1Láttu þitt brauð fara yfir hafið, því þú munt finna það aftur eftir marga daga.2Legðu þó afsíðis nokkuð, sjöunda eða áttunda partinn; því þú getur ekki vitað, hvör ógæfa kann að koma yfir landið.3Þegar skýin eru full, gefa þau regn yfir jörðina, og þegar viðareik dettur, hvört sem það er til suðurs eða norðurs, í hvörja átt sem hún dettur, þar liggur hún.4Sá sem gáir að veðrinu, sáir ekki; og hvör sem gáir að skýjunum, uppsker ekki.5Eins og þú veist ekki vindsins veg, eða hvörnig beinin (myndast) í móðurlífi, svo getur þú ei þekkt Guðs verk, hans sem gjörir alltsaman.6Sáðu sæði þínu snemma, og lát ei hönd þína heldur hvílast á kvöldin, því þú veist ei hvört þetta eður hitt verður það rétta, en þegar hvörttveggja sameinast, þá mun það vel fara.7Indælt er ljósið, og augunum er unaðsemd að sjá sólina.8Þó að maðurinn lifi mörg ár, veri hann samt glaður öll þessi ár; og muni til þeirra dimmu daga, að þeir muni verða margir; allt það sem ókomið er, það er hégómi.9Gleð þig þá, ungi maður! í þinni æsku og lát þitt hjarta vera hresst á dögum þinnar æsku, gakk þú á vegum þíns hjarta, og eftir sjón þinna augna; en vita skaltu samt að Guð mun kalla þig til dóms fyrir allt þetta.10Svo rek þá sorgina frá þínu hjarta og verkina frá þínu holdi! því æska og morgunroði er líka hégómi.
Prédikarinn 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:27+00:00
Prédikarinn 11. kafli
Gjafmildi. Dauði í lífi. Dómsdagur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.