1Hann segir: ef maður nokkur hefir látið frá sér konu sína, og hún fer frá honum og verður annars manns: má hann þá til hennar aftur hverfa? mundi ekki landið (af því) vanhelgast? En þú tókst framhjá með mörgum elskuga, og skyldir þú aftur til mín hverfa?2Renn þínum augum upp á hæðirnar og sjáðu! Hvar hefir þú ei verið svívirt? Á vegum situr þú um þá eins og þeir arabisku í eyðimörkinni og vanhelgar landið með þinni ótryggð og vonsku.3Og regnskúrum var haldið til baka og kvöldskúrir komu ekki; en þú hafðir hóruenni og vildir ekki skammast þín.4Er það ekki satt? en þá kallar þú til mín: (og segir:) faðir minn! vinur minnar æsku varst þú.5Ætla hann ræki það við mig eilíflega, muni það alltaf? sjá, svo talar þú, en þú aðhefst illt og kemur því fram.
6Og Drottinn sagði við mig á dögum Jósía kóngs: sér þú það sem sú ótrúa Ísraels(þjóð) hefir aðhafst? Hún hefir gengið upp á sérhvört hátt fjall og undir sérhvört grænt tré, og þar tekið framhjá.7Og eg hugsaði: eftir að hún hefir allt þetta aðhafst, mun hún koma til mín aftur, en hún er ekki aftursnúin. Og það sá hennar ótrúa systir Júda(þjóðin).8Og eg sá, að þó eg, sakir þessa, að sú ótrúa Ísraelsþjóð, hafði rofið hjónabandið, útskúfaði henni, og gæfi skilnaðarskrá, óttaðist sú ótrúa Júda(þjóð), hennar systir, það ekki að heldur og fór og tók líka framhjá.9Og það var skeð vegna hennar hróplegu hórunar; því hún hafði landið saurgað og framhjá tekið með stokk og steini.10En allt fyrir það hvarf ei til mín aftur hennar ótrúa systir, Júda(þjóðin), með einlægu hjarta, heldur með falsi, segir Drottinn.
11Og Drottinn mælti til mín: réttlát sýnist mér sú fráfallan Ísraels(þjóð) fremur en sú ótrúa Júda(þjóð).12Far þú og kalla þessi orð mót norðri og seg: hverf til baka, fráfallna Ísraels(þjóð), segir Drottinn; eg vil ekki reiðuglega til yðar líta, því eg er náðugur, segir Drottinn, eg skal ei vera langrækinn eilíflega.13Kannastu aðeins við þína sekt; því frá Drottni þínum Guði ertu fallin og þú hljópst hingað og þangað til þeirra útlendu, undir hvört grænt tré, en minni raust gegnduð þér ekki, segir Drottinn.
14Komið aftur þér fráföllnu synir, segir Drottinn, því eg er yðar herra, og eg vil við yður taka (þó ekki kæmi nema) einn úr borg og tveir af ætt, og flytja yður til Síon.15Og eg skal gefa yður hirðara eftir mínu sinni, sem vakti yður með greind og framsýni.16Og það mun ske, þá þér fjölgið og eruð frjóvsamir í landinu á þeim sömu dögum, segir Drottinn: þá munu menn ekki framar tala um sáttmálsörk Drottins, og hún mun engum í hug koma, og menn munu ekki hugsa til hennar, né hennar vitja, og ei mun framar (önnur) gjörð verða.17Á þeim sama tíma munu menn nefna Jerúsalem Drottins hásæti, og allar þjóðir munu til hennar safnast sakir Drottins nafns, og þær munu ekki framar ganga eftir þrjósku þeirra vonda hjarta.18Á þeim sömu dögum mun Júda hús ganga með Ísraels húsi, og þeir munu saman koma úr landinu, norður frá, í landið sem eg hefi gefið yðar feðrum til eignar.19Og eg sagði: hvörnig (með hvörju skilyrði) skal eg setja þig meðal barnanna og gefa þér yndislegt land, ágæta eign meðal þjóðanna herflokka? og eg hugsaði: þér munuð kalla mig föður, (minn faðir) og ekki frá mér víkja.20En eins og kona verður ótrú sínum elskuga, eins urðuð þér ótrúir mér, þú Ísraelsætt! segir Drottinn.21Rödd heyrist af hæðunum, grátbeiðni Ísraelssona, af því þeir hafi illa breytt og gleymt Drottni þeirra Guði.22Komið aftur, þér fráföllnu synir! eg skal bæta úr yðar fráfalli. „Sjá, vér komum til þín; því þú ert Drottinn vor Guð.23Sannarlega er svikul hjálpin frá hæðunum og þeim mörgu fjöllum! Sannarlega er Ísraels hjálp hjá Drottni vorum Guði.24En þau skammarlegu goð gleyptu afla vorra feðra frá vorri æsku, þeirra sauði og þeirra naut, þeirra syni og þeirra dætur;25Vér liggjum í vorri vanvirðu og vor skömm þekur oss; því mót Drottni vorum Guði höfum vér syndgað, vér og vorir feður frá vorri æsku allt til þessa dags, og vér gegndum ekki raust Drottins vors Guðs“.
Jeremía 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:54+00:00
Jeremía 3. kafli
Ræða haldin á Jósía dögum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.