reiði þinnar, þú deyddir og þyrmdir eigi.22Þú kallaðir skelfingarnar yfir mig úr öllum áttum, eins og til hátíðardags, og enginn var, sem undan kæmist, eða eftir yrði á Drottins reiði degi; þá sem eg bar á höndum, og var að klekja upp, hefur óvinur minn afmáð.
Harmljóðin 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Harmljóðin 2. kafli
Harmakvein yfir eyðileggingu borgarinnar.
V. 1. b. „Fótskör“ Þ. e. sáttmálsörkin. V. 3. c. „Braut Ísraels horn“ Þ. e. svipti Ísraels ríki öllum krafti. d. Meiningin: gaf óvinunum frían gang. V. 4. e. „Tjald Síonsdóttur“ þ. e. musterið. V. 8. f. Á hebr: „lét syrgja“ borgir voru umgirtar með veggjum, og svo því erfiðara væri að komast upp á veggina að utanverðu, var gröf grafin allt í kring, og vatni hleypt í; þetta gat ekki orðið Jerúsalem að vörn, þess vegna er svo að orði kveðið: að Guð hafi látið múrvegginn og varnargröfina syrgja. V. 9. g. „Sokkin í jörðu“ nl. af girðingarhruninu; aðrir útleggja: „hlið hennar hrundu til jarðar“. V. 10. a. Á hebr. „hárklæði“. V. 11. b. „þverra“, þ. e. eyðast, skáldleg útmálun þyngstu sorgar. c. Útmálun mestu hjartasorgar, með öðrum orðum: „lifrin, eða hjartað í mér er orðið svo sært, að blóðið úr því rennur út á jörðina“.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.