1Þá svaraði Bildad af Súa og sagði:2nær viljið þér gjöra enda á talinu? gaumgæfið: eftir á skulum vér tala.3Hvar fyrir erum vér reiknaðir sem fé, sem óhreinir í yðar augum.4Þú springur í þinni bræði; á jörðin að yfirgefast sökum þín;5og bjargið að færast úr stað? ljós hins óguðlega skal slökkt verða, og hans eldneisti skal ekki tindra.6Ljósið skal verða að myrkri í hans tjaldbúð, og hans lampi skal slokkna yfir honum.7Að hans öflugu sporum skal kreppast, og hans ráð skulu honum steypa.8Hann flyst í snöruna af sínum eigin fótum, og hann gengur í netið.9Möskvinn festist um hans hæl, og snaran herðist utan um hann.10Hún lá falin í jörðu, og gildra lá á hans vegi.11Skelfingar hræða hann allt um kring, og keyra hann áfram við hvört fótmál.12Hans kraftur rénar af hungri, og ólukkan stendur reiðubúin við hans hlið.13Hann etur limi síns líkama, og dauðans frumburður fortærir hans limum.14Honum verður útrutt úr hans tjaldbúð sem var hans athvarf, og hann verður leiddur fram fyrir skelfingarinnar konung.15Þeir búa í tjaldbúðinni sem ekki framar er hans. Brennisteini verður sáð yfir hans bústað.16Neðan til uppþorna hans rætur; ofan til visna hans greinir.17Hans minning afmáist úr landinu, og hans nafn nefnist ei framar á strætunum (völlunum).18Þeir munu úthrinda honum frá ljósinu í myrkrið, og burtreka hann af jarðríki.19Engan son og engan sonarson mun hann hafa meðal síns fólks, og enginn mun eftir verða í hans bústöðum.20Hans afdrif munu skelfa eftirkomendurnar, og hinir gömlu verða gagnteknir af ofboði,21já! svona eru bústaðir hinna ranglátu, þvílíkur staður þess (manns) sem gleymir Guði.
Jobsbók 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:17+00:00
Jobsbók 18. kafli
Bildads önnur tala.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.