1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs. Guðs smurði gleðst af þeirri honum veittu tign. Hans dýrð og sigri er lýst.2Drottinn! þín vernd gleður kónginn! ó hvörsu mjög fagnar hann af þínu liðsinni!3Þú hefir veitt honum girnd hans hjarta, og ekki synjað honum um bæn hans vara, (málhvíld).4Þú varst fyrri til að veita honum blessan og heppni, þú settir gullkórónu á hans höfuð.5Hann bað þig um líf, þú gafst honum það, langt líf, ævarandi og eilíft;6fyrir þitt frelsi er hans sæmd mikil, þú íklæðir hann hátign og heiðri.7Því þú hefir sett hann til eilífrar blessunar, þú gladdir hann með fögnuði fyrir þínu augliti.8Því konungurinn reiðir sig á Drottin, og fyrir miskunn hins æðsta, bifast hann aldrei.
9Þín hönd mun finna alla þína óvini, þín hægri hönd mun finna þá sem þig hata.10Þú gjörir þá sem glóandi ofn á tíma þinnar reiði. Drottinn afmáir þá í sinni grimmd, og eldurinn eyðir þeim.11Þú munt afmá þeirra ávöxt af jörðunni, og þeirra niðja meðal mannanna barna.12Því þeir hugsuðu að gjöra þér illt, þeir brugguðu ráð, en þeir gátu ei komið því í verk.13Því þú munt reka þá á flótta. Þú miðar örinni af þínum bogastreng á þeirra andlit.14Drottinn, upplyftu þér í þínum krafti! Þá munum vér syngja og vegsama þín hreystiverk.
Sálmarnir 21. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:29+00:00
Sálmarnir 21. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Bæn fyrir konunginum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.