1Kalla þú, ætla nokkur svari þér? og til hvörs af þeim heilögu viltu leita?2Sannarlega drepur reiðin heimskingjann, og öfundin þann fávísa.3Eg sá heimskingjann fá djúpar rætur, og eg formælti hans húsi skyndilega;4langt frá bjargræði voru hans börn, þau voru sundurtroðin fyrir rétti, og enginn bjargaði þeim.5Hinn hungraði uppát hans uppskeru, já, allt að þyrnunum svipti hann henni burt. Þeir þyrstu uppsvelgdu hans eigur,6því ranglætið vex ekki upp úr moldinni, og eymdin sprettur ekki upp af jörðunni.7En maðurinn fæðist til eymdanna, eins og fuglsins ungar til að fljúga upp í loftinu.8Eg mundi leita Guðs, og á Guðs dóm leggja mitt málefni,9hans, sem gjörir mikla hluti, er ei verða rannsakaðir, dásemdarverk, sem ei verður tölu á komið,10hans, sem gefur regn á jörðu, og sendir vatn yfir vellina;11sem setur þá lágu hátt og gleður af þeim sem ganga í sorgarbúningi.12Til hans sem gjörir að engu ráðabrugg hinna slægu, svo að þeirra höndur geta ei framkvæmt þá sniðugu hugsan,13sem fangar þá sniðugu í þeirra slægð, svo að ráð hinna kænu kollsteypast.14Á daginn reka þeir sig á myrkrið og þreifa fyrir sér, eins og á nóttu, um miðjan dag.15Og hann frelsar þann fátæka frá sverði, frá gini þeirra og frá hendi þeirra sterku.16Þannig er von fyrir hinn auðvirðilega, og ranglætið má halda sínum munni.
17Sjá! sæll er sá maður sem Guð hirtir, met ei lítils hirtingu hins Almáttuga.18Því hann lætur manninn kenna til, en bindur um; hann særir, en hans hönd læknar (líka).19Hann mun frelsa þig úr sex hættum, og í þeirri sjöundu skal ólukkan ekki ná til þín.20Í dýrtíðinni mun hann frelsa þig frá dauðanum, og í stríðinu frá sverðsins hönd (ofbeldi).21Fyrir tungunnar svipu skaltu vera falinn, og ekki óttast eyðileggingu, þá hún kemur.22Þú skalt geta hlegið að eyðileggingu og hungri, og ekki hræðast villudýrin í landinu.23Því við steina akursins muntu hafa sáttmála, og skógarins villudýr munu hafa frið við þig;24þú skalt reyna að friður er í þínum tjaldbúðum; þú munt koma til þíns bústaðar, og þín von ekki bregðast.25Þú munt reyna að þitt sáð margfaldast, og niðjar þínir sem gras á jörðu?26Sem öldungur munt þú niðurstíga í gröfina, eins og kornbindinið er á sínum tíma látið í hlöðuna.27Sjá! þetta höfum vér útgrundað, svona er það; heyr þú það, og set það vel á þig.
Jobsbók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:17+00:00
Jobsbók 5. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.