1Sálmur af Davíð. Lofaður sé Drottinn, mitt bjarg! hann sem kennir mínum höndum að stríða, mínum fingrum að berjast,2hann (Guð) minn velgjörari og mitt vígi, mitt hæli og minn frelsari, minn skjöldur, á hvörn eg reiði mig, hann sem leggur þjóðirnar undir mig.3Drottinn! hvað er maðurinn að þú vilt við hann kannast! mannsins barn að þú gefur gaum að því!4Maðurinn, sem er líkur andardrætti, hans dagar sem hverfandi skuggi.5Drottinn! beyg þinn himin og stíg niður, snertu fjöllin svo úr þeim rjúki,6sendu þína eldingu og tvístra þeim, sendu þínar örvar og skelka þá.7Útréttu þínar hendur frá hæðinni, frelsa þú mig og bjarga mér úr þeim miklu vötnum, af útlendra hendi;8hvörra munnur talar svik, hvörra hægri hönd er prettvísinnar hægri hönd.
9Guð! nýjan söng vil eg syngja þér, á hörpu með tíu strengjum vil eg spila fyrir þér;10fyrir þér, sem gefur kóngunum sigur, sem frelsaðir Davíð, þinn þénara, frá óvina sverði.11Frelsa þú mig og bjarga mér undan hendi útlendra, hvörra munnur talar svik, hvörra hægri hönd er prettvísinnar hægri hönd.12Að vorir synir megi vera sem hávaxnar plöntur í æsku sinni og vorar dætur sem hornsteinar fágaðir, eins og í höll.
13Öll vor forðabúr séu full, og úr þeim (komi) hvör matvæli eftir önnur, vorar ær, þúsund- og tíuþúsundfaldist, í voru haglendi;14vor nautpeningur verði með tíma, ekki sé brotist í hús, ekki rænt, ekkert arg verði á vorum strætum.15Sæl er sú þjóð, sem svo vegnar, sæl er sú þjóð, hvörrar Guð Drottinn er.
Sálmarnir 144. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:14+00:00
Sálmarnir 144. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Þakklæti og bæn.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.