1Allt hefir sinn ákvarðaða tíma, og stund er til alls áforms undir himninum.2Tími er til að fæðast, og tími til að deyja, tími til að planta, og tími til upp að ræta, það sem plantað var,3tími er til að særa og tími til að græða; tími til að niðurbrjóta og tími til að uppbyggja,4tími til að gráta og tími til að hlæja, tími til að veina og tími til að hoppa upp af gleði,5tími til að sundurdreifa steinum, og tími til að safna steinum, tími til að faðmast, og tími til að halda sér frá faðmlögum,6tími til að leita og tími til að týna, tími til að geyma og tími til að burtkasta,7tími til að þegja og tími til að tala,8tími til að elska og tími til að hata, tími til stríðs og tími til friðar.9Hvörn hag hefir sá sem á sig reynir af öllum sínum viðburðum?10Eg hefi séð þá mæðu, sem Guð hefir ætlað mannanna börnum að mæða sig með.11Hann gjörði alla hluti vel á sínum tíma; hann lagði líka ókomnar aldir í þeirra hjörtu, þó að maðurinn ekki geti þekkt það verk, sem Guð hefir gjört, frá byrjuninni til endans.12Eg kannaðist við að ekkert væri betra fyrir manninum en að hann sé glaður og gjöri sér til góða í lífinu,13þó svo, að sérhvör maður sem etur og drekkur, og nýtur hins góða af öllu sínu erfiði, viðurkenni að það sé Guðs gjöf.14Eg kannaðist við að allt það sem Guð gjörir varir eilíflega; að menn geta engu viðbætt, og ekkert tekið frá, og að Guð gjörir það svo, til þess að menn óttist fyrir hans augliti.15Það sem skeður, hefir áður skeð, og það sem á að ske, hefir áður skeð, og Guð leitar aftur þess sem burt var hrakið.
16Eg sá enn framar undir sólunni dómsins stað, þar var óguðlegleiki; og réttlætisins stað, þar var guðleysi.17Þá sagði eg í mínu hjarta: þann réttláta og óguðlega mun Guð dæma; því tími er til hvörs áforms og hann dæmir sérhvört verk.18Eg sagði í mínu hjarta: sakir mannanna barna, (skeður það), til þess að Guð prófi þau, og sjái, að þau eru sem fénaðurinn.19Því það sem framkemur við mannanna börn, það kemur og fram við fénaðinn, hvörttveggja hefir sömu forlög, eins og fénaðurinn deyr, svo deyr og maðurinn, og allt hefir eins anda; og maðurinn hefir enga yfirburði yfir fénaðinn. Því það er allt hégómi.20Það fer allt til sama staðar, það er allt saman af dufti, og verður allt að dufti aftur.21Hvör veit, hvört andi mannsins barna fer í hæðirnar, og fénaðarins andi niður á við í jörðina?22Því sá eg, að ekkert er manninum betra en að hann gleðji sig við sín verk, það er hans hlutdeild; því hvör flytur hann þangað, hvaðan hann sjái það, sem skeður eftir hans andlát?
Prédikarinn 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:27+00:00
Prédikarinn 3. kafli
Allt hefir sinn tíma. Best er að njóta lífsins gæða með þakklæti við gjafarann. Umkvörtun yfir lífsins armæðu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.