1Og þeir heyrðu, Sefatia, Mattansson, og Gedalia Pashúrsson, og Jukal, Selemiason, og Pashúr, Malkiason, þau orð, sem Jeremías talaði við fólkið, þá hann mælti:2svo segir Drottinn: hvör sem í þessum stað dvelur, mun deyja fyrir sverði og hungri og drepsótt; en hvör sem fer úr staðnum, til Kaldeumanna, mun lifa, og honum mun sál hans vera herfang, að hann lifi.3Svo segir Drottinn: þessi staður verður gefinn í hönd her konungsins af Babel og hann mun vinna hann.4Þá sögðu höfðingjarnir við kónginn: þessi maður sé þó deyddur! því með þessu gjörir hann linar hendur stríðsfólksins, sem eftir er orðið í þessum stað, og hendur alls fólksins, þegar hann talar fyrir því slíkum orðum; því þessi maður leitar ei þess, sem er þessu fólki til heilla, heldur þess ógæfu.5Og Sedekías kóngur sagði: sjá! hann er í yðar höndum, því ekkert megnar kóngurinn móti yður.6Þá tóku þeir Jeremía, og köstuðu honum í (vatns)gryfju Malkía, sonar Hammeleks, sem var í forgarði varðhaldsins, og létu Jeremía niður í festi, en í gryfjunni var ekki vatn, heldur aðeins bleyta, og Jeremías sökk niður í bleytuna.
7Og Ebedmelek, sá blálenski, hirðmaður nokkur, sem var í húsi kóngsins, fékk að heyra, að menn hefðu kastað Jeremía í gryfjuna; en kóngur sat í Benjamínshliði.8Þá gekk Ebedmelek úr kóngshúsinu, og talaði við konung og mælti:9Minn herra konungur! illa hafa þessir menn gjört allt, sem þeir hafa gjört, við Jeremía spámann, hvörjum þeir köstuðu í gryfjuna; og snart deyr hann þar af sulti, því ekkert brauð er framar til í staðnum.10Og kóngurinn bauð Ebedmelek blámanni, og mælti: taktu með þér héðan 30 menn og drag Jeremías spámann upp úr gryfjunni áður en hann deyr.11Þá tók Ebedmelek mennina með sér, og gekk í kóngsins hús, undir féhirslurnar, og tók þaðan gamla leppa og gamlar tuskur, og lét þetta niður til Jeremía í gryfjuna í festi.12Og Ebedmelek, blámaður, mælti til Jeremía; legg þá gömlu leppa og tuskur undir liðamót þinna handa, undir festina. Og Jeremías gjörði svo.13Og þeir drógu Jeremía í festinni upp úr gryfjunni, og Jeremías var í forgarði varðhaldsins.
14Þá sendi kóngurinn Sedekías, og lét sækja til sín Jeremía spámann, í þann þriðja inngang í Drottins hús, og kóngurinn sagði við Jeremía: eg ætla að spyrja þig nokkurs, dyl ekkert fyrir mér!15Og Jeremías mælti til Sedekía: deyðir þú mig ekki, ef eg segi þér það? og þó eg ráðleggi þér eitthvað, gegnir þú mér ekki.16Þá sór Sedekía kóngur Jeremía heimuglega, og mælti: svo sannarlega sem Drottinn lifir, sem í oss hefir skapað þessa sál! eg deyði þig ekki og gef þig ekki í hönd þessara manna, sem umsitja þitt líf!17Og Jeremías sagði við Sedekía: svo segir Drottinn, herskaranna Guð, Ísraels Guð: ef þú gengur út til herforingja kóngsins af Babel, svo muntu lifa, og þessi staður verður ekki brenndur í eldi, og þú, og þitt hús munt lífi halda.18En gangir þú ekki út til fyrirliðanna kóngsins af Babel, svo verður þessi staður gefinn í hönd Kaldeumönnum, og þeir brenna hann í eldi, og þú munt ei heldur sleppa þeim úr hendi.19Og Sedekías kóngur sagði við Jeremías: eg hefi beyg af Júðum sem strokið hafa til Kaldeumanna, að eg verði seldur þeim í hönd og þeir misþyrmi mér.20Og Jeremías sagði: menn munu ei framselja þig. Hlýð þó raust Drottins eftir því sem eg hefi við þig talað, svo mun þér vel vegna, og þú munt frelsa þitt líf;21en ef þú færist undan að ganga út, svo er þetta það orð, sem Drottinn hefir mér opinberað:22sjá, allar þær konur, sem eftir eru orðnar í húsi Júdakóngs, munu verða burtfluttar, til herforingja kóngsins af Babel, og þær munu segja: „Þínir vinir hafa táldregið þig, og fengið yfirhönd; þínir fætur sukku í foræðið, þeir viku til baka“.23Og allar þínar konur og öll þín börn munu menn færa Kaldeumönnum, og ekki munt þú heldur sleppa undan þeirra hendi; heldur muntu gripinn verða af hönd kóngsins af Babel, og verða því ollandi, að þessi staður verður brenndur í eldi.24Og Sedekía sagði við Jeremía: enginn maður skal vita af þessu tali, svo að þú deyir ekki!25Og ef að höfðingjarnir heyra að eg hafi við þig talað, og koma til þín og segja við þig: láttu oss vita, hvað þú talaðir við kónginn, dyl ekkert fyrir oss, að vér ekki deyðum þig, og það sem kóngurinn talaði við þig;26svo seg til þeirra: eg grátbændi kónginn auðmjúklega að láta mig ekki aftur í hús Jónatans, til að deyja þar.27Og allir höfðingjarnir komu til Jeremía, og spurðu hann, og hann sagði þeim söguna líkt þeim orðum, sem kóngurinn hafði boðið honum. Þá þögðu þeir, og slepptu honum; því ekki var þetta orðið hljóðbært.28Og svo var Jeremías í forgarði varðhaldsins, allt að þeim degi þá Jerúsalem var tekin.
Jeremía 38. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Jeremía 38. kafli
Um hrakninga Jeremía.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.