1Til hljóðfærameistarans eftir lagi: „mállaus dúfa í fjærlægum skógi“; Davíðs huggunarljóð, þá Filistear höfðu hertekið hann í Gat a).2Guð vertu mér náðugur, því mennirnir vilja uppsvelgja mig, óvinirnir þrengja að mér daglega.3Uppsvelgja vilja mig mínir óvinir, á hvörjum degi, því margir eru þeir, sem rembilega stríða á móti mér.
4Þegar eg er hræddur, þá treysti eg þér;5af Guði stæri eg mig, af hans orði; á Guð treysti eg, og óttast ekki: hvað geta mennirnir gjört mér.6Hvörn dag hindra þeir mín verk, allar þeirra hugsanir eru móti mér, til ills.7Þeir fylgjast að og fela sig, og gá að mínum sporum, því þeir sitja um mitt líf.8Ætla þeir komist undan (straffi), svo ranglátir sem þeir eru? Guð! legg þá að velli í þinni reiði!9Tel þú mína útlegð, geym þú mín tár í þinni flösku, standa þau ei í þinni bók?
10Þá munu mínir óvinir víkja til baka á þeim degi er eg hrópa: þetta veit eg að Guð er með mér.11Af Guði stæri eg mig, af hans orði, af Drottni stæri eg mig, af hans orði.12Á Guð reiði eg mig, eg er óhræddur, hvað geta mennirnir gjört mér?13Heit við þig, ó Guð! hvíla á mér, með þakkarfórn vil eg þér þau færa,14því þú frelsar mína sálu frá dauðanum, já, mína fætur frá hrösun, svo eg má ganga fyrir Guði í ljósi lifandi manna.
Sálmarnir 56. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:42+00:00
Sálmarnir 56. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Traust á Guðs hjálp gegn óvinum.
V. 1. a. Sjá Sálm: 16,1. V. 9. Útlegð: útlegðardaga.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.