1Á tuttugasta og fjórða deginum í þessum mánuði, samansöfnuðust Ísraelsmenn með föstu og sekkjum og moldu yfir höfðum sér.2Og þeir skildu Ísraelsniðja frá öllum útlendra afkomendum og þeir stóðu upp og meðkenndu sínar syndir og sinna feðra syndir.3Og hvör stóð upp á sínum stað; og menn lásu í lögmálsbók Guðs Drottins þeirra, fjórða part úr deginum og fjórða part af deginum gjörðu þeir játningu sína og féllu fram fyrir Drottin sinn Guð.4Og Jesúa og Bani og Kadmiel, Sebania, Bunni, Serebia, Banni, Hanani stigu upp í ræðupall Levítanna og ákölluðu með hárri röddu Drottin, þeirra Guð.5Levítarnir: Jesúa, Kadmiel, Bani, Hasabnia, Serebia, Hodia, Sebania, Petahia, sögðu: rísið upp og vegsamið Drottin yðar Guð, frá eilífð til eilífðar, menn vegsami þitt dýrðlega nafn, sem er upphafið yfir alla blessan og vegsaman!6Þú ert Drottinn, þú einn! þú hefir gjört himininn, já! himnanna himna og allan þeirra her, jörðina og allt sem er á henni; höfin og allt sem er í þeim og þú gefur því öllu líf—ogsvo himnanna hersveitir beygja sig fyrir þér.7Þú ert Drottinn Guð! sem hafðir velþóknan á Abraham og sem leiddir hann frá Ur í Kaldeu og gafst honum nafnið Abraham.8Þú fannst hjarta hans hreinskilið fyrir þínu augliti og gjörðir sáttmála við hann að gefa honum land Kananítanna, Hetítanna, Amorítanna, Feresítanna og Jebúsítanna, Girgasítanna, og afkomendum hans og uppfylltir orð þín, því að þú ert réttlátur.9Þú sást neyð feðra vorra í Egyptalandi og heyrðir andvarpanir þeirra við Sefhafið c).10Og þú gjörðir tákn og stórmerki á faraó og á öllum hans þjónum og á öllu fólkinu í landi hans, því þú vissir að þeir breyttu grimmdarlega við þá, og þú tilbjóst þér stórt nafn eins og á þessum degi.11Þú klaufst hafið fyrir þeirra augum, og þeir gengu mitt í gegnum hafið, eins og á þurrlendi, en þeim sem eltu þá, steyptir þú í öldurnar eins og steinum í hið öflga vatn.12Á daginn leiddir þú þá með skýstólpa og með eldstólpa á nóttunni, til að lýsa þeim á þeim vegi er þeir skyldu fara.13Þú steigst niður á Sínaífjall og talaðir frá himni við þá, og gafst þeim rétta dóma og staðfast lögmál, góða setninga og boðorð;14og gjörðir þeim kunnugan þinn helga hvíldardag og gafst þeim boðorð, setninga og lögmál fyrir hönd þjóns þíns Mósis.15Fæðu gafstu þeim frá himnum við hungri þeirra, og útleiddir vatn af hellunni handa þeim við þorsta þeirra, og þú bauðst þeim að koma til að leggja undir sig landið, sem þú hafðir svarið að gefa þeim.
16En þeir, og feður vorir urðu ofstopafullir og forhertir og hlustuðu ekki á þín boð,17veigruðu sér við að hlýða, og ekki minntust þeir þinna dásemdarverka, sem þú hafðir gjört þeim; forhertu sig og í þeirra þverúð, völdu yfirmenn til að leiða þá til baka til þrældómsins. En þú Guð fyrirgefningarinnar ert náðugur og miskunnsamur, langlundarsamur og mikill að miskunn og yfirgafst þá ekki.18Jafnvel þá, er þeir höfðu gjört sér steyptan kálf, og sögðu: „þetta er þinn Guð, sem leiddi þig út af Egyptalandi,“ og höfðust að stórar guðlastanir.19Þá yfirgafstu þá samt ekki á eyðimörkunni, vegna þinnar miklu miskunnsemi. Skýstólpinn veik ekki frá þeim um daga, til þess að leiða þá á veginum, né eldstólpinn á nóttunni, til að lýsa þeim á þeim vegi, sem þeir áttu að fara.20Þinn góða anda gafstu til að gjöra þá vitra, og ekki hélst þú Manna frá munni þeirra, og veittir þeim vatn við þorsta þeirra.21Í fjörutíu ár forsorgaðir þú þá á eyðimörkunni, svo þá ekkert skorti; þeirra föt fyrntust ekki og þeirra fætur bólgnuðu ekki.22Þú gafst þeim konungsríki og þjóðir og skiptir þeim hingað og þangað, svo þeir eignuðust landið Síhon, og land kóngsins í Hesbon og land Ogs kóngs í Basan.23Og gjörðir afkomendur þeirra svo marga, sem stjörnur á himni, og þú fluttir þá inn í það land, sem þú hafðir heitið feðrum þeirra, að þeir ættu að fara þangað og eignast það.24Og afkomendur þeirra komust þangað og eignuðust landið og þú niðurþrykktir fyrir þá, þeim sem bjuggu í landinu; Kanaansmenn gafst þú í þeirra hendur og kónga þeirra og þjóðirnar í landinu, svo að þeir breyttu við þá eins og þeir vildu.25Og þeir tóku rambyggðar borgir og feitt land og eignuðust hús full af alls konar gæðum, brunna úthöggna í steini, víngarða, viðsmjörsviðargarða og aldintré, full matar. Þeir neyttu og urðu mettir og feitir og lifðu í sællífi sakir þinnar miklu góðgirni.
26En þeir urðu þverbrotnir og óhlýðugir við þig og köstuðu lögmáli þínu á bak sér aftur, og drápu spámenn þína, sem aðvöruðu þá, að þeir skyldu snúa sér til þín; og frömdu miklar smánanir.27Þá gafstu þá í hendur óvina þeirra, er þjáðu þá, en á tíma þrengingarinnar hrópuðu þeir til þín, og þú heyrðir þá af himnum ofan, og sakir þinnar miklu miskunnsemi gafstu þeim frelsara, og þeir frelsuðu þá úr höndum óvina þeirra;28En þá þeir voru komnir til hvíldar, sneru þeir sér til að gjöra illt fyrir þér; þá gafstu þá í hendur óvina þeirra svo þeir drottnuðu yfir þeim; þá sneru þeir sér og hrópuðu til þín, og þú heyrðir þá frá himni ofan, og frelsaðir þá í mörg skipti sakir þinnar miskunnar.29Þú áminntir þá innilega að þeir létu sér snúa til lögmáls þíns, en þeir gjörðust frekir og gáfu ekki gaum að boðum þínum og syndguðu á móti lögmáli þínu; en sá maður sem gætir þeirra, hann mun lifa; en þeir þverskölluðust, gjörðust harðsvíraðir og hlýddu ekki,30en þú dróst (samt að straffa) í mörg ár, og áminntir þá með anda þínum fyrir spámenn þína, en ekki sneru þeir eyrum sínum að því; þess vegna ofurgafstu þá í hendur þjóðanna í löndunum;31en sökum þinnar mikillrar miskunnsemdar gjörðir þú ekki alveg út af við þá, eða yfirgafst þá, því þú ert Guð náðugur og miskunnsamur.32Og nú, Guð vor! þú mikli, sterki og óttalegi Guð, sem gætir fyrirheita þinna og miskunnseminnar, lát þér eigi litla sýnast alla armæðu þá, sem frá dögum enna assýrisku kónga og allt til þessa dags hefir mætt konungum vorum, yfirmönnum, prestum, spámönnum, og feðrum vorum og gjörvallri þjóð vorri.33Þú ert réttlátur í öllu sem þú hefir látið koma yfir oss, þú hefir auðsýnt oss gæsku, en vér höfum breytt óguðlega;34og svo vorir kóngar, yfirmenn, prestar og feður, hafa ekki heldur breytt eftir lögmáli þínu og ekki athugað boð þín og aðvaranir, með hvörjum þú hafðir aðvarað þá,35og ekki hafa þeir þjónað þér og ekki snúið sér frá sinni vondu breytni í konungstign sinni, í velgengninni, er þú úthlutaðir þeim og í því víðlenda og frjóvsama landi er þú veittir þeim.36Sjá! vér erum þrælar og landið sem þú gafst feðrum vorum, svo þeir nytu ávaxtanna og gæðanna, sjá! þar erum vér þrælar.37Margfaldan ágóða veitir það kóngunum, sem þú hefir sett yfir oss, vegna synda vorra; og þeir drottna yfir líkömum vorum og fénaði vorum, eftir eigin hugþótta, og vér erum í stórri neyð.
Nehemíabók 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Nehemíabók 9. kafli
Að afliðinni laufskálahátíðinni halda Ísraelsmenn iðrunarhátíð lögmálsins.
V. 9. c. Þ. e. Rauðahafið. V. 32. a. Sjá 5 Mós. 5,12–15. 3 Mós. 23,3–5.15–21.24–28.36. Sbr. 26,35. b. 3 Mós. 25,1–8.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.