1Til hljóðfærameistarans. Kennsluljóð af Koras börnum, elskusamlegt kvæði.2Mitt hjarta úteys sér í yndislegu kvæði. Eg vil flytja ljóð konunginum, mín tunga sé sem penni ens liðuga skrifara.3Fríðari ertu heldur en mannanna börn, yndi streymir frá þínum vörum, því hefir Guð blessað þig eilíflega.4Girtu þig sverði við þína hlið, þú hetja! þinni prýði og dýrð!5Og far þú heppilega fram í þinni dýrð, sakir þíns sannleika, hógværðar og réttvísi. Dásamleg verk skal þín hægri hönd kenna þér!6Þínar örvar eru hvesstar—þjóðir skulu falla fyrir þér—þær (örvarnar) skulu fara í hjarta kóngsins óvina.7Þitt hásæti, ó Guð! stendur æ og ætíð varandi. Þíns ríkis sproti er réttlætisins sproti.8Þú elskar réttvísi, og hatar óguðlegleika, þar fyrir hefir Guð, þinn Guð smurt þig með fagnaðarins viðsmjöri framar en þína meðbræður.9Myrra, alóe og kasia eru öll þín klæði; frá fílabeinshöllinni gleðja þeir þig.10Kóngadætur eru meðal þinna útvöldu; drottningin stendur við þína hægri hönd í gulli frá Ofír.11Heyr þú dóttir, og líttu til, og beyg þitt eyra, og gleym þínu fólki og þínu föðurs húsi.12Kóngurinn hafi geðþekkni á þinni fegurð; hann er þinn herra, og þú skalt tjá honum hollustu.13Týrusdætur með gjöfum niðurbeygja sig fyrir þínu augliti, þeir ríku meðal fólksins.14Mikið vegsamlega er kóngsdóttirin inni, (í sínu herbergi) hennar klæðnaður er gulli lagður.15Í útsaumuðum klæðum er hún til kóngsins leidd. Meyjarnar sem fylgja henni, skuli til þín leiðast.16Þær skulu framleiðast með fögnuði og gleði, og koma í kóngsins höll.17Synir skulu vera þér í foreldra stað; þú munt gjöra þá að höfðingjum í öllu landinu.18Eg vil vegsama þitt nafn meðal allra kynkvísla, því skulu þjóðirnar þig heiðra ætíð og eilíflega.
Sálmarnir 45. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:42+00:00
Sálmarnir 45. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Kóngslofgjörð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.