1Sálmur Asafs. Guð! Heiðingjarnir eru komnir inn í þína arfleifð, þeir hafa saurgað þitt heilaga musteri, og gjört Jerúsalem að steinhrúgu.2Þeir gáfu himinsins fuglum til fæðu líf inna þénara og landsins villudýrum hold þinna guðhræddu.3Þeir úthelltu þeirra blóði sem vatni, allt í kringum Jerúsalem, og þar var engin sem jarðaði þá.4Vér erum orðnir að háðung hjá vorum nábúum, að spotti og athlátri hjá þeim sem búa í kringum oss.5Drottinn! hvörsu lengi viltu reiðast? mun þitt vandlæti brenna sem eldur eilíflega?6Heltu þinni grimmd út yfir heiðingjana sem ekki þekkja þig, og þau ríki sem ekki ákalla þitt nafn.7Því þeir hafa eytt Jakob, og eyðilagt hans bústað.
8Minnstu ekki á vorar fyrri misgjörðir, hraðaðu þér! kom þú oss á móti með þína miskunn, því vér erum mjög aðþrengdir.9Hjálpa þú oss, Guð, vors frelsis! vegna vegna heiðurs þíns nafns, frelsa oss og fyrirgef oss vorar syndir, fyrir þíns nafns sakir.10Hví skyldu heiðingjarnir segja: hvar er nú þeirra Guð? Láttu það kunnugt verða meðal heiðingjanna fyrir vorum augum, að hefnd komi fyrir úthellt blóð þinna þénara;11lát kvein fanganna koma fyrir þig, lát þá sem eru dauðans börn, fyrir þinn sterka arm, halda lífi.12Og gjaltu vorum nágrönnum sjöfalt aftur í þeirra skaut, þá forsmán sem þeir hafa lastað þig með, Drottinn!13Og vér þitt fólk og hjörð þíns haglendis, munum þakka þér eilíflega; frá kyni til kyns munum vér kunngjöra þitt lof.
Sálmarnir 79. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:48+00:00
Sálmarnir 79. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Bæn móti óvinaæði.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.