1Og það skeði þegar vér vorum búnir að byggja múrinn, að eg innsetti ogsvo hliðin og tilsetti hliðaverði og verði á borgarveggjunum og Levíta,2og eg setti Hanani, bróður minn, og Hanania vígisins yfirmann, yfir Jerúsalem, því hann leit út fyrir hreinskilinn mann og óttaðist Drottin mörgum fremur.3Og eg sagði við þá: ekki skulu Jerúsalemsport opnast fyrri en sólin er hátt á lofti og meðan þið standið þar hjá, skulu hurðirnar lokast og vera læstar, sömuleiðis skuluð þér setja Jerúsalemsborgara sem varðmenn, hvörn þar sem hann á vörður að vera, sérhvörn andspænis sínu húsi.4En staðurinn var mikill að ummáli og stór, en fólkið fámennt í honum, og engin hús uppbyggð.5Þá skaut Guð mér því í brjóst að eg samansafnaði þeim göfugu og yfirmönnunum og fólkinu til manntals eftir ættum. Eg fann manntal þeirra eftir ættum, sem fyrst höfðu farið upp til Jerúsalem, og eg fann þar ritað:
6Þessir eru þeir sem fæddir voru í skattlandinu, sem komu úr herleiðingunni í framandi landi, hvörja Nebúkadnesar kóngurinn í Babel hafði flutt burtu; þeir sem sneru aftur til Jerúsalem og Júdalands, hvör til sinnar borgar.7Þeir sem komu með Sóróbabel: Jesua, Nehemía, Asaria, Raamía, Nahamani, Mardokai, Bilkan, Missaret, Bigvaí, Nehum og Baana. Þessi er tala Ísraelsmanna:8Faros afkomendur: tvö þúsund, eitt hundrað, sjötíu og tveir.9Sefatías afkomendur: þrjú hundruð, sjötíu og tveir.10Aras afkomendur: sex hundruð, fimmtíu og tveir.11Fahat Móabs afkomendur af Jesúa og Jóabs ætt: tvö þúsund, átta hundruð, og átján.12Elams afkomendur: eitt þúsund, tvö hundruð og fimmtíu og fjórir.13Sathusar afkomendur: átta hundruð fjörutíu og fimm.14Sakais afkomendur: sjö hundruð, og sextíu.15Binnuis afkomendur: sex hundruð, fjörutíu og átta.16Bebais afkomendur: sex hundruð, tuttugu og átta.17Afgaðs afkomendur: tvö þúsund, þrjú hundruð, tuttugu og tveir.18Adonikams afkomendur: sex hundruð, sextíu og sjö.19Bigvais afkomendur: tvö þúsund, sextíu og sjö.20Adins afkomendur: sex hundruð, fimmtíu og fimm.21Aters afkomendur og það af ætt Hiskia: níutíu og átta.22Hasums afkomendur: þrjú hundruð, tuttugu og átta.23Besais afkomendur: þrjú hundruð, tuttugu og fjórir.24Harifs afkomendur: eitt hundrað og tólf.25Ættaðir frá Gíbeon: níutíu og fimm.26Ættaðir frá Betlehem og Netofa: eitt hundrað, áttatíu og átta.27Ættaðir frá Anatot: eitt hundrað, tuttugu og átta.28Ættaðir frá Asmavet: fjörutíu og tveir.29Ættaðir frá Kirjat-Jearim, Kerifa og Beerot: sjö hundruð, fjörutíu og tveir.30Ættaðir frá Rama og Geba: sex hundruð, tuttugu og einn.31Ættaðir frá Mikmas: eitt hundrað, tuttugu og tveir.32Ættaðir frá Bethel og Ai: eitt hundrað, tuttugu og þrír.33Nebos afkomendur: fimmtíu og tveir.34Elams afkomendur: eitt þúsund, tvö hundruð fimmtíu og fjórir.35Harims afkomendur: þrjú hundruð og tuttugu.36Ættaðir frá Jeríkó: þrjú hundruð fjörutíu og fimm.37Ættaðir frá Lydda, Hadid og Ono: sjö hundruð, tuttugu og einn.38Senaas niðjar: þrjú þúsund, níu hundruð og þrjátíu.39Prestar afkomendur Jedaia af ætt Jesúa: níu hundruð, fjörutíu og þrír.40Immers afkomendur: eitt þúsund, fimmtíu og tveir.41Fasurs afkomendur: eitt þúsund, tvö hundruð, fjörutíu og sjö.42Harims afkomendur: eitt þúsund og seytján.43Levítar, afkomendur Jesúa, Kadmíels, Bani og Hodavia: sjötíu og fjórir.44Söngvarar af Asafs afkomendur: eitt hundrað, fjörutíu og átta.45Dyraverðir, afkomendur Salloms, Aters, Talmons, Ahubs, Hatíta, Sobais: eitt hundrað, þrjátíu og átta.46Helgidómsins þjónar afkomendur Siha, Hasufa, Tabaot.47Keros, Siga, Fadons.48Lebana, Hagaba, Salmaí.49Hanans, Giddels, Gahars.50Reaja, Refins, Nekuda.51Gasams, Ussa, Faseas.52Besaí, Meunims, Nafisims.53Bakubs, Harhufa, Harhurs.54Baflits, Mehida, Harsa.55Barkos, Sissera, Tama.56Nesía, Hatifa.57Enn framar afkomendur Sotais, Soferets, Perida.58Jaela, Darkons, Giddels.59Sefatia, Hattil, Fokerets, Hasebaims, Amons.60Allir helgidómsins þjónar, og afkomendur Salómons þræla: þrjú hundruð, níutíu og tveir.61Þessir eru þeir sem fóru frá Tel-melak, Tel-Harsa, Kerúb, Addon og Immer til Jerúsalem, en gátu ekki skírt frá ætt feðra sinna, eða afkomendum þeirra hvört þeir voru (komnir) af Ísrael.62Afkomendur Delaías, Tobia, Nekóda, sex hundruð, fjörutíu og tveir;63og af prestunum, afkomendur Habaia, Hakos og Barsillai, (sem hafði tekið sér konu af dætrum Barsillai frá Gíleað) og hann var nefndur eftir nafni þeirra.64Þessir leituðu að ættartölu sinni, en gátu ekki fundið hana, og þess vegna voru þeir útilokaðir frá prestaembættinu.65En sá persiski landshöfðingi sagði við þá: menn neyti ekki af því heilaga í helgidóminum fyrri en búið er að setja prest fyrir urim og tummim.66Allur múgurinn til samans, fjörutíu þúsundir, þrjú hundruð, og sextíu;67auk þeirra þjóna og ambátta, sem voru sjö þúsund, þrjú hundruð, þrjátíu og sjö. Þar að auki höfðu þeir tvö hundruð, fjörutíu og fimm söngvara af köllum og konum.68Sjö hundruð, þrjátíu og sex hesta—tvö hundruð, fjörutíu og fimm múlasna.69Fjögur hundruð, þrjátíu og fimm úlfalda; sex þúsund, sjö hundruð og tuttugu asna.70Og nokkrir af ættkvíslanna yfirmönnum gáfu til fyrirtækisins, landshöfðinginn gaf til samskotseyrisins í gulli, þúsund darkemona, fimmtíu skálar, fimm hundruð og þrjátíu prestaklæðnaði.71Af ættkvíslanna yfirmönnum var lagt til þess gjalds, sem brúkast átti til verksins, tuttugu þúsundir darkemona í gulli, og tuttugu og tvær minur a), í silfri.72Það sem hitt af fólkinu gaf, var tuttugu þúsundir darkemona í gulli, tvær þúsundir silfurminur og sextíu og sjö prestanærkyrtla.73Og nú bjuggu prestarnir, Levítarnir, dyraverðirnir, söngvararnir og aðrir af fólkinu, helgidómsþjónarnir og allur Ísrael, hvör í sinni borg.
Nehemíabók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Nehemíabók 7. kafli
Nehemías lætur setja varðmenn í borgarhliðin og upp á múrana. Finnur uppteiknan á þeim sem komið höfðu með Sóróbabel. (Samanber Esra 2 kap.).
V. 71. a. Mína: hér um bil eins og hjá Grikkjum. Mna: 28½ lóð að vigt; en sem peningamynt 22½ ríkisdalur kúrant.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.