Sigurhrósssálmur.

1Þakkið þér Drottni, því hann er góður og hans miskunnsemi varir eilíflega.2Ísrael segi: eilíf er hans miskunn.3Arons hús segi: eilíf er hans miskunn.4Þeir sem óttast Drottin segi: eilíf er hans miskunn!5Í minni angist ákallaði eg Drottin, Drottinn bænheyrði mig og veitti mér fríun.6Drottinn er með mér, eg mun ekki hræðast. Hvað geta mennirnir gjört mér?7Drottinn er minn hjálpari, því vil eg glaður líta til minna ofsóknarmanna.8Það er betra að setja sitt traust til Drottins, en að reiða sig á mennina.9Það er betra að treysta Drottni, en að reiða sig á höfðingjana.10Allar þjóðir umkringdu mig; í Drottins nafni, sagði eg, skal eg brytja þá niður.11Þeir umkringdu mig öllumegin. Í Drottins nafni, sagði eg, skal eg niðurhöggva þá.12Þeir umkringdu mig sem býflugur, þeir slökktust eins og eldur í þyrnum. Í Drottins nafni, sagði eg, skal eg niðurbrytja þá.13Þú (óvinur) hrintir mér, að eg skyldi falla, en Drottinn hjálpaði.14Minn styrkur og minn söngur er Drottinn; hann varð mér að liði.
15(Þar heyrist) fagnaðar- og sigurraust í tjaldbúðum hinna ráðvöndu. Drottins hægri hönd gjörir kraftaverk.16Drottins hægri hönd er upphafin, Drottins hægri hönd gjörir kraftaverk.17Eg mun ekki deyja, heldur lifa, og eg skal kunngjöra Drottins verk.18Að sönnu tyftaði Drottinn mig, en í dauðann ofurseldi hann mig ekki.19Ljúkið upp fyrir mér réttlætisins porti, eg vil ganga inn um það, eg vil þakka Drottni.20Þetta er Drottins port, þeir ráðvöndu skulu inn um það ganga.21Eg vil þakka þér, að þú bænheyrðir mig, og hjálpaðir mér.22Sá steinn sem byggingarmennirnir burtköstuðu er orðinn að hyrningarsteini.23Þetta er skeð af Drottni; það er undarleg fyrir vorum augum.24Þetta er sá dagur (gleðidagur) sem Drottinn gjörði, fögnum og verum glaðir í honum.25Drottinn! hjálpa þú! Drottinn! gef lukku!26Blessaður sé sá sem kemur í Drottins nafni, vér blessum yður frá Drottins húsi.27Drottinn er Guð, hann lætur (birtu) fyrir oss lýsa. Leiðið fórnardýrið bundið með taug að altarishorninu.28Þú ert minn Guð, því vil eg vegsama þig, minn Guð! eg vil lofa þig.29Þakkið þér Drottni, því hann er góður, því hans miskunn er eilíf.