1Og sem Pashúr prestur, sonur Immers prests, (en hann var yfirumsjónarmaður í Drottins húsi) heyrði Jeremías spá þessum orðum:2þá sló hann Jeremías spámann, og setti hann í fangelsi, sem var í því háa Benjamínsporti í Drottins húsi.3En á öðrum degi lét Pashúr Jeremías lausan úr fangelsinu. Þá mælti Jeremías til hans: Ekki nefnir Drottinn þig Pashúr, (frelsi allt um kring) heldur Magor Missabib (ótta allt um kring).4Því svo segir Drottinn: sjá! eg framsel þig óttanum, þig og alla þína vini, og þeir skulu falla fyrir sverði óvinanna og þín augu skulu sjá það, og allt Júdafólk gef eg í hönd kóngsins af Babel, að hann flyti þá (það) til Babel og vinni á þeim með sverði.5Og eg gef allan auð þessa staðar, og öll hans föng, og alla þeirra dýrgripi, og alla fjársjóðu Júdakonunga í hönd þeirra óvinum, að þeir ræni þá og rupli og flytji til Babel.6Og þú, Pashúr! og allir sem eru í þínu húsi, munt verða hertekinn, og fluttur til Babel, og þar muntu deyja, og þar verða grafinn, þú og þínir vinir, sem þú hefir spáð ljúgandi (predikað lygi).
7„Drottinn! þú hefir yfirtalað mig, og eg lét mig yfirtala; þú hefir orðið mér of voldugur og unnið! en eg verð daglega að athlægi; hvör maður dárar mig.8Því svo oft sem eg tala, verð eg að hefja harmaklögun, boða ofbeldi og tjón; því Drottins orð verður mér daglega að fyrirlitning og athlátri.9Og ef eg hugsaði: eg skal ei framar hans (Drottins) geta, og ekki framar tala í hans nafni: svo var sem eldur brynni í mínu hjarta, innlæstur í mín bein; og eg þreyttist að þola það, og gat það ei lengur.10Því eg heyri lastmæli margra, skelfingar allt um kring: „klagið hann (segja þeir), vér skulum klaga hann!“ Allir mínir vinir, sem standa mér til hliðar (segja): „líklega lætur hann sig afvegaleiða, að vér verðum honum yfirsterkari, og getum hefnst á honum“.11En Drottinn stendur hjá mér eins og geigvænleg hetja: því munu mínir ofsóknarmenn steypast og engu áorka; mjög mega þeir skammast sín, að þeim hefir ekki tekist; eilíf skömm er það, sem ekki mun gleymast.12Því Drottinn herskaranna prófar þá réttlátu, sér nýru og hjarta; eg mun sjá þína hefnd á þeim, því þér hefi eg trúað fyrir mínu málefni.13Syngið Drottni, lofið Drottin! því hann frelsar sál þess sem þjáist af hendi vonskunnar!“14„Bölvaður (sé) sá dagur, á hvörjum eg fæddist; sá dagur, á hvörjum mín móðir ól mig, sé ekki blessaður!15Bölvaður sá maður, sem færði föður mínum boðskapinn og mælti: sonur er þér fæddur; hann gladdi hann mikið.16Sá hinn sami maður, sé líkur þeim stöðum sem Drottinn kollvarpaði og iðraðist ei eftir; hann heyri harmakvein á morgnana og óp um miðdegið.17Af því hann deyddi mig ekki í móðurlífi, svo móðir mín hefði orðið mín gröf og hennar líf hefði eilíflega verið þungað.18Því kom eg þó af móðurlífi til að sjá ógæfu og eymd, og til þess að mínir dagar eyddust í skömm?“
Jeremía 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:01+00:00
Jeremía 20. kafli
Jeremías er settur í fangelsi af Pashúr presti.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.