1Sama ár sem Usías konungur andaðist, sá eg hinn alvalda, sitjanda á háreistum og gnæfanda stóli, og faldur klæða hans breiddist um allt musterið.2Hjá a) honum stóðu seraffar (höfuðenglar), hafði hvör þeirra sex vængi; með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur fætur sína, og með tveimur flugu þeir.3Hvör þeirra kallaði til annars, og sagði: heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð.4Við raust þeirra, þá þeir kölluðu, skulfu undirsyllur þröskuldanna, og húsið varð fullt af reyk.5Þá sagði eg: vei mér, eg er tapaður! því eg em maður, sem hefi saurugar varir og bý meðal þess fólks, sem hefir saurugar varir, og mín augu hafa séð konunginn, Drottin allsherjar.6Einn seraffanna flaug þá til mín; hann hélt á heitum steini, sem hann hafði tekið af altarinu með töng.7Hann snart munn minn með steininum, og sagði: sjá! þessi (steinn) hefir snortið varir þínar, þín misgjörð er burttekin og synd þín fyrirgefin.8Eg heyrði raust hins alvalda, hann sagði: Hvörn skal eg senda? Hvör vill vera vor erindsreki? Eg svaraði: sjá! hér em eg, send þú mig!9Hann sagði: Far og seg þessu fólki: hlýðið grandgæfilega til, en takið þó ekki eftir neinu; horfið á vandlega, en verðið þó einskis vísir!10Gjör þú hjarta þessa fólks tilfinningarlaust, og eyru þess daufheyrð, og afturloka eyrum þess, svo þeir sjái ekki með augum sínum, heyri ekki með eyrum sínum, og skilji ekkert af viti sínu, að þeir mætti snúast og verða heilbrigðir.11Eg sagði: hvörsu lengi, alvaldi Guð? Hann svaraði: þangað til borgirnar standa í eyði óbyggðar, og húsin mannlaus, og landið verður gjöreytt,12og þar til er Drottinn hefir rekið fólkið langt í burt þaðan, og landið er orðið að stórri auðn.13Tíundi hlutur fólksins skal þó enn eftir verða í landinu, og skal þó sá hluti aftur útrekinn verða. En eins og terpentíntréð og eikin halda stofni sínum, þó þau séu upp höggvin, eins skal af stofni þessa fólks fram koma heilagt afsprengi.
Jesaja 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:34+00:00
Jesaja 6. kafli
Esajas fær vitrun, að boða Gyðingum hegningu Guðs.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.