1Júda synd er skrifuð með járnstíl og yddum demanti; inngrafin á spjöld þeirra hjartna, og á þeirra altarishorn.2Svo að synirnir muni til þeirra altara, og lundanna hjá þeim grænu trjám, og á þeim háu hæðum.3Ó, mitt fjall á vellinum! þitt góss og alla fjársjóðu þína, gef eg til herfangs, þínar hæðir, sökum syndanna innan allra þinna landamerkja.4Og þú verður að missa þína eign, sem eg hefi gefið þér, og það fyrir þína eigin sekt; og eg læt þig þjóna þínum óvin í því landi sem þú ekki þekkir; því eld hafið þér tendrað í minni reiði, hann bálast eilíflega.
5Svo segir Drottinn: bölvaður sé sá maður sem treystir mönnum, og gjörir holdið (dauðlega) að sinni stoð, og sá hvörs hjarta víkur frá Drottni!6Hann er sem sá nakti í óbyggðinni, og sér ekki, að það góða kemur; hann býr, á þurrklendi í eyðimörkinni, á saltlendi, óbyggðu.7Blessaður sé sá maður sem treystir Drottni, og sá hvörs athvarf Drottinn er!8Hann er sem tré, gróðursett við vatn: út að vatnsrennslinu þenur það (hann) sínar rætur, og hræðist ekki þótt hitinn komi, og þess (hans), blöð eru græn, og á þurrkárunum skelkast það (hann) ekki, og lætur ei af að bera ávöxt.
9Svikult er hjartað, fremur öllu (öðru) og spillt er það: Hvör getur það þekkt?10Eg Drottinn, rannsaka hjartað, prófa nýrun, og einmitt til að gefa hvörjum einum eftir hans breytni, eftir ávöxtum hans verka.
11Hvör sem aflar auðs og það rangfengins, er eins og akurhæna (rjúpa) sem liggur á eggjum er hún ekki lagði (fæddi); mitt á ævi sinni hlýtur hann að yfirgefa auðinn, og á endanum er hann dári.
12Hásæti dýrðarinnar, hátignarinnar frá upphafi, er staður vors helgidóms.13Ísraels von er Drottinn; allir sem þig yfirgefa, verða til skammar. Þeir sem mig yfirgefa, þeir sem frá mér víkja, (segir Drottinn), þeirra nöfn verða í duftið skrifuð; því yfirgefið hafa þeir lind ens lifanda vatns, Drottin.14„Lækna mig, Drottinn! að eg verði heill; hjálpa mér, þá er mér hólpið, því þú ert minn lofstír.15Sjá! þeir segja við mig: Hvar er Drottins orð! komi það þá!16Eg hefi ekki skotið mér undan að vera hirðir eftir þér, og ógæfunnar dags hefi eg ekki óskað, það veist þú; það sem framgengið hefir af mínum vörum, er opinbert fyrir þínu augliti.17Vertu mér ekki skelfing, þú mitt athvarf, á ógæfunnar degi!18Lát mína ofsóknarmenn verða til skammar, en láttu mig ekki verða til skammar, láttu þá verða skelkaða, en mig ekki! leið yfir þá slysa daga og tortín þeim tvöfaldlega.
19Svo sagði Drottinn við mig: far og gakk í borgarhlið fólksins sona, um hvört Júdakonungar innganga og hvar um þeir út ganga, og í öll Jerúsalemshlið,20og seg til þeirra: heyrið orð Drottins, þér Júdakóngar, og allur Júda(lýður) og allir Jerúsalems innbúar, sem um hliðið gangið!21Svo segir Drottinn: gætið yðar sökum yðar lífs, og berið engar byrðar á hvíldardegi og komið ekki með þær í Jerúsalems hlið.22Og berið engar byrðar úr yðar húsum á hvíldardegi, og vinnið enga vinnu; heldur helgið hvíldardaginn eins og eg hefi boðið yðar feðrum.23En þeir hlýddu ekki og lögðu ekki við eyrun, og tóku ekki umvöndun.24En ef þér hlýðið, segir Drottinn, svo að þér berið enga byrði í Jerúsalemshlið á hvíldardegi, og helgið hvíldardaginn, svo að þér vinnið enga vinnu á honum.25Þá skulu um þetta hlið innganga kóngar og fyrirliðar, sem sitja í Davíðs hásæti, á vögnum og hestum, þeir og þeirra fyrirliðar, Júdamenn, og Jerúsalems innbúar; og þessi staður skal eilíflega byggður vera.26Og frá landinu í kringum Jerúsalem munu koma, og úr Benjamínslandi og af láglendinu og frá fjöllunum og sunnan að, þeir sem koma með brennifórn og sláturfórn og matoffur og reykelsi og þakkarfórn í Drottins hús.27En ef þér gegnið mér ekki, að helga hvíldardaginn og enga byrði að bera í gegnum Jerúsalems hlið á hvíldardegi: svo mun eg eld kveikja í hliði staðarins, sem eyðileggi Jerúsalems hallir, og slokkni ekki.
Jeremía 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:01+00:00
Jeremía 17. kafli
Sama efni, og um hvíldardagsins vanhelgun.
V. 2. Aðr: þeir muna til altaranna og lundanna, sem til sona sinna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.